Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 08.06.1927, Qupperneq 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 08.06.1927, Qupperneq 3
VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS 3 Prentsmiöjan „Acta“ kr. ‘Í5,00 (Ölafur Thors er talinn vera einn hluthafinn í henni) „ísaga“ h.f. Núil Axel I. Dahlstedt, veitingamaður í „Fjallkonunni" kr. 60,00 en ekkert útsvar. Magnús Kjaran kaupm. — 3,80 Lárus Jóhannesson hæsta- réttarlögmaður — 1,30 Tekju- og eigna-skatturinn var birtur í samsulli eins og áður, þrátt fyrir ályktun, er áður hefir verið gerð á alþingi, þar sem rík- isstjórnin var ámint um að láta halda þ:im aðgreindum á skránni; en íhaldsstjórn fer ekki eftir slik- um „smámunum" sem alþingis- samþyktum, ef þær koma í bága við óskír eignastéttarinnar. yAiiðu sætin‘. Tekju- oej eigna-skattgrelðsla togai'afélagamia ,KveMúlfsS tiíslands“, ,Aira fs*óða‘, ,Njai*ð- ar‘, „Oturs“, „Defensors“, nHrannar“ og „Draupnis“. Hvað greiðir stórútgerðarfélagið ,,Kveldúlfur“ í tekju- og eigna- skatt? Margir, sem blaðað hafa í skattaskránni hér í höfuðstaðn- um þá fáu daga, sem hún var almenningi til sýnis, — og þó að eins í einu eintaki —, hafa sjálfsagt gætt að nafni þessa félags, og sennilega sumir hugsað Um leið til þessa „máttarstólpa Þjóðfélagsins", sem Ólafur Thors, formaður „Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda" og um eitt þing formaður sjávarútvegsnefndar nebri deildar alþingis, stjórnar við fjórða mann. Það er ekki svo lítið, sem auðvaldsblöðin eru búin að básúna framtak einstaklingsins og ekki sízt þeirra „framkvæmda- manna“, er standa að þessu fer- höföaöa hlutafélagi með 5 togur- um, félaginu, sem er fyrirferðar- mest þeirra allra, fisksölufélaginu, sem langstærst er hér á landi, eiganda stórkastala og landeigna. — Það er að vonum, að menn ætlL að slíkt félag mjólki ríkis- sjóðnum drjúgum í tekju- og eigna-skatti. En — hvað var þetta? Hvar var úofn hins mikla „Kveldúlfs", sem ei svo gæfusamur að eiga slíkan ”fmmkvæmdaman'n“ sem Ólaf "Hiors að æðsta ráði? Það gat þó ekki verið, að það vantaði! — Ekki bar þó á öðru. Nafn þess Var hvergi að finna. Sœíid var outt. H.f. „Kveldúlfur14 greiðir ekki ejön einasta eyri í tekju- né efgna-skatt. Pad greiddi heldur engan egri í fyrra, ekki tvíeyring. Hver á þá eignirnar, sem „Kvéldúlfur" er talinn eiga, ef ekki hann sjálfur? En ef hann á þær, hvernig getur hann þá slopp- ið hjá eignaskatti? Ef hann hins vegar riðar við falli, — eins og helzt lítur út fyrir, ef dæma á eftir „auða sætinu", en gæti þó varla stafað af framkvæmda- stjóraskorti —, hverja ávexti ber þá slíkt einstaklingsframtak fyrir afkomu ríkisheildarinnar? Hefir félagið engar tekjur haft þessi tvö síðustu ár? Eða hvar er ella tekjuskattur þess? Hann er ekki að finna. Sætið er autt. Nafnið vantar á skrána. — Hvað eru þeir margir, sem halda, að útkoman befði orðið lakari, ef út- gerðin hefði verið þjóðnýtt? Getur hún yfirleitt verið öllu lakari en eyða annað árið og glompa hitt árið í skattaskrá þjóðfélagsins? Hver er tekju- og eigna-skattur togarafélaganna „Ara fróða“, „Njarðar“ og „Oturs“? — Sá sami og hann var í fyrra. Enginn. Sætin eru aftur auð. Hver er skattur togarafélagsins „Islands", eiganda tveggja tog- ara? — Ehki einn eyrir. — Hvað greiða togarafélögin „Defensor“, „Hrönn“ og „Draupnir” í tekju- og eignaskatt? — Enn er sama svarið. Ekki svo mikið sem tvi- eyring. Útk'oman er þá þannig: Að eins helmingur togarafélaganna greiðir skatt. Þar af ein þrjú yfir 300 kr„ fjögur frá kr. 275,20 til kr. 110,90, eitt undir 50 kr. — og „Kveldúlfur" (5 togarar) Núll. „lsland“ (2 togarar) Núll. „Ari fróði“ Núll. „Njörður" Núll. „Otur“ Núll. „Defensor" (útgerðarfélagið) Núll. „Hrönn“ Núll. „Draupnir“ Núll. Af meira en helmingi togaranna í höfuðstaðnum er skattgreiðslan: NúU. Þeir af ykkur, sem trúið fagn- aðarboðskap einstaklingsframtaks- ins og einkareksturs stórútgerð- arinnar, dáendur hlutafélagaskipu- lagsins! Fallið fram á ásjónur ykkar og syngið stjórninni á „Kvöldúlfi" fyrst og fremst og þar næst á hinum sjö systkin- um hans í „auðu sætunum“ lof og dýrð. Vitnið um „máttarstólpa þjóðfélagsins", sem beri skatta- byrðina fyrir alþýðuna. Beygið ýkkur í hnjáliðunum fyrir stjórn- vizku Ólafs Thors, sem ljómar svona skært fyrir augum ykkar, um leið og hann ásamt Jóni Ól- afssyni hamast á alþingi gegn þeirri ógegnd(!), að hásetunum á þessum sömu togurum sé tryggð 8 stunda hvíld i sólarhring. En — ef þið skylduð vera í kað þarf að hreinsa burt úr aarnaskólunum þær námsgreinir eða það námsefni, er ég kalla óautt bóknám, en í stað þess þarf að koma meira starf, meiri lík- arnsmentun, meira af heilbrigðu ói innan skólaveggjanna. En hér 1113 Þó um fram alt ekki gleyma Surnarnámi barncmna og eftirliti ^cð þrim á sumrin, því námi, er hefi sérstaklega gert að um- ^lsefni í þessari grein. Hér hefi ég ritað all-ítarlega um eina þátt þessa sumarnáms, skóla- Sarðana, en J)ó má enginn ætla, að ég einblíni á þá eina. Skólagarðamálið er stórmál á sviði fræðslu og uppeldis og hefir þegar hlotið viðurkenning og fylgi nágrannaþjóða vorra. Yfirstjórn fræðslumálanna á Is- landi og aðrir Islendingar, er um uppeldismál hugsa, verða því að gefa því gaum. Skálholtsbiskupinn nýi. „1 margar aldir litu Árnesingar upp til Skálholtsbóndans," segir „Tíminn", þegar hann skýrir frá því, að Jörundur Brynjólfsson æt!i að bjóða sig fram í Árnes- sýsiu. Það lítur helzt út fyrir, að blaðið sé farið að halda, að Jör- undur sé orðinn biskup við það að búa í Skálholti(!). vafa, þá takið ykkur a. m. k. fáeinna mínútna frest til að hugsa sjálfir, áður en þér varpið öllum áhyggjum upp á Jón Kjartansson og Valtý og áður en þið leitið svarsins í út-„Verði“ Ólafs Thors. Dánumenska íhaidsmanna i Stykkishólmi. Síðast hðinn vetur var háð all- hörð kaupdeilu í Síykkishólmi við atvinnurekendur þar. Af hálfu verkamanna og verkakvenna var' valin fimm manna nefnd til gamn- inga, þrír karlmenn og tvær kon- ur, og af hálfu atvinnurekenda önnur nefnd. Viðskifti þessara nefnda fóru fram á kurteisan hátt, þó að meiningamunur væri all- mikill. Kaupdeila þessi endaði með sigri verkafólksins í öllum aðal- atriðum. En hvað gerist svo? Þessar tvær konur, sem í samn- inganefndinni voru, eru útilokað- ar frá vinnu hjá atvinnurekendum að einum undan teknum, sem hefir yfir minstri vinnu að ráða í plássinu (Kaupfélagið). Ástæður þessara kvenna voru þær, að önnur stúlkan er aðal-aðstoðin hjá heilsulausum manni, sem á fjögur börn, er ráðskona hans og hjálpar honum til að annast upp- eldi barnanna. Hin stúlkan elur önn fyrir börnum systur sinnar, sem er dáin. Bláfátækt ríkir hjá þeim báðum. 1 báðum þessum til- fellum sýna konur þessar fórn- fýsi gagnvart vinum og ættingj- um, sem ekki er alment, og að síðustu ganga þær fram fyrir skjöldu kynsystra sinna í kaup- deilu. Burt séð frá stjórnmála- skoðunum skyldu menn ætla, að ihaldsmönnum hér, atvinnurekend- um, þætti vanvirða að grípa til annara eins meðala og þessara, sem er að setja stúlkur þessar í svelti og börn þau, sem þær ala önn fyrir. Hugtakið mannúð — að ég ekki nefni kristilegt hugar- far — virðist vera hér á lægsta stigi hjá þessum herrum. Mér dettur í hug vísa skáldsins: „Illa berðu fötin fín, >flestum hættulegur. Það er á milli manns og þin meira en húsavegur.“ Dæmi þetta, sem hér er nefnt, er að eins lítill hluti af þeim ómannúðarverkum, sem atvinnu- rekendur vinna og hafa unnið, enda er nú svo komið, að fólki fækkar hér árs árlega, — flýr burt frá harðstjórn og volæði. Atýinnulífið er í kalda Troli. Hið marglofaða framtak einstaklings- ins hefir ekki sýnt sig hér. Hér heldur íhaldið dauðahaldi í alt gamalt, feyskið og fúið. Fólkinu er haldið á skuldaklafa og þar með reynt að kaupa sál þess og líkama og gera sér það undir- gefið. Upp úr þessu díki drott- invalds íhaldsins vill verkalýður- inn reisa sig, og hann er þegar byrjaður. En því miður er verka- lýðurinn enn þá ekki nógu skiln- ingjgóöur á það, að hann sjálfur veröur að slá skjaldborg um trún- aðarmjnn sína, þá menn, sem eru að vinna fyrir þá mestu trúnað- arverkin, eins og dæmið hér að framan greinir, — því að atvinnu- rekendurnir með íhaldssálinni virðast enga siðfræði þekkja í >essum efnum. Því er það verka- ýðsins hér að láta slíkt ekki íoma fyrir aftur og kippa þvi í lag, s un orðið er. Sthólmi. Kunnugur. | Viímútpía AlMðublaðsins j | kemur út á hverjum miðvikudegi. j í Afgreiðsla og skrifstofa er í Al- ; | þýðuhúsinu, Hverfisgötu 8, Reykja- ! j vík, símar 988 og 1294. Verð ár- ; < gangsins er 8 kr. Auglýsingar j j kosta 15 aur. hver mm. eindálka Togarastjórarnir ísíirzku auoivsa glópsku sína. Bærinn lækkarfiskverkunarkostn- aðinn að miklum mun. Atkvæðagreiðslan um bæjarstjóra (Símtal við ísafjörð 30. f. m.) Atkvæðagreiðslan um sérstak- an bæjarstjóra fór þannig, að 198 sögðu já, en 140 nei. [Var það felt, því að tvo þriðju hluta þarf til samþyktar.] Atkv.greiðslan fór fram 28. f. m. Bærinn hefir gert togarafélögun- um tilboð um fiskverkunarsvæði i Neðstakaupstaðnum fyrir kr. 1,25 á skippund fiskjar, þar með talin húsaleiga, geymsla fyrir kol og salt og fiskverkunaráhöld. Mun þetta vera eindæma gott tilboð,, hvar sem leitað er á landinu. Með þessu lága tilþoði bæjarins hefir verkunarkostnaðurinn rerið lækk- aður mjög mikið, svo að á stór- fiski mun hann þar fyrir vera kominn niður í 15—17 kr. á skpd. Svo hefir þó undarlega við hrugð- ið, að ráðendur togaranna vilja heldur láta verka fiskinn annars staðar, þó að verkunin sé þar dýrari og í alla staði óhentugri. Hafa þeir síðan auglýst bjána- skap sinn í „Mgbl.“ og samvizku- leysi gagnvart lánardrottnum og hluthöfum. Nú hafa togarafélögin leígt Edinborgareignlna af Islands- banka, og lítur út fyrir, að fyrir- tæki, sem Landsbankinn leggur fé í, sé þarna farið að hlynna að íslandsbanka sér í skaða. Hefir útibú Landsbankans heldur en eklri rétt Islandsbanka þarna bróð- urhönd. — Annars er það um Neðstakaupstaðareignina að segja, að nú stendur í samningum um leigu á henni, en hitt er ekkert undarlegt, þótt ekki sé hægt að leigja eignina á miðjum veiðitíma. Kaupsamningar á Siglufirði o. fl. (Símfregn 1. þ. m.) Verkamenn gerðu kaupsamning í dag við dr. Paul, sem hefir verksmiðjurekstur á Siglufirði. Samningurinn gildir til 15. júlí. Kaupgjaldrö er 60 kr. á viku fyrir 9 stunda vinnu á dag. Eftirvinna greiðist með kr. 1,20 um stundina. Lausavinna 1 kr. um klst. í dag- vinnu. Eftir 15. júlí er í ráði, að kaupið hækki við alla vinnu. Er þegar hafinn undirbúningur undir þá samninga. Mokafli er á vélbáta, 4—8 þús. pund í róðri. Togarinn „Belgaum" var hér í gær með 100 tunnur lifrar; tók hér salt. ís er sagður á djúpmiðum, er reki til lands. — „Kikhósti" geisar. Töluverður ungbarnadauði Vorvertið er nýbyrjuð á Siglufirði. Hafa sumir bátar fengið 3000 pd. af þorski. Smásíld og eitthvað af millisild veiðist í lásnætur inni á Eyjafirði tii beitu. (Eftir símtali 29. f. m.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.