Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 28.11.1928, Blaðsíða 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 28.11.1928, Blaðsíða 3
V’KUÚTGÁFA ALÞVÐUBLAÐSINS 3 Ungir jafnaðarmenn. F. U. J. ársgamalt. Góðskáldið og byltingamaður- Inn Þorsteinn Erlingsson krað: wEf œskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi.“ Jafnaðarstefnnn hefir átt því láni að fagna frá J>ví hún fyrst hóf upp merki sitt, að æskulýður- jnn hefir fylkt sér undir pað, rétt henni örfandi hönd. Þetta er engin tilviljun. Jafnaðarstefnan er s'.efna Iram- tiðarinnar. Æskulýðurjnn á alt sitt undir framtiðinni. Margar fornar venjur, lög, reglur og trú, sem er runniö gamalmennum í tnerg og bein, eru í hans augum dauður bókstafur og úreltir siðir. Hann Till skapa ný lög og reglur, nýtt skipulag rið sitt haefl í stað hins gamla. Skipulagjð er alt af að breytast. Hver kynslóð nemur eitthvað gamalt burt og setur annað nýtt í staðinn, sem betur hæfir þörfum mannanna og samræmist kröfum þeirra. Æskulýðurjnn gengur þar fremstur að verki. Hann er óþreyttur, finnur til máttair síns og eT pví stórhugaðri og fram- gjarnari en hinir, sem langa æfi hafa barist, ýmist fengið sigur eða beðið ósigur og teknir eru að lýjast. Ungir jafnaðarmenn hftfa þVí oftast verið i brjóstfylkingu alþýðuhreyfingarinnar, þar sem sóknin er hörðust. — Svo á það og að vera. En hver einn þeirra fær litlu áorkað. AUir til samans geta þeir lyft Grettistökum. Þess vegna hafa þeir bundist samtökum. Alls staðar þar, sem Blþýðuhreyfingin er Vel á veg komin, rísa upp fé- lög ungra jafnaðaimanna. Félögin mynda með sér landssaimbönd og þau aftur alþjóÖasamband ungra jafnaðarmanna. Mentun er máttur. En bókvit og fræðalestur eingöngu er ekki mentun. Líf og starf jnannanna er bvo fjölþætt og margbrotið orðið, oð enginn getur búið að sínu ein- göngu. Vinnan á öllum sviðum að heita má er orðin félagsvinna, margir vinna að sama verki, starf eins er nátengt eða þáttur úr ann- ars starfi. Þess vegna ríður mönn- anum nú mest af Öllu á því, að leggja stund á að afla sér félags- legrar menningar, læra oð starfa saman fyrir sameiginlega hags- muni, að sameiginlegum áhuga- málum. Slíka menningu veitir félags- skapur ungra jaínaðarmanna meðlimum sínum. Hann er und- irbúnjngsskóli undir lif og starf í þjónustu jafnaðarstefnunnar. } Aðaláherzlan er lögð á fræðslu- starfsemina: fræðslu um sams!arf mannanna og félagsskap í stjórn- málum og atvinnumálum, um vandamál nútímams og úrlausn þeirra, um jafnaðarstefnuna og samtök alþýðunnar. Oft er deilt og deilt hvast um málefni og starfsaðferðir, en félagssamþykt- um verða allir að hlíta. Félag ungra jafnaðarmanna hér í Reykjavík er að eins ársgamalt, Á þessu eina ári eru félagsmenn orðnir um hálft annað hundrað. Félagið hefir skift sér í náms- flokka og hafið röggsamlega fræðslustarfsemi. Það hefir geng- ist fyrir stofnun sams konar fé- laga og hafið undirbúning undir stofnun sambands fólaga ungra jafnaðarmanna um landið alt. Það gefur út skörulega ritað og einart blað. Það hefir til bráðabirgða gerst sambandsfélag Jafnaðar- mannafélags Islands og þar með gerst hlekkur í samtakakeðju ís- lenzkrar alþýðu. Nýlega hélt F. U. J. afmælishá- tið sína. Þá mintust meðlimirnir þess, sem unnið var, en þó fyrst og fremst hins mikla starfs, sem enn er óunnið. Þá stigu þeir á stokk og strengdu heit aðfornum sið, heit um látlausa baráttu og starf. Hver góÖur drengur berst fyrir því, sem rétt er, og gegn rangs- leitni og ójöfnuði. Mannleysur hafast ekki bÖ. Fiskafli 00 verð. Samkvæmt skýrslum Fiskifé- lagsins I. nóv. var fiskáfli á öllu landinu 31. okt. um 378 þús. skpd. Þar af um 248 þús. skpd. í Sunn- lendingafjórðungi og um 130 þús. skpd. í öðrum landsfjórð- ungum. Er þetta einhver hinn mesti uppgripaafli, sem sögur fara áf. I fyrra var hann á sama tíma 80 þús. skpd. minni og árið 1926 153 þús. skpd. minni, eða um 235 þús. skpd. Togararnir í Reykjavík og Hafnarfirði hafa þessa 10 má'nuði, sem liðnjr eru af þessu ári, afl- að um 143 þús. skpd. Má því tefja fullvíst, að togararnir allir hafi fengið yfir 40% af fiskafl- anum á öllu landinu, eða talsvert yfir 160 þús. skpd. Fiskverð á Spáni fer enn hækk- andi. Þann 6. þ. m. var 1. fJokks stórfiskur skráður á 88,90 peseta í Barcelona hver 50 kgr. Svarar það til um 213 króna íslenzkra fyrir skippundið, ef reiknað er með 75 aura gengi á pesetanum. Hvenær geta úígerðarmenn borgað sjómönnum sæmilega, ef þeir geta það ekki nú ? Vikuútgáfa AlMðublaðsins kemur út á hverjum miðvikudegi, kostar að eins 5 krónur á ári. Gjalddagi fyrir 1. okt. Úrsögn sé skrifieg, bundin við áramót, enda sé viðkomandí skuldlaus. Ritstjóri: Haraldur Guðmundsson, sími 2394. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu, Hverf- isgötu 8, símar 988 og 2350. Erlendar fréttir. Etungosið hælt. Etnugosunum er nú lokið, hraunstraumarnir storknaðir. Það hefir verið opinberlega tilkynt, að 700 hús hafi eyðilagst og hraun- straumar farið yfir 1200 hektara appelsínuakra. Eignatjón er áætl- að 1 milljarður líra. Stórt farpegaskip ferst. Brezkt farþegaskip, 10 þúsundir smálesta að stærð, ,,Vestris“ að nafni, fórst nýlega á milli New- York-borgar og Buenos-Ayres í Suður-Ameriku. Voru á því 350 fárþegar. Talið er, að 200—300 mönnurn. hafi verið bjargað, en á annað hundrað muni hafa farist, þar á meðal skipstjórinn. Frakkar. Poincaré myndaði aftur stjóm með þátttöku sömu flokka og áð- ur, að undanteknum ,,radikölum“. UppskerubresturíUkraine. BJargarráðstafanir ráð- stjórnarinnar. Frá Charkhov er símað til Rit- zau-fréttastofunnar, að ráðstjórn- in hafi fengið skýrslu nefndar, sem skipuð var af stjórninmi til þess að gera rannsóknir viðvíkj- andi uppskerubresti i Ukrainie. Ráðstjórnin segir, að uppskem- brestur sé í 76 héruöum á 732 Skélamál eftir Hallgrím Jónsson, kennara við barnaskóla Reykjavíkur. --- (Frh.) VII. Samanburður. Aðstaða íslenzkra kennara er mjög ólík aðstöðu stéttarbræðra Iþeirra í Englandi. Hér eru skóla- húsnæði víðast hvar mun verri. Kensluáhöld eru af skornum skamti. Horfir það til vandræða sums staðar. Skólabókagerð vor er margfalt óglæsilegri en Eng- lendinga. Þá er ekki lítill munurinjn á iaunum enskra bamakennara og islenzkra. Hér eru kennaralaun svo bágborin, að fjölskyldumenn geta ekki með nokkru móti lif- að á þeim, hversu sparlega sem á er háldið. Enskir kennarar byrja starf sitt með 3—4 þúsund króna árslaun- um. Hækka svo launin með þjón- 'ustualdri kennara og geta orðið átta tíl níu þúsúnd krónur um árið. Islenzkir kennarar hafa langt sumarieyíl, enskir kennarar stutt, en hver kensluvika enskra kenn- ara er að eins fimm dagar. Englendingar styrkja kennara sína til utanfara. Hafa þeir sent þá til Ameríku og víðs vegar til annara mannaðra þjóða, til þess að liiast um og læra. Englendingar prófa og athuga allar nýjungar. Taka þeir því með þökkum, sem enginn vafi er á, að sé til bóta. Sægur kennara frá öllum menn- ingarríkjum jarðar kemur til Eng- lands á ári hverju. Fara kennarar yfir héruð og borg úr borg og kynna sér skólamál og fræðslu- framkvæmd Englendinga. Er oft orðið fjölmenni þvílíkra gesta i Lundúnaborg. Nokkur ár eru síðan Islending- ar fó'ru að styrkja kennara sína til utanfara. Hafa þeir kennarar flutt heim ýmsar nýjungar. Er íslenzkri kennarastétt þess vegna allkunnugt um flest nýmæli í er- lendum skólum. Útlendir kennarar hafa lítið gert að þvi að heimsækja oss. Það mun ekki fjarri sanni, að íslenzkir kennarar kunni að jafn- ast á við enska kennara í mann- viti og mentun flestri. En stjórn- semi öll fer enskum kennurum, þrátt fyrir það, stórum betur úr hendi en oss. Það var mjög áber- andi, að leikfimikennarar þöttu sjáilfkjörnir til þess að koma á og viðhalda daglegri reglu meðal skólabarna. Voru þeir til taks öðr- um fremur bæði úti og inni, ef einhvers þurfti með. Það flætur að líkindum, að til eru mörg vandræðabörn i Eng- landi eins og annars staðar. Eru til handa þeim sérstakir skólar og sérstök hæli. Eftirlit er haft með þvílíkum ungmennum fram að tvítm/saldri og jafnvel lengur. Eins og vænta mátti sáu Eng- lendingar fljótt, að ekki tjáði að hafa vandræðabömin i almennu skólunum. Reistu þeir þess vegna sérstofnanir fyrir þau. Hitt er títt, að óróaseggir og lærslabelgir eru í almennum skól- um. Eru þeir betri en það, að hægt sé að telja þá vandræða- börn. ‘Þeim er þá skotið inn í góðar deiildir. Kvað það oft reyn- ast vel, því að gestirnir sníða sig tíðum eftir siðprúðu bömunum að allri háttsemi. Kennarar í Englandi, eins og víða annars staðar, leitast við að vera góÖir ráðunautar nemenda sinna. Er ætlast til þess, að kenn- arar verði nemendum sínum að svo miklu liði, sem tök eru á. Vilji nemendur ekki hagnýta sér hjálp kennara, en óvirði þá og ó- hlýðnist þeim, eru þau vandamál athuguð rækilega. Þegar orsak- irnar eru fundnar, koma afleið- ingamar. Sökudólgur, hver sem hann er, getur alls ekki hjá hegn- ingu komist EnglendlngaT telja óhjákvæmi- legt að refsa hörnum og ungling- urn, þegar brotin eru alvarieg. Er

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.