Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 13.09.1928, Blaðsíða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 13.09.1928, Blaðsíða 1
Vikndtgðfa Alpýðublaðsins Gefin út af Alþýðnflokknnm. II. árgangur. Reykjavík, 1.1. september 1928. 36. tölublað. Samanburður á launagreiðslum af apinberu fé til 13 manna árið 1926. 1. Aðalbankastjóri íslandsbanka: Laun. 3. Skrifstofustjóri i stjórnarráðinu: a. Embættisi. með dýrt.- & aldursuppbót kr. b. Laun fyrir aukastörf 3. Háskólaprófessor: a. Embættisl. með dýrt. & aldursuppbót b. Laun fyrir aukastörf 4. Forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins: a. Laun b. Launauppbót 5. Fulltrúi i stjórnarráðinu: a. Embættisl. með aldurs- & dýrt.uppbót - b. Laun fyrir ankastörf '6. Ráðherra: Lögmælt laun (auk friðinda for- sætisráðherra og pingfararkaups). 7. Barnakennari i Reykjavík (nýskipaður): Laun og dýrtíðaruppbót 8. Prestur í sveit (nýskipaður): Laun, dýrtiðaruppbót og heimatekjur -9. Simritari I. fl. i Reykjavík: Laun og dýrtíðaruppbót SO. Aðstoðarmaður á pósthúsinu: Laun og dýrtíðaruppbót 11. Barnákennari í kauptúni (nýskipaður): Laun og dýrtíðaruppbót 32. Miðstöðvarstúlka í Reykjavik (nýskipuð): Laun og dýrtiðaruppbót 13. Verkamaður í rikissjóðsvinnu: a. Kaup í 7 vorvikur 65 aura á timann b. — - 10 sumarvikur 100 au. á tímann - c. — - 7 haustvikur 65 aura tímann Kr. 40 000,00 9 030,00 11 590,00 - 20 530,00 9 030,00 12 128,34 - 21 158,34 15 000,00 3 000,00 - 18 000,00 6 860.67 8 558,00 - 15 418,67 12 500 00 - 3137,50 3 167 78 3012,00 - 2 677 33 - 2175,33 - 1 506,00 273,00 600,00 273,00 - 1,146,00 Þetta ár vax dýrtíðaruppbótin liðl. 67 °/« Næsta ár lækkaði hún mikið og tiltöhilega mest af lægstu laununum. Kaup verkamanna lækkaði pó mest, eða, par sem' lægst var niður í 85 aura um tímann að sumrinu og 50 aura um timann vor og haust. Athugið pennan samanburð vel. Þá sjáið þið „spamað“ íhalds- ins. Slysfarir á sjó. Sjórinn hefir jafnan tekið þung- an skatt af íslenzku þjóöin/ni, enda hafa Islendingar sótt sjó geysi-kappsamlega, bæði fyrr og síðar. Fyrir tiltöluiega fáum árum vom fleyturnar, er sjómennimir íslenzku notuðu við veiðar, litl- ar og ódýxar. Var þvi sízt að Undra, þó að slysfarir á sjó væru alltíðar, svo fast sem sóttur var sjórinn. Nú hafa Islendingar eign- ast betri s'kip og stærri — og eiga þeir nú, þar sem togararnir em, hin fullkomnustu fiskiskip, ®em nú tíðkast með nokkurri Þjóð. Um allmargra ára skeið lán- aðist svo vel á togurunum, að sársjaldan bar við, að togari strandaði — og alls ekki kom fyrir, að nokkur þeirra færist á rúmsjó. Töldu menn líf sjómanna sæmilega trygð, og sumir menn héldu því Sram, að togari gæti vart farist á rúmsjó. En með ár,inu 1925 skiftir um. Tveir togarar farast úti á hafi, og með þeim margiT tugir hinna vöskustu drengja. 1926 strandar togarinn „Ása“ og svo hver af öðrum: „Ása“, „Eiríkur rauði“, „Austri" og „Jón forseti" — og loks sökk „Menja“ í vor í blíð- skapameðri úti -á rúmsjó, án þess að hún rækist á skip eða ís. Það væri von, þó að skelfing gripi þjóðina, er hún athugar, hversu togurunum hefir vegnað undanfarið. I>ar er ein hörmung á aðra ofan. . . . Og af hverju stafa þessi viðbrigði við það, sem áð- ur var um langt skeið? Er farið of djarft, ákafi og eldmóður lát- inn ráöa meir en ,vit og ábyrgðar- tilíinning? Hvernig sem þessu er varið, þá ber að athuga það gjörla. Þjóðin má einskis láta ó- freistað til að tryggja hin dýr- inætu líf einhveira hinna vöskustu sona sinna, sjómannanna. Hún á að dæma, en dæma réttlátlega þá, er teíla kunna á tæpustu nöf fyrir óforsjálni, taumlausan á- lcafa eða von um fjárhagslegan liagnað. En jrað verða oftar slys á tog- urunum en þegar þeir stranda eða farast á rúmsjó. Það má heita furðu títt, að menn detti útbyrð- is af þeim, slasist til óbóta eða bíði bana, er þeir verða fyrir vírum eða vindum. Og þessi slys munu tíðari hjá oss en hjá nokk- urri annari fiskiþjóð. Ber og vandlega að athuga orsakir slíkra slysa og reyna af fremsta megni að koma í veg fyrir þau. Nýlega varð það slys, að máður féll útbyrðis af togaranum „Im- perialist“. Skal nú sagt frá, hvernig siysið vildi til. Skipið siglir undan vindi og hrakfallasjó. Rainmlega bundnar lýsistunnur á afturþiljum skips- ins losna úr böndunum. Svo eru hamfarir sjávarins miklar. Menn- irnir eru látnir fara aftur á til að binda tunnurnar. Skipið er ekki stöðvað. Það heldur á- fram. Má jafnvel búast við, að: brotsjór geti þá og þegar komið yfir afturhluta skipsins, þeytt fram og aftur lýsistunnunum, jafnvel skolað mönnum fyrir borð eða limlest þá, fieiri eða færri. -Enda verður sú raunin, að brot- sjór skellur yfir og einn af skáp- verjum ferst. Þenna sama dag var tiogariinn „Baldur" á leið hingað. Þar kom það einnág fyrir, að böndin losn- uðu af lýsistunnunum. Yfirmenn létu þegar stöðva skipið og hög- uðu þannig til, að það verði sig sem bezt fyrir sjóum. Þá fyrst, er mennirnir gátu bundið tunnurnar sér að hættulausu, var þeim skipað að binda þær. Það er ilt að þurfa að auka harma vaskra sjómanna, er auð- vitað svíður sárt það, sem orðið er, með því að rifja þetta upp. En er hægt að verjast spurningunni: Hefði nokkurt slys orðið, ef „Im- perialist“ heíði verið stjórnað á sama veg og „Baldri“? Flestir, sem vit hafa á, munu svara, að varla mundi það hafa orðið. Þess þarf ekki að geta, að það, sem hér hefir sagt verið, er ekki sagt til þess að auka á sársauka yfirmanna á „Imperialist“. Slysið hlýtur að vera [reim ærinn harm- ur. En það er sagt í þeim vænd- um, að siður kynni að koma fyrir, eftirleiðis nokkur vanræksla um það, að yfirmenn íslenzkra skipa geri alt, sem í jjeirra valdi stend- ur til öryggis skipverjum. Hvert mannslif er dýrt — og ekkert mannslíf er afturkræft. Eadurskoðun sjólaganna og óp „Morgunblaðsins“. Sjólögin íslenzku, 235. grein, segja svo: „Þær kröfur, sem kröfuhafi á sjóveðsrétt fyrir eftir þessum kapítula (sjókröfur), eiga for- gangsrétt að veðinu næst eftir opinber gjöld, sem á veðinu hvila, en ganga fýrir-ölluíu skuldum öðrum.“ (Leturbr. hér. Næsta grein, 236., segir svo: „Þessar kröfur eiga sjóveðrétt í skipi og farmgjaldi: 1. Hafnsögumanuskaup, björgun- arlaun og kostnaður á frels- un skips úr óvinahöndum. 2. Kröfur skipsstjóra og skips- hafnar til kaups og annarar póknunar, sem peir eiga iögmætt tilkall til fyrir starf sitt i pjón- ustu skipsins. (Leturbr. hér.) Þessi ákvæði sjólaganna eru út- gerðarmönnum [lyrnir í auga, og vilja rnargir þeirra fyrir hvern munfáþeim bieytteðaburtu feld, en skipverjum eru þau trygging fyrir því, að þeir fái kaup sitt greitt, þótt útgerðarmaðurinn sé óskilvís eða ilSá stæður. I sjó- lögum allra hinna Norðurlanda- þjóðanna eru þessi sömu ákvæði. Auk þess eru skipverjum þar lögtrygðar bætur fyrir tjón á fatnaði og munum, ef veröur, og geta þær numið alt að 1200 krón- um, en slíkt hafa útgerðarmenn hér ekki mátt heyra nefnt. „Mgbl.“ 0g húsbændur þess bú- ast við, að Sigurjón muni við endurskoðun sjóláganna líta meira á rétt og hag sjómannanna en útgerðarmönnum er geðfelt. Þau búast ekki við því, að hann fáist til að leggja til, að ofanrituð lagaákv'æði verði af- numin eða færð til verri vegar og óttast, að hann fái því til vegar komið, að útgerðarmönn- um verði gert að skyldu að bæta sjómönnum tjón fatnaðar og muna eftir svipuðum reglum og annars staðar tíðkast. Þess vegna æpir ,,Mgbl.“ að honum.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.