Austfirðingur - 12.11.1932, Blaðsíða 4

Austfirðingur - 12.11.1932, Blaðsíða 4
4 AUSTFIRÐINiGUR lag hafði orðið um kaupgjaldið í atvinnubótavinnunni, sem líklega hefir verið aðaltilefnið til þessara æsinga og blóðsúthellinga. Og þá tilkynti líka lögreglustjórinn, að nú væri hann viðbúinn að bæla nið- ur þær óeirðir, sem verða kynnu!! Jeg hef sjeð götustráka snúa sjer við og „brúka munn“ þegar þeir voru úr allri hættu. Og mjer sýnd- ist að lögreglustjóri höfuðstaðar- ins bæri sig eitthvað líkt að. Jeg trúi hann heiti Hermann, lögreglu- stjórinn. Hann bar sig líka „her- mannlega“ á fimtudaginn — þegar alt var dottið í dúnalogn. En hitt var fremur löðurmannlegt, að tefia lögregluliðinu undir barefli vitstola og blóðþyrstra byltinga- manna. Og má mikið vera, ef ekkert hefst á slíkum mistökum. Hjer munaði víst mjóu, að lög- regluþjónar hlytu bana. Manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds, við aö heyra um meiðsl- in, sem þessir menn höfðu orðið fyrir. Og þó vár lýsingin stutt, sem gefin var í útvarpinu á fimtudagskvöldiö. Áður kvað lög- reglustjórinn hafa haft varalögreglu á takteinum, þegar óeirðir hafa verið á ferðinni. En nú hefir hon- um ekki fundist þörf á slíku. b>að hefir flogið fyrir, að í þetta sinni Hafi lögreglustjórinn fylgt byltinga- mönnum að málum (það er að segja í kaupgjaldsmálinu) og því ekki verið hræddur um sig per- sónulega. Þess vegna hafi hann ekki haft viðbúnað til að mæta uppreisninni, sem bæði hann og aðrir vissu að var í aðsigi. En það væri ekki fallegt ef satt væri. Annars var það ekki ætlun mín, að fara að ræða um þetta upp- reisnarfargan. Jeg vildi aðeins láta koma fram óánægju þá, sem marg- ir hafa látið í ljós yfir því, hvern- ig útvarpið brást, þegar mikið lá við. Mörgum foreldrum úti um land voru að óþörfu bakaðar þungar áhyggjur með þessari van- rækslu. En máske útrarpsstjórinn hafi verið í bíltúr? Og það er svo fátt starfsfólk hjá útvarpinu!! Útvarpsnotandi. Aflabrögð. Á Noröfirði hefir verið mokafli undanfarið, 10 bátar fengu 130 skpd í einum róðri alveg nýlega. Hjer á Seyðisfirði er nokkur afli, þegar á sjó gefur. Eru aflabrögð hjer á Seyðisfirði orðin alt að því í meðallagi. Stærri bátar hafa nú fiskað frá 140 upp í 300 skpd, og trillubátar frá 30 upp í 80 skpd, síðan vorvertíð byrjaði hjer. Síld hefir nokkuð veiðst á Mjóa- firði. Hafa bátar hjeðan farið þang- að suður til veiða, bæði ms. Fornólfur og mb. Ása. Er búið að salta hjer um 200 tunnur, aðallega millisíld. Hjer í firöinum hefir ekki veiðst neitt að ráði ennþá, en menn vænta þess að síldin komi þá og þegar hingað. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman af sóknarprestinum Unnur Júlíusdótt- ir og Þórir Björnsson. Dánarfregn. Fyrir skömmu andaðist húsfrú Guðrún Magnúsdóttir í Jórvík, kona Þórarins Jónssonar bónda þar. Merkiskona vellátin. Druknun. Nýlega hvolfdi bát í lendingu á Skálum. Á bátnum voru 7 menn og komust 6 þeirra af, en einn druknaði. Hann hjet Jón Karlsson frá Norðfirði, rúmlega hálfþrítug- ur að aldri. Keypti hann í fyrra ásaint fjelögum sínum, eignir þær er Jón Guðmundsson átti á Skál- um og'rak þar útgerð og verslun. í fyrra vetur Ijetu þeir fjelagar smíða vjelskipið „Hafölduna", sem er eitthvert fullkomnasta fiski- skip, sem gert er til veiða á Aust- fjörðum. Jón heitínn var mesti dugnaðarmaður. Hann var kvænt- ur Sigríði Vigfúsdóttur frá Stöð. Sæsfmaslit. Sæsíminn milli Færeyja og ís- lands hefir verið slitinn undan- farna viku og mun slitið á að giska 6 stunda göfuskipsferð út af Seyðisfirði. Sæsímaskipið Edouard Svenson kom hingað í gær og bíður þess að veður stillist, svo að viðgerðinni verði lokið. Skip- ið er 2000 þús. tonn á stærð og hefir 50 manna áhöfn. Utanáskrift frú Solveigar ekkju Jóns Stefáns- sonar er Mrs Solveig Stefánsson 2011 W. Lanvale St. Baltimore, Md„ U. S. A. Jeg undirrituð tek að mjer að línsterkja. Hildur Jónsdóttir Vesturveg 4. 1 herbergi til leigu frá 1. desem- ber í Vesturveg 4. Z íslensk frímerki kaupi jeg ávalt hæsta verði. Biðjið um innkaupslista minn. Jónas Hallgrímsson Skólavörðustíg 3, Reykjavík. Vetrarmaður óskast á gott sveitaheimili nú þeg- ar. Upplýsingar gefur Þórarinn Benediktsson. AKRA-smjörlikl e r b e s t. — Framleiðandi* H.f. Smjörlíkisgerö Akureyrar. Umboðismaður áSeyðisfirði N. 0. NIELSEN, ae hefir ætíð Wrgðir fyrirliggjandi. Styðjið íslenskan iðnað. Kaupið Akra. Prentsm. Sig. Þ. Guömundssonar. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ákvörðun skiftafundar í þrotabúi Stefáns P. ' Jakobssonar, kaupmanns á Fáskrúðsfirði, verða úti- standandi skuldir búsins, kr. 75.638.32 að nafnverði, seldar á opinberu uppboði, sem fram fer á skrifstofu sýslunnar á Eskifirði laugardaginn 19. þ. m. kl. 2. e. h. Söluskilmálar og listi yfir skuldirnar er til sýnis hjer á skrifstofunni. Skrifstofu Suður-Múlasýslu 5. nóvember 1932. Magnús Gíslason. áOj^a^ria/nf^uh £L& ^a^ÍtiQ&UfnÍAv^ó Munið fundinn í Klettafrú kl. 4 % d morgun.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.