Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 19.12.1928, Side 3
V’KUÚTGAFA ALÞYÐUBLAÐSINS
3
til þess, að húseigendur yrðu að
bæta húsnæðið og lækka leiguna.
w w \
Er þetta bænnm kleift f jár-
hat;slega?
Nú munu margir spyrja: Er
þetta kleift fjárhagsle^a ? Getnr
bærinn sér að skaðlausu veitt
þessi kjör?
Árlegar tekjur bæjaiins, afborg-
anir og vextir af veðskuldum
smábýlaeigenda og leiga eftir
landsspildurnar, yrðu þessar:
Frá 50 búendum kr.
773,00 kr. 38,650,00
Frá 50 búendum kr.
723,00 — 36,150,00
Samtals kr. 74,800,00
Þar frá dragast vextir
af 1 milljón, 6°/o, — 60,000,00
Eftir er þá til afborg-
unar á fyrsta ári kr. 14,800,00
Afborganirnar færu vaxandi eftir
því, sem vaxtagreiðslur- lækkuðu.
Með 74,800 króna árlegri greiðslu
i vexti og afborgun greiðist 1
milljónar króna lán upp á 28
til 30 árum, ef vextir eru 60/0.4
Þau 10—12 ár, sem kaupendur þál
ættu eftir að greiða afborganir
og vexti af lánum sinum, fengi
bærinn sjálfur féð, og ætti hann
þá auðvitað að verja þeim gröða
til gagnlegra framkvæmda.
Hér hefir nú verið sýnt fram
á, að bærinn getur, með því að
taka 11/2 milljón króna að láni,
hjálpað 200 verkamönnum og sjó-
mönnum, sem nú greiða okur-
leigu fyrir vistarverur, sem eru
stórhættulegar lífi þeirra og heil-
brigði, til að eignast sína eigin
ibúð | sambyggðum húsum inni í
bænum eða smábýli rétt utan við
bæinn á ræktuðu landL
Lánstraust bæjarins.
Arðberandi fyrirtæki og
ónrðberandi.
Bærinn hefir nóg lánstraust.
Honum verður auðvelt að fá lán
til þessa fyrirtækis. Og einmitt
til svona framkvæmda á að taka
fé að láni. Það fé kemur aftur
með vöxtum 0 g vaxtavöxtum,
bæði beint og óbeint.
Nú hefir bærinn ákveðið að
taka einnar milljónar króna lán
til alveg óarðberandi fyrirtækja
að mestu, fyrirtækja, sem borg-
ararnir að réttu lagi ættu að
leggja fram nægilegt fé til með
árlegum útsvarsgreiðslum sínum.
Sjúkdómar og fátækt eru
afleiðing éhollra íbúða og
okurleigu.
Fáíækraframfærsla bæjarins
þyngist með ári hverju, sjúkra-
styrkir og heilbrigðisráðstafanir
einnig. Enginn efi er á því, að
húsaleiguokrið og öhiollar íbúðir
valda miklu um þetta hvort
tveggja. Mjólkurskortur og græn-
metis dregur og úr þroska barn-
anna, gerir þau óhraust og kyrk-
ingsleg í æsku og viðkvæm og
veik fyrjr plla æfi.
Bezta heilbrigðisráðstöfuniin,
sem bærinn getur gert, er að
hrinda þessu í framkvæmd skjöt-
Iega, byggja 100 íbúðir inn í bæn-
um og aðrar 100 fyrir utan hann
á ræktuðu landi. Það er jafn-
framt bezta fjárhagsráðstöfunin,
sem hann getur gert nú.
Síldareinkasala
Islands.
Tekið eftlr „Nordisk Hvfisk eri
Tidskrift.“
„ÖII íslenzk síld framleidd á
árinu 1928 er seld.‘‘ Þessi orð
heyrir maður oft sögð um þessar
mundir, en venjulega er bætt við.
að eftir atvikum hafi gengið vel
með söluna, en það sé ekki að
þakka hinu lögskipaða fyrirkomu-
lagi með veiði, söltun eða sölu,
heldur heppni og tilviljun, og
beri því ekki að leggja neinn dóm
á fyrirkomulagið af reynslu þeirt»i,
sem fengin er í ár.
Menn. hafa mikið til síns rnáls
um það ,að engan döm er hægt
að fella um ágæti einkasölunnar
að eins af þeirri reynslu, sem
fengin er á þessum 6 mánuðum,
sem liðnir eru síðan lögin komu
i gildi, en í ummælum þeim, sem
að ofan greinir, felst að eins hálf-
ur sannleikur, því að það er tím-
inn einn, — við samanburð á
reynslu undan farinna ára —, sem
geiur felt endanlegan úrskurð um
málið. Fyrr verður féttlátur dóm-
ur ekki upp kveðinn.
En það má fullyrða, að með
sameiningu íslenzkra síldarfram-
leiðanda var stigið þýðingarmikið
apor fyrir rekstur útvegsins í
framtíð/nni. Við það voru fiinir
sundurdreifðu kraftar sameinaðir
og þeim beitt í rétta ált.
Með nægilegum undirbúnings-
tíma er ekki ölíklegt, að stjórn
einkasölunnar hefði gert fleiri
mikils verðar ráðstafanir viðvíkj-
andi verkun og sölu en gerðar
voru, en það ber vé»tt um ráðdeild
og mikla vinnu, að taka við þessu
þýðingarmikla máli undirbíM'ngs-
laust með nokkurra vikna fyrir-
vara og ljúka því þann veg, sem
raun er á orðin. Hér er að eins
um byrjun að ræða, en það hefir
oftast mikla þýðingu, að byrjunin
misheppnist ekki. Þegar því litið
er til alls, má fullyrða, að á þess-
um stutta tíina hefir fyrirkomu-
lagið sýnt kosti sína og árangur-
inn orðið hinn æskiiegasti.
Rockefeller, steinolíueigandinn
mikli, segir frá því í broti af æfi-
sögu sinni, er hann hefir skrifað,
Skélamál
eftir
Hallgrím Jónsson, kennara
við barnaskóla Reykjavíkur.
(NI.)
Viðkomustaöir,
borgir og skólar.
Þessir voru skólar þeir, er ég
heimsótti í Englandsferð miwni:
Hull: Trinity-skóli,
skólast frú Hall-
Bolevard-skóli,
skólastj. C. H. Adamson.
Kei/ingh'íin: Yorkshine-skóli,
Skólastj. R. Jefferson.
Conlsborough: Morley-íelpnaskóli,
skólast. A. Blackburn.
Morley-dnengjaskóli,
skólastj. Herbert Crowtheír.
Shefjwld: Marlclif.e-dnengjaskóli,
skólastj. W. E. Smith.
Marlcliffe-telpnaskóli,
skólast. Englest.
Marlcliffe-smábarnaskóli,
skólast. L. E. Lowes.
Princ Edward-skóli,
skólastj. M. V. Jolly.
Sharnow Lane-dnengjaskóli,
skólastj. S. A. Howe.
Sharrow Lane-íelpnaskóli,
skólast. ungfr. Morgan.
London: Buckingham-skóli,
skólastj. W. Hunter.
Ramlagh Road-skóli,
skólastj. D. Ayers.
Kingwood Road-drengjasköli,
skólastj. Tomas Lea.
Kingwood Road-telpnaskóli.
Kingwood Road-smábamasköli.
Saundemes;Road-skóli,
skólastj. Austin Brewer.
Oxford: St. Tomas-skóli,
skólastj. Chas W. Flosiday.
Miðskóli drengja,
skólastj. J. H. HiII.
Birminghcim: Bristol-skóii,
skólastj. H. Mason.
Bristol-smábarnasköli,
skólast. Lena Garden.
Bristol-telpnaskóli,
skólast. M. D. Brookes.
Ungmennaskóli,
skólastj. E. Calverley.
Manchester: Georg Leit-smábama-
skóli,
Georg Leit-miðskóli,
Georg Leit-yfirskóli,
skólastj. Walter Showgross.
Ardwick-skóli,
skólastj. P. Kinsey.
Leeds: St. Andrews-skóli,
skólastj. W. H. Varley.
Cross-gaíessmábarnaskóli.
Cross-gates-telpnaskóli,
skólast. E. Fleming.
Cross-gates-drergjaskóli,
skölastj. H. Exley.
AIls staðar í skólunum sagði
ég eitthvað frá íslandi, sýndi
myndir og svaraði spurniingum
barna og kennara.
Auk þessara skóla, sem allir
voru slarfandi, kom ég í nokkra
jaðra 0g í skölahús, sem verið var
að byggja. Voru þau vegleg mjög
og með nýrri gerð. Smiði sumra
þeirra var nærri lokið.
Ástúð og vinaþeli mættum við
í hverjum skóla. Eru Englending-
ar hinir beztu menn heim að
sækja.
Vikuútgáfa AlMðublaðsins
kemur út á hverjum miðvikudegi,
kostar að eins 5 krónur á ári.
Gjalddagi fyrir 1. okt. Úrsögn sé
skiifleg, bundin við áramót, enda
sé viðkomandí skuidlaus. Ritstjóri:
Haraldur Guðmundsson, simi 2394.
Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu, Hverf-
isgötu 8, símar 988 og 2350.
að þegar hann var ungur og fór
að fást við steinolíu, hafi verið
fjöldi af námum í Bandaríkjunum
yfirgefnar og ekki starfræktar.
Fjöldi manna hafði orðið gjald-
þrota og hætt við námumar,
aðrir gátu ekki rekið námur sínar
af peningaleysi, en þær, sem voru
starfræktar, undirseldu hver aðra
og höfðu á boðstólum óhreinsaða
og illa meðhöndlaða vöru. Alt
var þannig i mesta ólestri. Hon-
um tókst að sameina námurekstt-
urinn og mynda „einkasölu'*.
I Námueigendur urðu hlu'.hafar, og
námur, sem ekki voru reknar,
keyptar upp af félaginu. Hneins-
unarstöðvar voru bygðar og
leiðslur lagðar. Verzlunarhús 0g
umboðsmenn voru sett hingað og
þangað, þar sem líkindi voru til
að olía yrði notuð, 0. s. frv.
Það, sem síðar varð, er öllum
kunnugt. Þessi nauðstaddi af-
vinnuvegur varð eftir sameiniing-
una hið voldugasta fjáigróða-
fyrirtæki ,sem stofnað hefir verið
í heiminum. '
Þegar ég las lýsingu Rockefei-
lers á námurekstrinum, er hann
tök við stjórninni, fjárhagsástandi
eigandanna og öllu fyrirkomulag-
inu, datt mér í hug: „Þetta er.
orcrétt lýsing á síldarútveginum
íslenzka, eins og hami hefir verið
rekinn hingaið til.“
Það er sjaldan hægt að spá
miklu um pkominn tima, en ekki
er ólíklegt, að samtök síldarút-
ísland í erlendum blöðum.
1 „Oslo Illustrerte'1, norsku
vikuriti með myndum, hefir Per
B. Soot blaðamaður skrifað grein,
sem byggist á viðtali við húsa-
meistara íslenzka ríkisins, Guðjön
Samúelsson. Greinin hei/ir „Is-
lands bygningskunst för, nu og i
frem!iden“. Greininni fylgja
myndir af Eimskipafélagshúsiinu,
LandakotskirkjUj Landsspítalnaum
og Guðjóni Samúelssyni húsa-
meisíara. Eru það allmargar
greinar um ísland, sem Soot
blaðamaður hefir skrifað í norsk
blöð og tímarit undanfarna mán-
uði, og er það göðra gjalda vert,
því að höfundiurinn skrifar af
vinarþeli í garð íslands og ts-
lendinga og leitar sér upplýsinga
hjá sérfróðum mönnum um það
efni, sem hann tekur til meðferð-
ar. (FB.).