Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 24.12.1928, Síða 5
Aðfangadag jólfl 1928.
V’KUÚTGAFA ALÞVÐUBLAÐSINS
5
Sættir.
íslenzk jólasaga eítir Þórarinn Jónsson.
Það var á Þorláksdagsmorgun,
feð Þorfínnur í Gerði ,stóð á Jilað-
inu og hugði til veðurs.
Otlitið var fremur skuggalegt.
Grátt hríðarþykni huldi. allan dal-
ánn innanverðan. Utar gnæfðu
tindarnir tignarlega og öttu klök-
aigum koliinum möti hríðinni,
sem tók þá varlega í faðm sinn
og huldi þá sjónum mannanna,
sem bjuggu niðri á láglendinu.
„Hann er svo sem í standi til
að gera einn mannskaðabylinn
snúna,“ sagði Þorfinnur við sjálf-
an sig og spýtti mórauðu um
leið og hann gekk í bæinn.
„Ert þú samt að hugsa um að
fara i þessu útliti ?“ mælti Þor-
gerður húsfreyja um leið og hún
helti kaffinu í bolla manns síns.
„Já, göða mín!“ ansaði hann.
„Þig vanhagar um ýmislegt til
jólanna, og svo treystir hún Heiga
& Holti þvi, að ég fari þessa ferð.
Hún er þvi sem næst bjargarlaus
heima.“
„En Björn á Störa-Núpi fer út-
íeftir í dag. Getur hún ekki notað
ferð hans?“
„Hann fer lausríðandi,“ mælti
höndi. —
„Hann er farinn að hríða,“
mæiti Þorkell vinnumaður, sem
kom inn í þessu.
„Einmitt það,“ ansaði húsfreyja.
„Heldur þú ekki, að hann bresti á
von bráðar?“
„Ætli það lafi ekki i honum
fram eftir deginum,'1 svaraði Þor-
keli. „Og þá ætti Þorfinnur að
vcra kominn heim aftur. —
Þorfinnur stóð ferðbúinn á
hlaðinu, og Rauður var kominn
fyrir sleðann. Bóndi ætlaði að
faxa til að stíga á bak, þegar
kona hans kom út á hlaðið með
hlýjan ullartrefil, sem hún var
nýbúin að prjóna.
„Viltu ekki hafa um hálsinn,
góði minn ?“ mælti húsfreyja.
„Það verður öttalegt veður, ef
hann hvessir í þessa lausamjöll."
„Þú veizt, að mér fellur illa
að hafa nokkuð um hálsinn,"
xnælti böndi, um leið og hann
stakk treflinum í vasa sinn.
„En vel get ég gert það fyrir-þig
að hafa hann með.“ Þorfinnur
kvaddi konu sina með kossi, steig
á bak Rauð sinum og hélt af stað.
Hann hvarf brátt sjónum hús-
freyju. Hún andvarpaði þungt og
gekk í bæinn.
Þorfinnur reið greitt eftir ísn-
tam, þar sem snjörinn var ekki
ínjög djúpur. Alt um kring grúfði
hxíðin þögul og þungbúin. Hvergi
sást vottur fyrir lífi, nema að
trjúpa flaug upp á stöku stað. —
ÞaÖ hriðaði í ákafa. Óteljandi
komu snjókornin og settust á
hvaö sem fyrir var. Á svipstundu
voru þeir Þorfinnur og Rauður
©rðnir alhvítir. —
Geislabrot hrynjandi snjókorn-
anna, sem falla svo hægt og há-
tíðlega til jarðar þegar logn er,
allur sá iðandi aragrúi hefir oft
vilt ferðamenn, svo að sumir hafa
ekki vitað fyrri til en þe-ir komu
aftur á slóðina sina.
í þetta sinn var þó engin hætta
á slíku, því drynjandi sjávarhljóð
kvað við í fjarska.
Þorfinnur hafði riðið alllangan
spöl, þegar hann heyrði hófadyn
á eftir sér. Brátt birtist í hrið-
inni ríðandi maður. Hann reið
fjörugum hesti, sem nú var búinn
að fá hvíta litinn, þó að hann
væri dökkur á hár.
Maðúrinn þeysti fram hjá Þor-
finni án þess að heilsa. Mjöllin
þeyttist i allar áttir út'frá hest-
inum. Rauður vildi líka fara á
.sprett með sleðann, en Þorfinnur
hélt honum aftur.
„Hann ex þá ekki að hugsa um
að hlífa hestinum fremur venju,'*
tautaði Þorfinnur við sjálfan sig,
er maðurinn hvarf sjónum hans.
Laust fyrir hádegi lagði Þor-
finnur af stað heimleiðis úr kaup-
túninu. Hann var búinn að ljúka
af erindinu og var í bezta skapi.
Hann hafði fengið orðalaust alt,
sem hann baÖ um. Og átti þó
töluverða upphæð inni í reikn-
ingnum sinum. Maðurinn, sem af-
greiddi, hafði spurt hann, hvort
nokkuð væri fleira, sem hann
vildi fá. —
Þeir tímar voru liðmr, þegar
hann þurfti að fara bónarveg, án
þess þó að búast við nokkurri
úrlausn mála sinna. — Þá, þeg-
ar þörfin krafði og neyðin þrýsti
að, voru náðardyr mannúðarinnar
oftast lokaðar. — En nú. Af því
að hann átti nóg til, stóðu dyr
viðskiftalífsins vel opnar.
Þorfinnur brosti raunalega og
hvatti sporið heimleiðis.
Hæg, en nöpur norðangolan
visaði leiðina. Snjörimn þyriaðist
létt framan í ferðamanhinn og
leitaði að smvigu á fötum hans.
Rauður var einnig heimfúc
Hann gekk áfram drjúgum skref-
um, þrátt fyrir ækið, sem tafði
för ,hans. Af og til sperti hann
eyrun órólega, eins og hann væri
að nálgast einhverja ófæru áleið-
inni, en hugur hans hvarflaði
heim í hesthúsið hlýja, þar sem
gnægð töðu beið í stallinum. —
Þorfinnur var vel hálfnaður
heimleiðis, er Björn á Stóra-Núpi
reið fraifi á hann aftur. En hann
leið fram hjá eins og svipur, án
þess að heilsa eða kveðja. —
Hríðin ágerðist og vindurinn öx.
Brátt var störhríðin skollin á fyr-
ir alvöru. Þetta var eitt af þeim
stórveðrum, sem geisa í skamm-
deginu, þegar sólargangur er
lægstur hér.
1 þetta sinn var fannkoman ó-
venjulega mikil og kófað fram
rir hófi. Ækið varð brátt ein sam-
feld, snæviþakin hrúga, sem ók
hlassi á undan sér.
Rauður seig þungan í og
streittist móti veðrinu. Þetta hafði
lagst í hann. En nú var ekki um
annað að gera en að halda á-
fram, ef hann hugsaði til að fá
húsagkjól og næringu þennan
daginn.
Þorfinnur kafaði rösklega við
hlið hestsins, sem ekki þurfti að
hvetja. Báðir voru samhuga um
að komast heim.
Þeir höfðu stutta stund brotist
gegn veðrinu, er hátt hnegg kvað
við rétt hjá þeim. Þorfínnur
beygði lítið eitt til hliðar og
rakst þar á hest, sem stóð graf-
kyrr, eins og negldur væri við
jörðina.
Við fæiur hans lá maður, sem
var í þaim veginn-að fanna í kaf.
Þorfinnur reisti mannánai upp,
og sá þegar, að þetta var Björn
á Störa-Núpi, nágrmmi hans, sem
þarna lá eins og dauður væri.
Andlitið var blóðugt og bLóð var
í snjónum, þar sem hann hafði
legði með höfuðið. Enn blæddi
úr sári á enni hans.
Þorfinnur lagði hann á sleðann.
Þött öll bönd væru klökug og
hnútamir frosnir, gat Þorfinnur
þó lösað einn reipismdann. Hann'
batt endanum utan um Björn, svo
uð hann ylti ekki út af sleðanum.
En sárið var bert, og í þessu
frosti gat það orðið banvænt. Þá
mintist Þorfínnur trefilsins, sem
enn var í vasa hans. Hann tók
trefilinn í ílýti og margvafði hon-
um um höfuð hins meidda manns.
Því næst tók hann Brún, hnýtti
honum aftan í sleðann, sem hann
fór svo að losa. Þvf næst hélt
hann af stað.
Hægt og hægt mjakaðist Þor-
finnur g(ga veðrinu, ssm alt af
ágerðist, og að sama skapi versn-
aði færðin.
Loks stanzaði Rauður í skafli,
sem hann komst ekki fram úr.
Árangurslaust brauzt hann um í
skaflinum. Hann sökk bara dýpra
og dýpra, og sleðinn varð æ fast-
ari fyrir, því snjónum hlóð jafnt
og þétt upp að honum.
Nú voru góð ráð dýr.
Rauður var hættur að brjótast
um, og Þorfinnur fann vanimátt
sinn og skepnunnar gegn þessu
ofurefli. Samt var hann ekki á
/þrí að gefast app.
Mannvit og þrautseigja lögðust
á metaskálarnar á móti tryltum
náttúruöflunum.
Þorfinnur kannaði skafliinn.
Hann var ekki mjög breiður, en
ækið sat fast í honum miðjum á
versta stað. Gæti Rauður að eins
kotnið sleðanum nokkrum föðm-
(um lengra, þá var þessi skafLinn
unninn.
Þorfinnur fór að Losa sleðann.
Rauður, sem nú var búinn að
kasta mæðinni, fór líka að brjót-
ast um, en árangurinn varð enginn
fremur en áður. Sleðinn sat fastur.
Þorffnnur hætti átökunum.
Hann var orðinn sveittur þrátt
fyrir frostíð, sem orðdð var nist-
andi. Hann nuddaði sig í framan
með snjónum, svo að hann kæli
síður, og för svo að hugsa málið.
Elcki dugði að skilja við sleð-
ann hér, það yrði ban'i Bjöms.
Þorfinnur treysti enn ratvísi silnjni
og vissi ednnig hvar hann var
staddur. ’
Gæti hann bara komið sleðan-
um yfir þennan skafl, þá var
hann sloppinn.
Þetta var skaflinn í Hlíðarásn-
I um, sem sleðinn sat fastur í. Yfir
þann ás lá leiðin. Hinumegin tóku
við sléttar mýrar, er náðu öslitið
heim að túni.
Alt í einu mundi Þorfinnur eft-
ir reipi, sem gengið hafði af, þeg-
ar hann batt á sleðann. Ný von
lifnaði í brjösti hans. Hann gróf
v>fan í snjódyngjuna á sleðanum
og fann brátt reipið. ‘
Furðu var hann handfljötur að
festa það í sleðann, þött aðstað-
an væri ekki góð. Brátt vora
taugarnar fjórar.
Þorfinnur leysti Brún aftan úr
sleðanum.
„Nú átt þú að koma fyrir sleða,
greyið!“ sagði hann og klappaði
Brún um leið.
„Þetta er nú víst í fyrsta sinn,
sem þú finnur til aksturstaugannB
á hliðum þér. En nú er líka lií
húsbönda þíns í veði.“ —
Þegar að Þorfinnur var búinn
að koma Brún fyrir sleðann líka,
tróð hann enn á ný skarð í skafl-
inn fyrir hestana, að því búnu
fór hann að losa um sleðann.
Þegar hann þöttist hafa undir-
búið sem þurfti, tók hann í tauímö.
hestanna og hvatti þá áfram. Báð-
ir hestarnir brutust um atf öllum
mætti. Brúnn öLmaðist og reis
upp á afturfæturna. Brátt gai
Þorfinnur þó komið honum til
að beita sér dálítið. 1 þriðju til-
rauninni hepnuðust samtökán svo
vel, að sleðinn rótaðist tíl.
Þetta fundu hestarnir og gerða
alt ,sem þeir gátu, og uim leið
náðu þeir betri fötfestu. Snjó-
dyngjan klofnaði. Sleðinn. höfst
upp, og brátt \rar hann uppi á
brúninni.
Þar stanzaði Þorfinnur lítíð eitt
og lét hestana kasta mæðinni.
Báðir hestarnir titruðu á bedmun-
um, þó sérstaklega Brúnn, sem'
övanur var okinu, og hamaðist
með ofuTkappi fjörgapans,
Klukkan var orðin hálf-fjögUT,
og enn var Þorfinnur ókomimn.
Þorgerður húsfreyja í Gerði var
farin að verða öróleg.
Hún vann innanbæjarstörfín af
meira kappi en venja var tíl. Þor-
kell vinnumaðuir var enn ekki
kominn inn ffá útiverkunum, svo
að hún hafði engan til að ráðgasl
við um hvað gera skyldi. Yngsta
barnið, þriggja ára gömul telpa*
var af og til að spyrja hana,
hvort pabbi færi ekfci að koma.
Þetta ráðafáa aðgerðaleýsi ýtti