Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 12.01.1927, Blaðsíða 2

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 12.01.1927, Blaðsíða 2
2 VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS ugt er, að starfa að verklýðs- málunum, hverju í sínu umdæmi. Þegar slík sambönd eru komin á um alt land, hefir sumum dott- (ið í hug, að þau væru sjálfkjörin til að létta að miklu leyti yfir- stjórn beinna verklýðsmála af sambandsstjórn, og bæta þannig úr þeim ágalla, er nokkrir telja vera á fyrirkomulagi okkar, að yfirstjórn stjórnmála og verklýðs- mála skuli vera sameinuð hjá Al- þýðusambandinu í stað þess, að hjá nágrannaþjóðunum er þetta aðgreint. En ekki má gleyma því, að samtökin eru styrkari hjá einni yfirstjórn, ef sæmilega tekst for- ustan. Og reynslan er vitanlega ekki enn fengin um það, að hvaða gagni fjórðungssamböndin geta komið. Vinnudeilur. Sambandsstjórn tók að sér yfir- stjórn vin udeilu, er verkakvenna- félagið „Framsókn“ í Reykjavík (átti í við atvinnurekendur á síð- ast liðnum vetri. Var sú deila allhörð, og voru verklýðsfélög víðs vegar á landinu kvödd til stuðnings. Verkamannafélagið „Dagbrún“ gerði samúðarverk- fall, og stóðu menn þar prýðilega saman. Deilunni lauk með því, að samningar náðust um deiluat- riðin, og var sá samningur að áli.i sambandsstjórnar aðgengi- legri kjör en þau, er útvegsmenn ætluðu sér að skapa verkakonum. Fundarhöld. Sambandsstjórnin heíir haldið alls um 60 fundi á tímabilinu mil'i þinga auk þess, sem nefndir úr herni hafa átt með sér marga fundi. Stjórnin leggur nú störf sín fyr- ir sambandsþingið, er leggur sinn dóm á þau. Ég kvíði því eigi, að sá dómur verði harður, því pð ég þykist mega fullyrða, að það hafi verið eindreginn vilji sambandsstjórnarinnar að efla samiök alþýðunnar og treysta þau á alla lund. Og ég vil líka vona, að sambandsþingiru sýnist, þeg- ar það heíir a hugað gerðir stjó n- arinnar, að henni hafi orðið nokk- uð ágengt. Itaaldlð og verklýðssamtökin. Ré;t eftir síðasta bæjarstjórnar- fund um fjárhagsáætlunina, skömrnu fyrir jól, kom greinar- lltorn í „Morgunblaðinu“, ritað af Val'.ý Steíánssyni, um „styrktar- sjóð verkamanna- og sjómanna-fé- laganna í Reykjavik", sem hann ranglega ka'lar „slysatryggingar- sjóðinn". Var þar reynt að láta líta svo út, sem íhaldið í bæjar- stjórnin i vildi alt fyrir sjóðinn gera, en verkamanna- .foringjarn- ir“ spiltu þvi. Var þá skorað á mig af Valtý að svara þessu, en ég lét það í bi'i eins og vind um eyrun þjóta. Nú er í fimtudags- blaði „Morgunblaðsins“ sams kon- ar grein, og er því rétt að skýra rnálið enn einu sinni, þó að allir sam'aka verkamenn, sjómenn og Verkakonur hér í bæ þekki það fút í æsar. Samkvæmt skipulagsskránni, samþyktri af bæjarstjórn og ríkis- stjórn, er sjóður þessi undir yfir- stjórn félaga þeirra, sem eru í Alþýðusambandi Islands og engra annara. Sjóðurinn er rúmar 100 þús. kr., og er mestum hluta vaxt- anna úthluíað til þeirra meðlima þessara verklýðsfélaga, er verða fyrir langvarandi heilsuleysi eða slysum. Auk þess leggja félögin það á sig, að greiða í sjióðinn ár- lega eina krónu á meðlim hvern til þess að auka upphæð þá, sem árlega sé hægt að úthluta, og nemur sú viðbót rúmum 2800 kr. árlega. Styrktarsjódur verka- manna- og sjómanna-félagcnna í Reykjavík er pví, eins og nafníd ber med sér, bwulinn víð pau fé- lög cingöngu og ekki meiri ástæða til að verja tekjurn hans til ann- ara, heldur en að taka sjóð Sjúkrasamlagsins eða Liftrygging- arsjóð embættismanna og úthluta þeinr til hvers, er á þyrfti að lialda. Við alþýðufulltrúarnir i bæjar- stjórninr.i höfum nú hvert árið eftir annað kraíist þess, að bæj- arfélagið styrkti þessa viðleitni verklýðsfélaganna til að hjálpa meðlimum sínunr með fjárfram- lagi úr bæjarsjóði, líkt og Sjúkra- samlagið o. fl. er styrkt. Fyrst feldi Ihaldið í bæjarstjórn þessa til'.ögu okkar; síðar samþykti það hana í tvö ár, en með því skil- yrði, að allir verkamenn og verka- 'konur í Reykjavík, pó að í cngum félagsskap vœru, gætu gegn 1 kr. árstillagi fengið fullan rétt til út- hluíunar úr sjóðnum, með öðrum orðum: fyrir baunaskerfinn, 6000 kr. á ári til sjóðsins, áttu verk- lýðsjélögin að afsala sér frum- burðarrétti sínum að pessum 100 pús. kr. styrktarsjóði verkcimanna- og sjómanna-félaganm l Reykja- vík. Skilyrðið var svo ósvífið, að furðu gegnir, að þeirra eigið blað skuli halda því á lofli. Þessa skilyrðisbundna fjár- styrks úr bæjarsjóði hefir auð- vitað aldrei verið vitjað. Þó hefir verið borið upp í öllum verk- lýðsfélögunum, hvort skuli geng- ið að skilyrðinu, og liöfum við, bæjarfulltrúarnir ekki lagt þar neitt til málanna. En verklýðssam- tökin sjálf hafa auðvitað í einu hljóði hafnað pví að láta fara pannig með s:g af Ihaldinu. Verkalýðurinn hér í bænum læt- ur ekki villa sér sýn í- svo aug- Ijósu máli. Ihaldið reynir að bera því við, að verklýðsfélögin séu pólitísk fé- lög. Nú er það svo, að aldrei hef- ir neinum manni verið bönnuð inntaka né neinn rekinn úr fé- lögunum fyrir ákveðna pólitíska trúarjátningu, svo að sannfæring- arfrelsið í því efni er þar sams ikonar og í alópólitískum félögum. Hitt, að örfáir menn hafi verið reknir úr félögunum fyrir skuld- ir, rógburð eða illmælgi um fé- lagsskapinn eða einstaka meðlimi ihans eða fyrir svik í kaupdeilum, er ekki nema eðlilegt, og sams konar brottrekstur á sér stað í sérhverjum félagsskap hér á landi. Ihaldið geíur því ekki notað þessa átyllu til að neita um styrk vegna sjúkdóma og slysa hjá félags- mönnum. Aftur á móti má ef til vill segja, að hver sá félagsskap- ur, sem ætlar sér að hafa einhver áhrif á löggjöfina, sé pólitískur, og verklýðsfélögin ætla sér það á margvíslegan hátt. En þá má með svipuðum rétti segja, að sjúkrasamlögin, Goodtemplara- reglan o. fl. o. fl. séu pólitísk fé- lög, og liefir þó ávalt verið viður- kent, að veita ætti styrk til starf- semi þeirra félaga. Hefir íhaldið því enga afsökun í máli þessu. Auðvitað er það sjálfsagður hlutur, að bæjarfélagið eigi eft- ir rnegni að styðja að því, að bæj- armenn tryggi sig fyrir heilsu- Ieysi og slysum, og hvar sein það er reynt með félagsskap, eigi að styðja það tiltölulega úr bæjar- sjóði. Er því engin réttmæt ástæða til fyrir Ilialdið í bæjarstjórn að neita félögunum um slíkan styrk. Jafnvel pó að hver meðlimur peirra vœri stœlcur mótstöðumað- ur Ihcildsins, e'.ns og senwlegt er, vœri styrliurlnn jafnsjáljsagður, enda væri hægt að láta hvern þann annan félagsskap, sem upp kæmi í bænum meÖ svipaða styrktarstarfsemi, fá sams konar styrk, og gætu þá þeir, sem ekki vildu vera í verklýðsfélögum, skipað sér einir í slíkan félags- skap. Við hinu er aftur ekki að búast, að verkamenn sjálfir láti kaupa sig til að sundra sínum eigin félagsskap né afsala sér tryggingarsjóði félagan ia og það til þess eins að fá nokkru meiri fjárfúlgu til úthlutunar ásamt peim, sem ekki hafa vit cða rænu á því að ganga í stéttarfélögin, ekki sizt, er alt utanfélag ifólklð getur hve nœr, sem er, gengið í verklýðsfélögin og pann'g orðið styrksins aðnjótandi. Svo augljós er sanngir: iskrafan um opinberan styrk, að jafnvel alpingi, eins og pað er skipað, hefir fallist á hana og ve'.tl j ðn- um á fjárlögum síðast liðið ár 5000 kr. styrk, eins og rétt var. Alþingisíhaldið í heild nn i h fir ekki treyst sér að ganga á móti slíku rnáli, og mun þó vari hafa skort viljann. En bæjarstjórnarí- haldið er þetta magnaðra. Það er hverjum manni skil an- legt, að hér kemur fram h á iha d- inu hámark kúgunara dans og flokksofstækisins, er n ðs er á öllum samtaka verkalýð í bæn- um vegna þess eins, að v.-rk- lýðsfélagar eru yfirleitt hö ðu tu andstæðingar Ihaldsins Þ- ss vegna rná ekki styrkja þá, er þeir verða fyrjr slysum eða heilsuleysi, nema því að eins, að þeir afsali sér umráðunum yfir sjóði sinum og sundri félagsskapnum um þessar tryggingar. Svo langt gengur, thaldið nú, að pað sting- ur upp á pvl, að bœjarfélagið veiti peim einum styrk vegna heilsu- leysis og slysa, sem ekki eru í verklýðssamtökunum, peim, sem ekkert hafa hingað til gert til að bjarga sér sjálfir, eti veiti peim engan styrk, sem í samtökunum eru. Þessar aðfarir íhaldsins hér í bænum sýna kúgunarpólitík þess í allri nekt sinni. En öllum má ofbjóöa, og sem betur fer hafa augu svo margra manna nú upp á síðkastið opnast fyrir því, hvernig Ihaldið beitir valdi sínu, að því verður við næstu kosning- ar varpað út í hin yztu myrkur. Héðinn Valdimarsson. Kauplækkunartilraun afstýrt í Hafnarfirði. „Edinborgar“-verzlun heíir ís- töku og frystihús í Hafnarfirði. I fyrra morgun var byrjuð ístaka á ístjörninni þar. Voru 90 aurar boðnir. Fengust 16 menn, og byrj- uðu þeirvinnuna. Þá fóru Ieiðlogar verkamanna í Hafnarfirði á fund þeirra og töluðu við þá. Hættu þá allir vinnu þessari nema 4 menn. Leið svo til hádegis. Eftir hádegið bættust 2 eða 3 níutíu- aura-menn við í ístökuna. Þá fóru leiðtogar verkamanna á fund manns þess, er stóð fyrir henni. Sá hei;ir Beinteinn Bjarnason. Voru honum gerðir tveir kostir: að hann léti hætta ístöku þess- ari eða að liði yrði safnað og hún stöðvuð. Var honum gefinn klukkustundarfrestur til umhugs- unar. Þá tók hann eða þeir, er fyrir kauplækkunaríilraun þessari stóðu, þann kost, að láta hætta ís- tökunni, og hefir ekki verið tek- inn ís þar síðan. Þannig létu hafnfirzkir vérka- menn ekki kúgast til kauplækkun- ar. Taxti þeirra er, eins og áður hefir verið skýrt frá, 1 kr. 20 aurar um klst. í dagvinnu, og er það sízt of hátt. — Bæjarvinnan þar er talsverð og auðvitað unnin fyrir kauptaxta verkamanna. 7. jan. Bamilagabplótnr dæmdnr. Sigurður Berndsen kaupmaður, Bergstaðastræti 8A, hefir verið dæmdur fyrir margítrekaða, ólög- lega áfengissölu í 120 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi og 2 þúsund króna sekt í rikis- sjóð. Sé sektin ekki greidd, er hann til vara dæmdur í 65 daga einfalt fangelsi að auki.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.