Austfirðingur - 14.07.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 14.07.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÖINQUR £ Frídagur verslunarmanna á Seyðisfirði er ákveðinn mánudaginn 1. ágúst n. k. i<æ>oð<s>oo<s>oo<æ>oe9®ex3 AUSTFIRÐINGUR V i k u blað Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. McsE>oo<£3>oo<ss>oocs>oo<æ>o vildi, og þurfti því enginn að fara fastandi á heiðina. Jeg vil nota tækifærið og flytja með línum þessum hugheilar þakk- ir fyrir hönd Braga fyrir viðtök- urnar á Eiðum. — Þakkir til skóla- stjórahjónanna og til stjórnar Eiða- sambandsins fyrir ágætar veitingar, hlýlegt viðmót og vinahót, er flokkurinn mætti á Eiðum. Jafnvel þó Islendingar sjeu yfir- leitt gestrisnir menn, og Austfirð- ingar eru þar sjálfsagt ekki neinir eftirbátar annara landshluta, þá hygg jeg þó að við „Braga“menn gætum sagt líkt og sjera Þórarinn í ræðu sinni á Eiðum, að við þektum vart slíkar viðtökur, með því við værum „úvanir" að heim- sækja slíka menn. Um óttuskeið var lagt af staö frá Eiðum upp á Vestdalsheiöi, síðasta áfanga ferðarinnar. Og að vörmu spori var hin fagra sveit hulin blámóðu að baki ferðamanna, en framundan lágu öræfin sveip- uö dimmgrárri sumarþokunni. Kl. 6 á mánudagsmorgun var komið til Seyðisfjaröar, allir í góðu skapi og heilir á húfi. Og Bragi var rík- ari eftir en áður — ekki af fje — heldur af góðum minningum frá glaðværum stundum. Hann hefir aukið við sína sögu og skreytt hana myndum minninganna. Og þessarar ferðar, ferðarinnar um Eiða og Atlavík, munu fjelt.gsmenn „Braga“ jafnan minnast með hlýj- um huga. J. A. Símskeyti frá frjettaritara Austf. f Rvík. 8/7. Kommunistauppþot í Reykjavfk. Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld var atvinnuleysið til umræðu. Jafnaðarmenn heimtuðu stórfeldar atvinnubætur og yrði strax tekið innanlandslán til þeirra. Heimtað V* úr ríkissjóði og önnur bæjar- vinna stóraukin. Borgarstjóri upp- lýsti að ekkert handbært fje væri hvorki í bæjarsjóði nje ríkissjóði. Bæjarvinna hefði verið eins mikil og mögulegt hefði verið, enda hefði bærinn aukið lausaskuldir um 400 þús. krónur síðan um nýár. Málinu var vísað til fjárhags- nefndar og skjótra álita aukafund- ar bæjarstjórnar, sem haldinn verður bráðlega. Kommunistum var bönnuð inn- ganga á fundinn. Söfnuöust þeir útifyrir með æsingaræðum og gauragan&i. Lögreglan varð að skerast f leik og ruddi þeim burtu. Dundi þá skothríð af möl og grjóti á lögregluna og gluggana Templarahúsinu, þar sem bæjar- stjórn heldur fundi sína. Flugu alt að hnefastórir steinar þvert um fundarsalinn og leituðu fulltrúar skjóls undir veggjum glugga milli. Upphlaup með æsingaræðum og óspektum hjeldu áfram alt kvöld- ið fram á nótt. Særðust 3 lög- regluþjónar og tveir menn aðrir. Mælt er aö bolsar hafi stofnað sjerstaka sveit til að berja á lög- reglunni. Rannsókn út af kommunista- uppþotinu. Ólafur Þorgrfmsson lögfræðing- ur hefir verið skipaður rannsókn- ardómari út af kommúnistaupp- þotinu sem varð í sambandi við bæjarstjórnarfundinn á fimtudaginn var. Samnlngar komnlr á mllli Kveldúlfs og sjómanna. Hf. Kveldúlfur bauö sjómönnum á togurum fjelagsins að lána þeim skipin endurgjaldslaust til síldveiöa í sumar og kaupa af þeim síldina á 3 krónur málið. Sjómenn höfn- uðu þessu boði, en í gær (mið- vikudag) tókust samningar um 214 króna mánaðarkaup og 3 aura premíu á síldarmál og nemur það um 33% lækkun frá í fyrra, mið- að við sama afla. Auk þess eru sjómenn skuldbundnir til að vinna frítt að útskipun á salti og kolum og hreinsun skipanna í vertíöar- lok. Verkamenn á Hesteyri fá 20% lægra kaup en í fyrra. Samningar standa yfir um að Kveldúlfur starfræki Sólbakkaverksmiðju Út- vegsbankans. Slglufjaröardellunni lokið. Á þriðjudaginn lauk deilunni sem staðið hefir um Síldarverk- smiðjuna á Siglufiröi, á þann hátt, að kaup verkamanna lækkaði um 17—20%. Sveinn Benediktsson sagði sig úr verksmiðjustjórninni, því hann vildi ekki standa í vegi þess, að verksmiðjan gæti starfað, en lýðæsingamenn á Siglufirði hafa æst verkamenn gegn Sveini. Ráðherra vildi ekki sleppa Sveini úr stjórn verksmiðjunnar, en hann hjelt fast við áform sitt. Óvíst hver eftirmaður Sveins verður, en talað um Jóhann Möller lögfræð- ing. Sauðnautin drepast. Oll sauðnautin í Qunnarsholti hafa drepist nema einn tarfur, sem enn tórir. Forsætlsráðherra kominn helm. Ásgeir Ásgeirsson er nýkominn heim. Hafði hann í för sinni sagt upp verslunar og siglingasamn- ingum við Noreg. Norskir samn- ingamenn eru væntanlegir hingað f þessum mánuði, og verður þá kjöttollurinn ræddur og önnur við- skifti þjóðanna. Afhending Leifslfkneskis. Mr. Coleman, sendiherra Banda- ríkja í Höfn, er kominn til Reykja- víkur til þess að afhenda fyrir hönd stjórnar sinnar líkneski Lcifs hepna, sem bráðlega verður af- hjúpað. Lög frá Alþingi 1932. (Niðurl.) Um breyting á 11. gr. hafnar- laga fyrir Vestmannaeyjar, nr. 60, frá 10. nóv. 1913. Um útvarp og birtingu veður- fregna. Um breyting á lögum nr. 63, 7. maí 1928, um varðskip landsins og skipverja á þeim. Um veiting ríkisborgararjettar. Um sölu á Reykjatanga í Stað- arhreppi f Húnavatnssýslu. Um Jöfnunarsjóð. Um sölu á nokkrum hluta heimalands Auðkúlu f Svínadal. Um barnavernd. Um skipun læknishjeraða, verk- svið landlæknis og störf hjeraðs- lækna. Um afnám laga nr. 17 frá 1930, um stofnun flugmálasjóðs íslands. Um breyting á lögum nr. 16, 14. júní 1929, um varnir gegn berklaveiki. Um lakningaleyfi, um rjettindi og skyldur lækna og annara, er lækningaleyfi hafa, og um skottu- lækningar. Um framlenging á gildi laga nr. 33, 7. maí 1928, um skattgreiðslu h.f. Eimskipafjelags íslands. Um breyting á hafnarlögum fyrir Reykjavíkurkaupstað, nr. 19, 11. júlí 1911. Um útflutning hrossa. Um hlunnfndi fyrir annars veð- rjettar fasteignalánafjelög. Um heimild fyrir ríkisEtjórnina að ábyrgjast lán til að koma upp frystihúsum á kjötútflutningshöfn- um. Um greiðslu andvirðls millisíld- ar úr búi Síldareinkasölu íslands. Um afnám laga nr. 33, 20. okt. 1905, um stofnun geðveikrahælis. Um viöauka við lög nr. 58, 14. úní 1929, um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra. Um ráðstafanir til öryggis viö siglingar. Um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að ábyrgjast rekstrarlán yrir Landsbanka íslands. Um vikauka við lög nr. 75 1919, um skipun barnakennara og laun ^eirra. Um breyting á lögum nr.81, 28. nóv. 1919, um sjúkrasamlög. Um heimild fyrir ríkisstjórniua til þess að ábyrgjast rekstrarlán ýrir Útvegsbanka íslands h.f. Um lax- og silungsveiði. Um breyting á lögum nr. 71, 28. nóv. 1919, um laun embættis- manna. Um viðauka við og breyting á ögum nr. 7, 15. júní 1926, um raforkuvirki. Um kirkjugarða. Um breyting á lögum nr. 37,8. sept. 1931, um heimild fyrir ríkis- stjórnina til ýmsra ráöstafana vegna útflutnings á nýjum fiski. Um heimild fyrir ríkisstjórnina til að leyfa erlendum manni eða fjelagi að reisa og starfrækja sfldar- bræösluverksmiðju á Austurlandi. Um lántöku fyrir rjkissjóð. Um breyting á fátækralögum, nr. 43, 31. maí 1927. Um breyting á lögum nr. 55, 27. júnl 1921, um skipulag kaup- túna og sjávarþorpa. Um gjaldfrest bænda. Um byggingarsamvinnufjelög. Um framlenging á gildi laga um verðtoll. Um breyting á lögum nr. 36, 7. maí 1928 (Gengisviðauki). Fjáraukalög fýrir árið 1931. Um breytingar á lögum nr. 58. 1931, um einkasölu ríklsins á tóbaki. Um bráðabirgöabreytingu nokk- urra laga. Fjáraukalög fyrir árið 1930. Um samþykt á landsreikningn- um 1930. Um bifreiðaskatt o. fl. Um heimild fyrir ríkisstjórnina til að leggja á tekju- og eignar- skattsauka. Fjárlög fyrir árið 1933. Um heimild handa ríkisstjórn- inni til aö ábyrgjast lán fyrir drátt- arbraut í Reykjavík. (Alls 74 lög). Þlngsályktanir: Um breyting á erfðalögunum. Um Hinn almenna mentaskóla í Reykjavík. Um ákvörðun á tölu starfs- manna við starfrækslugreinir og stofnanir ríkisins. Um fækkun prestsembætta. Um strandferðir, Um skipun milliþinganefndar til þess að íhuga og koma fram með tillögur um mál iðju og iön- aðar. Um lelgu á landi Qarðakirkju á Álftanesl. Um greiðslu fyrir Ijóslækningar styrkhæfra berklasjúklinga. Um verslunarsamninga við Nor- eg. Um skipun nefndar til aö gera tillögur um niðurfærslu á útgjöld- um ríkisins. (Alls 10 þingsálykt- anir). En alls voru mál til meðferðar í þinginu 189 samtals. sfra Guömundur Guömundsson, fyrrum prestur í Qufudal og kona hans Rebekka Jónsdóttir frá Qautlöndum, komu hingað með Lagarfossi í gærkvöld, í heimsókn til sonar síns, Haraldar Guðmunds- sonar, bankastjóra.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.