Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 28.11.1928, Blaðsíða 4

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 28.11.1928, Blaðsíða 4
VIKUOTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS * þúsundum bændabýla. Mestur varð uppskerubresturinn í O- dessahéraði. Ráðstjórnin hefir veitt 24 milljönir rúbla til hjálpar bændum vegna uppskeruvand- ræðanna, þar af 5 milljónir til matvæla handa börnum og 13 milljónir til þess að útvega skepnufóður. Andstaða gegn nýbreytni. Frá Lundúnum er simað: Brezk blöð skýra frá því, að viltir þjöðflokkar á landamærum Ind- lands hafi gert alvarlega uppreist vegna umböta þeirra, sem kon- ungur Afghanista er að láta fara fram þar í löndum að evröpiskri fyrirmynd. Ráðfeert er, að afghan- iskur og indverskur her vinni að< því í sameiningu að, .bæla niður uppreistina. Bitrelð stjórnað úr fjar- lægð. Frá Berlín er símaÖ: Mannlausri bifreið hefir veiúð stjórnað með rndiotækjum i annari bifreiö í 10 metra fjarlægð. För þessi tilraun framí i gær á götunum í Berlfnar- borg. Bifreiðin staðnæmdist þeg- »r 'stöÖvunarmerkin voru gefin, ▼ék fyrir öðrum vögnum og fylgdi yfirieitt í öllu umferðe- reglum. Kol úr tré. Frá Stokkhólmi er símað: í skeyti frá „Aftonbladet'1 er skýrt jfrá því, að Bergius prófessor, sem fann upp aðferðina til þess að vinna olíu úr i kolum, hafi baldið ræðu í Pittsburg (í Penn- sylvaniu í Bandaríkjum Norður- Ameríku) og skýrt þar frá því, að hann hafi gert rannsóknir, sem sanni, að unt sé að framleiða steinkol úr tré með því að líkja eftir jieim breytingum, sem gerist í náttúrunni. Tilbúnu kolin kvað hann fullkomlega líkjast venju- legum kolum. Ot af skeyti þessu hefir sænski verkfræðingurinn Engström sagt, að sér virðist ó- skiljanlegt, að hægt sé að líkja eftir efnabreytingu í náttúrunni, sem gerist á milljónum ára. Eng- ström er félagi verkfræðinga- visindafélagsins. Radiumkaup Svía. Frá Stokkhölmi er simað: Sví- Br hafa gert samning við belg- ískt radiumfirma um stofnun krabbameinssjóðs. Er það gert af tilefni sjötugsafmælis Svíakon- ungs. Verða keypt sex grömm af radium fyrir 1 125 000 krónur til bæði skólastjórum og kennurum heimilað að refsa nemendum, ef þörf geiist- Ska3 brotið bókfært, trefsingarinnar getið og skráð twer refsaðL En gleðilegt þykir það öllum hlutaðeigendum, ef skólabækur bera það með sér, að engum haíi verið hegnt alt skólaárið. Frh. k rabbamei n s lækninga. N ýkey p tu radiumbirgðirnar eru helmingi- stærri en radiumbirgðir Svía hingað til. Selma Lagerlöf sjötug. Frá Stokkhölmi er símað: Mikil hátíðahöld fóru fram í Stokk- hólmi 20. þ. m.af tilefni sjötugsaf- mælis skáldkonunnar Selmu Lag- erlöf. Var henni sýndur heiður á ýmsan hátt af Norðurlandaþjóð- unum og mörgum öðrum þjóðum. Merkir fornleifafundir. Frá Charkov er símað: Rúss- neskir vísindamenn hafa fundið rústir á Berenasaeyjunni. Eyja þessi er öbygð og er nálægt Ot- diakow í Ukraine. Er hér urn að ræða rústir stórra bygginga frá dögum Forn-Grikkja, að því er ætlað er. Fundist hefir líkneski ástagyðjunnar Afrodite, fjöldi leirkera og hellur með rúnaletri á. Frá rússneskum vísinda- mönnum. Frá Moskva er símrð: Rússneski leiðangurinn — undir forystu Ku- liks prófessors, sem fór til að rannsaka loftsteininn mikla, sem féll til jarðar 1908, og er álit- inn vera stærsti loftsteinn, senr sögur fara af, — er kominn til Taichet i Jenesseihéraði (vafa- laust afbakaö, Tai-yan í Shan- shi-hérabi ?). Leiðangursmennirnir lentu í hinum mestu erfiðleikum. Segja þeir, að á 12000 ferkíló- metra svæði, þar sem lofísteinn- inn féll til jarðar, hafi alt eyð:- lagsl; sjáist þar að eins leifarnar af brunnum skógum. Ofsaveður við Bretlands- oyjar. Símsk. frá 25. þ. m.: Frá Lundúnum er símað: Ofsa- veður hefir farið yfir Bretlands- eyjar í fyrradag og fyrrinótt og mikið tjðn orðið af völdum þess. Að minsta kosti átta menn hafa farist. Um 500 íbúar smábæjar ^ins í Wales eru húsnæðislausir af völdum stormsins. Innlend tíðindi. Núpsskólinn. Skýrsla ungmennaskólans að Núpi í Dýrafirði fyxiiir síðastliÖið skölaár er komin hingað. Nem- endur voru 22, þar af 20 Vest- firðingar, einn Eyfiirðingur og einn Akurnesingur. Þeir nemend- ur, er luku skólanáminu, höfðu valið sér efni til a.hugunar í tóm- stundum sinum á vetrinum, og flutti hver þeirra fyrirlestur í skölalokin um sitt valsefni. Þau erindi vöktu sérstaka athygfi, segja eftirlitsmenn skölans. — Fæðiskostnaður pilta varð kr. 1,50 á dag, en stúlkna fjörðungi minni. — „Heilsufar var hið á- kjö'sanlegasta allan veturinn. Eng- in umferðarveiki gekk og legu- dagur enginn." — „Húsakynni skölans voru á þessu ári aukin til muna, m^ð því að húsinu, sem skölinn er í, var lyft upp, gerð kjallarabygging undir það úr steinsteypu, 18x13x4 áln. að rúm- stærð. Fengust við það herbergi: búr, eldhús, borðstofa, geymslu- klefi, baðklefi.'1 — Skrúðgarðfur- inn „Skrúður * er h:nn prýðileg- asti, svo sem alkunna er. Þang- að þykir öllum gott að koma. „Búnaðarsamband Vestfjarða lagði til reitsins 500 kr. með því skilyrði, að búið væri þar undir garðyrkjukenslu. sem og var gert, og byrjaði hún nú í vor.“ — Núpsskólinn er alls góðs makileg- ur, og eiga þeir séra Sigtryggu(r Guðlaugsson á Núpi, stjórnandi og stofnandi skólans, og Björn Guðmundsson kennari álþjóðar- þakkir skilið fyrir starf si'.t við hánn. Hetjuverðlaun. Pálmi Pálmason, verkstjóri hjá Bergenska gufuskipafélaginu, hef- ir fengið 800 kr. hetjuverðlaun og heiðurspening úr hetjusjóði Carnegies fyrir mikið snarræði og dugnað, er hmn sýndi við að bjarga nianni frá drukknun árið 1926. Hefir þessa verið get- ið í erlendum blö$um. Bjarni Á- mundason vélstjóri féll niður milli „Lyru‘ og hafnarbakkans, en Pálmi kafaði eftir honum og náði honum lifandi. Stormur var á og talsverð ylgja á höfninni. Rómuðu allir, seni á horfðu, hetjudóð Páima og snarræði. Suudhöllin. Samkvæmt beiðni stjórnar I- þrótíasambands íslands (I. S. I.) hafa íþróttafélögin í Reykjavík lofað að leggja fram þegnska; ar- vinnu til að hrinda byggingu sundhallarinnar i framkveemd. Eru félögin nú sem óöast að safna dagsverkum innan vébanda sinna, og er búist við miklum og góðum árangri. Nýtt blað byrjar að koma út í Hafnarfirði 1. dezember næstkomandi. Rit- stjóri og útgefandi verður Valdi- mar Long böksali; hann er og talinn eigandi blaðsins. Blaðið á að heita „Brúin“ og segir ritstjór- inn, að það verði hlutlaust / stjörnmálum og hallist ekki að neinum ákveðnum flokki. Reynsl- an sýnir hversu það lánast. Fjölskylda gerir vegarbót. I fjalllendinu milli Grindavíkur og Krýsivíkur er einstakur bær nálægt sjó. Heiiir bærinn Isólfs- skáli. Leiðin þangað frá Grinda- vík liggur yfir fjallháls nokkuð brattan og mun vera a. m. k. 6 .km. frá Hrauni, austasta bæ í Grindavík. I haust tók bóndinn á Isólfsskála, Guðmundur Guð- mudnsson, og heimafólk hans sér fyrir hendur að ryðja og slétta götuna svo, að unt yrði að kom- Bruoatryggmgarl Sími 254. Sjóvátryggingar.| Simi 542. ast eftir hermi á bifreið. Vann fjölskyldan öli aÖ vegarbótinni. kvenfólkið einnig, og eftir viku var svo komið, að flutningsbif- reið fór veginn þrívegis frá Grindavik með vetrarforða handa heimilinu. Komst bifreiðin svo langt, að að eins var ein brekka eftir að Isólfsskálabænum. Er hún brött mjög, svo nefndur Bjalii. Þó hefir bóndi hug á að gera hana lika akfæra síðar og bæta veginn annars staðar enn betur, þar sem þess er mest þörfj Þótti möninum, sem leiðjnni voru kunnugir, mjög ótrúlegt í fyrstu. að unt yrði að koma hlaðinni bif- reið þessa lelð og undruðust um- bæturr.ar þegar það tókst. Kennaraskólinn. Sú breyting rarð í haust á kennaraliði hans, að Ásmundur Guðmundsson dósént kennir þfti’, kirkjusögu og hefir æfingar í kenslu kristinna fræða. 1 fyrr* kendi Knútur Amgrímsson, nú prestur á Húsarik, kirkjusöguna. en Guðjón kennari Guðjónsson stjórnaði kensluæfingum í kristn- um fræðum. Togari festist á grunni, en næst út aftur lítið skemdur. Togarinn „Ólafur“, eign H. P. Duus-erfingja, festist nú fyriE fáum dögum að næturlagi á Fiateyri við Önundarfjörð. Þar er malarbotn utan í eyrinni. Blindhríð var á. Togarinn stöð i 6 stundir. „Hannes ráðherra" dró hann út aftur. — „Ólafur'1 skemd- ist ekki að mun. Dauðadæmdum manni neitað um að skjóta máli sínu til hæstaréttar. Frá því er skýrt í amerískum blöðum, sem nýlega eru komin hingað, að yfirrétturinn í Kalifor- níu hafi dæmt mann nokkurn, William Edward Hickmann, til dauða fyrir morð, en síðan hafi honum verið neitað um að skjöta máli sínu til hæs'aréttar Banda- ríkjanna. Átti að taka Hickmann þenna af lífi fyrir rúmum mán- uði í Los Angeles. — Vekur það furðu þeirna, sem övanir eru slíku réttarfari, að dauðadæmdum manni sé neitað um að láta æðstft dömstól ríkisins fjalia um mál sitt, en slíkt tíðkast stundum í Ameriku. Rítitjórf og ábyTgðarmaðmr: Haraldur Gftðmundsson. Aiþýðuprentsmiðjan.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.