Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 24.12.1928, Side 6

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 24.12.1928, Side 6
6 VIKUOTGÁFA ALÞVÐUBLAÐSINS Guð og lukkan. Saga eftir Guömund Gíslason Hagalín. við hinni skapmiklu konu. Hana tangaði mest til að faæa í föt af bónda sínum og leggja af s'.að að ledta hans, en ffá börnunum gat hún ekki farið. Hún leit enn á klukkuna, sem var að verða fjögur. Vísirarnir færðust hægt, húsfreyju var bið- in löng. Hún taldi mínútumar á milli pess, er hún leit eftir matn- um. Loks klu'kkan hálffimm heyrð- ist umgangur frammi. Hún rauk fram, og börnin á eftir. Bæjardyrnar voru opnar, og kófið pyrlaðist lengst inn í göng. Börnin supu hveljur, og þau yngstu snéru sár undan. Konan fór út á hlað. Þar stóðu tveir hestar fyrir slaða. Karl- maður með annan karlmann í fangniu kom áleiðis að bæjardyr- unum. Þorgerður þekti þar bónda sinn og flýtti sér til hans. StoTmurinn var nærri búinn að feykja henni um koll, og kófið ætlaði að blinda hana, en áfram komst hún samt alla leið. Hún fylgdist með bónda sínum inn í dyrnar og sá þá að hann yar með Björn nágranna þeirra i fianginu. „Er hann dauður?'1 spurði kon- an. „Það vona ég að ekki sé,“ svar- aði maður hennar. „En nú ligg- .ur næst fyrir að koma honum í rúmið. Ég býst ekki við að hann sé neitt kalinn, því að hann var í skjóli á sleðammí.“ „Pabbi, pabbi!“ hrópuðu börn- in. f „Komið þið sæl, elskurnar min- ar!“ mælti Þorfinnur og hélt á- fram með Björn inn í baðstofu. Er bóndi hafði lagt Björn frá sér, mælti hann við konu sína: „Þú losar hann úr snjóklæðun- um á meðan ég geng frá hestun- um. Undir eins og Þorkell kemur inn, sendi ég hann upp að Störa- Núpi, til að segja konu Bjarnar.“ Bóndi kysti konu sína og gefck út. Aðfangadagurinn er liðinn að kvöldi. Veðrið er ögn skaplegra en kvöldið áður. Þess vegna var hægt að ná i konu Bjamar, sem ætlar nú að halda jólin í Gerði. Það er búið að kveikja á jóla- kertunum, og allir hafa klæðst hátiðabúningi. Kona Bjarnar situr á stoli við rúmið hans. Hjónin í Gerði em þar einnig. Allir í baðstofúnnfli hlusta, því Björn er að segja frá. „Ég reið það sem hesturinn komst gegn veðrinu, sem þá var ekki komið í algleyming. Skömmu eftir að ég reið fram hjá þér, datt Brúnn. Ég hefi víst henzt á höf- uðið fram af honum, og raknaði fyrst við í rúrffínu því arna. Þetta var í fyrsta skiftið, sem Brúnn datt með mig. Það fall hans leiðir til þess, að ég lágg hér í sárum. Kaldur nár væri ég nú orðinn, ef ég hefði ekki notið þín að. Ég er í ógleymanlegri þakklætis- skuld við þig, og nú býð ég hönd mína til sátta. Ég vonast til, að við gleymum því liðna, sem okk- ur hefir borið á milli, og lifum sáttir það sem eftir er.“ Þorfinnur tók þétt og innilega í hönd fyrverandi andstæðings síns. Drenglyndi og karlmenska skein út úr svipnum, er hann mælti: „Vegir guðs eru órannsakanleg- ir. Við megum ekki rífa niður það, sem hann byggir upp.“ — Þór\arinn Jótisson. I. Yzti bærinn á norðurströnd Höfðavíkur heitir Máfaberg. Þar bjuggu í tið afa okkar hjónin Jónas Sigurðsson og Þórdís Gunnarsdöttir. Jörð'n var kirkju- eign — eins og hún raunar er énn í dag. Hún hefir alt af þjótt heldur lélegt kot, því að slægj- urnar eru litlar og reitingssamar og lendingin er svo itl, að ekki verður róið til fiskjar, ef nokkur veruleg ylgja er í sjó. J;ónas og Þórdís áttu fjölda barna. Var því ærið oft þröngt í búi. Lítt þurfti þó sveitin að hlaupa undir bagga með’ þeim hjönum, því að þau voru bæði geysi dugleg til allrar almennrar vinnu — og auk þess var Jónas afbrigða góð skytta. . . En samt sem áður voru „betri bændur“ aldrei ugglausir um það, að alt Máfabergshyskið kynni þá og þegar að lenda á sveit. Alt af var konan að eiga börnin, var sannkölluÖ „barnaskrína“. Gár- ungarnir sögðu, að hann Jónas þyrfti ekki annað en slá stai sínum á skrinuna — og sjá: þá sprytti þar þegar fram sprikl- andi krakki! . . En það var ekki gerandi gaman að barneignunum þeirra Máfabergshjóna. Siður en svo. Þær gátu líklega tekið af gamanið fyrir sveilina. Ekki þurfti nú meira en annaðhvort karlinn eða fcerlingin bílaðist á heilsu — nú, þá var alt í fári! Krakkar þeirra Jónasar og Þór- dísar föru að heiman jafnóðum og þeir komust upp, allir nema næst yngsti sonurinn, Gunnar að nafni. Gunnar var þegar í bernsku talsvert ólíkur systkinum sínum. Þau voru ærslafengin og skap- bráð, en hann var hæglátur, þæg- ur og að því er virtist skaplaust. I orði voru þau eins og fólfe flest, en hann var oft skrítimn og sérvizkulegur. Þau voru hvikul yið vinnu og fíkin í leiki, en hann var iðinn og þrautseigur við hvert verk og var ávalt eins og utan við alt glens og gaman. Þeim gekk sæmilega að læra spurning- arnar, en honum frámunalega illa. Sagði möðir hans við hann, að kæmist hann nokum tíma í krist- inna manna tölu, þá yrði það ekki honum að þakka, heldur guðí og lukkunni. ( — Þú ert rétt eins og hann Steini bröðir, sagði hún mæðu- lega. — Svona var hann. Gat ekkert lært. Svo var hann lika 18 ára, þegar honum var troðið í kristnina! En Gunnar þráði ekkert eins og það að komast í kristinna manna tölu. Þegar hann væri kominn það, væri hann laus við spurning- arnar og fengi að vinna dag eftír dag. Og tiðhugsað varð honum um guð og lukkuna, sem gátu, ef þau vildu, lijálpað honum gegnum þrengingar fermingar- innar. Hvort sem það var nú fyrir að- stoð guðs og lukkunnar, ás'tund- un Gunnars eða hvort tveggja, var hann fermdur, þegar hann var 14 ára. Eftir það nefndi hann guð og lukkuna oftar en aðrir menn. Gunnar fór sjaldan út af bæ, og aldrei fór hann neitt nema hann ætti erindi. Fáir þektu hann þess vegna nokkuð að ráði, en samt hafði almenningur tekið eftir Hún var ekki dugs. Saga þýdd af Steingr. Thorsteinsson. Bæjarfógetinn stóð við opinn gluggann; hann var í stroklínsskyrtu með brjóstnál í fellingalíninu og sérlega vel rakaður; hann hafði gert það sjálfur; samt hafði hann skorið sig dálítið, en látið yfir það bréfögn rifna úr dagblaði. „Heyrðu mig, drengtetur!“ kallaði hann. Og drengtetrið; það var nú einmitt sonur þvottakonunnar; hann gekk fyrir rétt í þessu bili og tök ofan derhúfuna síría með mestu auðmýkt; derið var brotið og brenglað og húfan vel fallin til þess að stinga í vasann. Þarna stóð nú drengurinn í fátæklegum föt- um, en þokkalegumog sérlega vel bætturn, með klunnalega tréskó á fótum, IotningarfuIIur beint frammi fyrir burgeisnum, edns og það væri frammi fyrir sjálfum konunginum. „Þú ert góður drengur,“ sagði bæjarfó- getinn, ,,og kant þig vel; hún móðir þín mun vera niður við ána að þvo; þangað áttu að fara með það, sem þú ert með í vasanum. Það er bágt með hana móður þína. Hvað er það mikið, sem þú ert með þarna ?“ „Hálfpelj," svaraði drengurinn með lágum, hræðslulegum málrómi. - „Og í morgun fékk hún annað eins,“ sagði bæjarfógetimr. „Nei; í gær var það,“ anzaði drengurinn. „,Tveir hálfir gera einn heilan. Hún er ekki dugs. Það er grátlegt til að vita, hvernig það er, þetta alþýðuhyski. Segðu henni móð- ur þinni, að hún skuli skammast sín, og láttu sjá, að þú verðir aldrei fylliraftur; en það bregst nú varla, að það verðurðu, veslings barn. Og nú geturðu farið.“ Og drengurinn fór með derhúfuna í hend- inni, og vindurimn blés um glökollinn hans svo hárlagðarnir risu beint í loft upp. Hann gekk eftir strætinu og ofan sundið, þangað sem móðir hans stóð í vatninu við þvotta- Stólinn og lamdi á léreftsþvottinum. Það var straumur í vatninu, því vatnsmylnu- stíflurnar voru opnar, svo að lökin rak þver- streymis, og lá við að þvottastóllinn færi urn; þvottakonan varð að hafa sig alla við að geta staðið. „Ég held mér ætli að skola út,“ sagði hún; „það var gott þú komst, því mér er ekki vanþörf á einhverju til styrkingar; það er kalt að standa hérna í vatninu, og nú hefi ég staðið hér í sex klukkustundir. Ertu með nokkuð handa mér?“ Drengurinn tök upp flöskuna og móðirin setti hana á munn sér og drakk slurkkorm „Ó, hvað það er notalegt; hvað það hitar vel; það er eins gott og heitur matur og ekki eins dýrt. Dreiptu á, drengur minn! Þú ert svo fölur í framan; þér er kalt í þessum þunnu flíkum; það er lika haust. Hú; kalt er í vatninu; bara ég verði ekkí veik; ónei; það verð ég ekki. Gefðu mér einn seytil enn. Drektu Mka, en ekkki nema dálitla ögn; þú mátt ekki venja þig á það, aumjngja barnið mitt bláfátæka.“ Og hún gekk kringum bryggjuna, sem drengurinn stóð á, og upp á þurt. Vatnið hripaði niður af sefmottunni, sem hún hafði yfrum sig og rann niður úr pilsinu hennar, „Ég vinn baki brotnu, svo við Liggur að blóðið kreistist fram undan neglmn mér, en það er nú sama um það, ef ég gætii komið þér til manns, lambið mitt!“ I sama bili bar þar að konu nokkra, fremur aldraða og fátæklega til fara, híilta á öðrum fæti og með æðistöran lausalokk,- sem lafði niður fyrir annað augað, er blint var og dyljast átti, en það varð að eins

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.