Austfirðingur - 29.10.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 29.10.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÖINQUI 3 AUSTFIRÐINGUR V i ku blaö Ritstjóri og ábyrgðarmaður Arni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. )00<3£>60<œ>00<SS>® Þaö er ekki ofsögum af því Sagt að óhug sló á flesta hugsandi menn hjer eystra í sumar, er sú ^egn barst, að í ráði væri að 'eggja niður Eiðaskólann nú í vetur. Eiðaskólinn er eina menn- 'ngarstofnunin, sem Austfiröíngar eiga, sem nokkra verulega sögu hefir aö baki. Á komandi vori eru 50 ár liðin frá stofnun skól- ans. Það þótti sjerstaklega sárt, aö skólinn yrði að leggjast niður ^egar háifrar aldar afmæli hans fór í hönd. En fjárhagsörðugleik- ar ríkisins og tómlæti Austfirð- inga rjeðu því að þessi ráðagerð var hafin. Urðu nú ýmsir menn til þess, að reyna að firra fjórð- Unginn því tjóni og þeim vansa, að loka yrði þessu menningar- setri. Hefir sú viðleitui borið hijög góðan árangur. Ríkisstjórnin. gerði það að skil- Vrði fyrir áframhaldandi rekstri skólans, að ekki ættu færri nem- endur en 20 vist í skólanum. Á 'h'Öju sumri var dauft útlit á, að þessu skilyrði yrði fullnægt. í fyrra vetur voru innan við 10 nemendur í yngri deild skólans. Þótt þeir hefðu allir komið aftur, þurftu 10—15 nýir nemendur að bætast við, ef starfsemin átti að haldast. En fyrir láu þá aðeins sárfáar umsóknir. Skólinn var settur fimtudaginn 20. þ. m. og árangur þeirrar starfsemi, sem hafin var hjer eystra um viðreisn skólans, varð sá, að ifm tuttugu nýir nemendur eiga nú vist í skólanum. Er það meiri aðsókn en verið hefir síð- ustu árin. Kennaralið skólans er: Jakob Kristinsson, skólastjóri, Þórarinn Þórarinsson, cand. theol. Ungfrú Anna Guðmundsdóttir frá Berufirði. (Kennir hún fyrir Guð- geir Jóhannsson, sem af heimilis- ástæðum fjekk leyfi til aö dvelja í Reykjavík í vetur). Ingólfur Krist- jánsson, ieikfimiskennari. Auk þess kennir frú Helga, kona skólastjórans, hannyrðir og Þór- hallur Helgason bóndi á Orms- stöðum smíðar. Páll Hermannsson selur nemend- um f»ði og kostar það kr. 1.60 á dag fyrir pilta, en kr. 1.30 fyrir stúlkur. Þegar þess er gætt að Eiðaskólinn er eini alþýðuskólinn á landinu, sem ekkert skólagjald hefir, en skólagjaidið annarsstaðar 100 kr. á ári, þá er Eiðaskólinn nú orðinn ódýrasti alþýðuskólinn á landinu. Auk þess spara Aust- firðingar ferðakostnað að mestu leyti, með því að sækja þennan Vilborg St. Stefánsdóttir frá Rauðhólum í Vopnafirði. Fædd 9. mars 1901. Dáin á Kristneshæli 15. ágúst 1932. Jarðsungin aö Hofi í Vopnafirði 25. s. m. —o— Nú fer í hönd sú árstíð, er fellir sumarblðmin, er fölva slær á hauðrið og ljóssins máttur dvín. — Jeg hlýði sem í draumi á andláts klukknaóminn, við angurblíðu hljómana vaknar minning þfn. I vermireitnum heima, er var svo einkar góður, sem viðkvæm jurt þú grerir, uns fullan þroska hlaust. Þar varstu sem í skóla hjá myndarlegri móður og margvíslegrar fræðslu I uppvextinum naust. Hún kendi þjer að starfa með glöðu, ljúfu geðl, hún gaf þjer veganestið, er aldrei síðan þraut. Hún kendi þjer að líta á lífið alt með gleöi og leiðarstjarna var hún á æfi þinnar braut. Þá syrti að í lofti. Af sjúkleik haldin varstu, en sigraðir að mestu og hreptir nýjan þrótt. En þjáningarnar ætíð með þolinmæði barstu — og þrekið muntu hafa til bænarinnar sótt. Já, heilbrigð var þín lífsskoðun, Ijett var þjer í geði, þú ljóðelsk Yarst og söngvin og áttir haga mund. Þótt biluð væri heilsan, þú brostir samt af gleði. — en bugaðist að lokum á þjáninganna stund. Þeir kalli sínu fagna, er lausnar biðu Iengi og landið fagra þráðu, er trúaraugað sjer, en blöktu sem á skari, með brostna vonastrengi. — Já blessað sje það dæmi, er öðrum gafstu hjer. Er hjelunóttin fyrsta um hauðrið lófum strýkur, þá hnfga oft að velli hin fríðu sumarblóm. Og enginn maður veit hvenær æfldögum lýkur, en allir verða’ að bfða þann mikla skapadóm. Hjer safnast heflr fjölmenni saman þig að kveðja, að sjá þjer búna hvílu og prýða Iegstað þinn, ef harmi lostna móöur það mætti hugga’ og gleðja, hve margir vildu strjúka’ ’henni hrygðartár af klnn. Hin yndislega sveit,. er þig ól í skauti sínu, þjer opnað hefir faðminn og þrýst að brjósti sjer. Með hðndum blfðrar móður er hlúð að dufti þínu og hlýjar eru kveðjumar. Friður sje með þjer. 25. ágúst '32. Guðfinna Þorsteinsdóttir. skóla f stað annara f fjarlægum hjeruðum. Skólinn hefir því kennarliði á að skipa, að hann þolir þar fylli- lega samanburð við alla aðra al- þýðuskóla landsins. Það má vera öllum mönnum óblandið gleðiefni að svo vel hef- ir ræst fram úr þessu skólamáli, og er vonandi að Austfirðingar ræki mentasetur sitt svo framveg- is, að ekki komi til mála að leggja það niður. Oddvitafundur um skuldamál. —o—■ Mánudaginn 17. október 1932 mættu á Fossvöllum eftir fundar- boði frá oddvita Jökuldalshrepps þessir oddvitar úr hreppum Norö- ur-Múlasýslu: Steindór Kristjáns- son úr Vopnafjarðarhreppi, Björn Sigbjörnsson úr Hlíðarhreppi, Jón Jónsson úr Jökuldalshreppi, Gunn- laugur Eiríksson úr Fellahreppi, sjera lngvar Sigurðsson úr Borg- arfjarðarhreppi og Sigurður Jóns- son úr Loðmundarfjarðarhreppi. Öllum oddvitum sýslunnar hafði verið boðaður fundurinn, en fleiri mættu ekki. Verkefni fundarins var að ræða um skuldir sýslubúa og gera álykt- anir þar að lútandi. Fundarstjóri var kosinn Gunnlaugur Eiríksson og skrifari Jón Jónsson. Efiir miklar umræður var samþ.: 1. að skoraá stjórn’ aog næsta Alþingi að gera alvarlegar ráð- stafanir til að ljetta af almenn- ingi þvi skuldafargani, sem er að sliga atvinnuvegi landsins. Sömuleiðis skorar fundurinn á stjórn og þing að hlutast til um að ekki sje seldar fasteignir manna nje gengið hart að fyrir vangreiðslu á afborgunum veðskulda, meðan kreppan stendur og undirbúin er stórum endurbætt veðlánalöggjöf. Ennfremur lítur fundurinn svo á, að stjórn og Alþingi beri að annast um, að vegna þjóðfjelags- ins verði aðför ekki gerð að fram- leiöendum, sem skulda, meðan verið er að ná skynsamlegri lausn um skuldamálin. 2. að fela oddvita Jökuldals- hrepps, Jóni Jónssyni á Hvanná, að leggja fyrir næsta sýslufund Norður-Múlasýslu erindi um að sýslunefndin geri alt, sem t hennar valdi stendur, til að greiða úr þeim vandræðum, sem almenn- ingur í sýslunni á nú við að búa. Er Jóni Jónssyni áHvannáfalið að skrifa þeim oddvitum, sem ekki mættu á þessum fundi, að senda á næsta sýslufund glöggar upplýs- ingar um hag manna, hver úr sínum hreppi. Gunnlaugur Eiríksson. Jón Jónsson. Steindór Kristjánsson. Björn Sigurðsson. V. I. Sigurðsson. Sigurður Jónsson. Símskeyti frá frjettaritara Austf. f Rvfk. Einar Jónsson fyrrum alþingis- maður látinn. Einar Jónsson, fyrv. alþingis- maður, á Geidingalæk druknaði í Rangá á Snjallsteinshöföavaði á laugardagskvöldið. Fór hann frá Snjallsteinshöfðatungu selnt um kvöldið og ætlaði heim. Á sunnu- dagsmorgun var hestur hans meö reiðtýgjum kominn heim að Geld- ingalæk. Var þá farið að leita Einars og fanst hann örendur á grynningu við árbakkann þeim megin. Stafur hans var rjett hjá og reis upp við bakkann. Ætla menn þvf að hann hafi mist staf sinn og ætlað að seilast eftir hon- um, en þá fengið aðsvif. Átti hann vanda til að fá aðsvif, einkum ef hann laut mikið. Innflutningur fsfiskjar f Þýska- landi. Tekist hefir að fá heimild fyrir innflutningi ísfiskjar til Þýska- iands og hafa íslendingar umráða- rjett yfir andvirðinu. Tveir togar- ar hafa selt þar nýskeð fyrir 18 —22000 mörk. Samningar við Breta. Viðskiftasamningar viö Breta útaf tollunum þar hefjast líklega seint í nóvember. Hefir stjórnin mælst til þess að þeir Ólafur Thórs og Jón Arnason semji fyrir vora hönd ásamt Sveini Björns- syni sendiherra. Sigurður Þöröarson sýslumaður dáinn. Sigurður Þórðarson sýslumaður er nýlega látinn. Var lík hans sent utan með Gullfossi til brenslu í Höfn. Askan verður síðan flutt heim til greftrunar. Alt eftir fyrir- mælum hans. — Þá er og látinn Guðmundur Bjarnason veitingaþjónn. Var bana- mein hans brjóstveiki.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.