Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 24.12.1928, Page 9

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 24.12.1928, Page 9
VIKUUTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS 9 Þessi djöfulsins pest, sem lagði mig í Túfmið! . . . Ja; ég er nú aldeilis hissa! Ég held sá svarti sjálfur sé hlaupinn i liÖ með þeim þama á Máfabergi! . . . En, séra Pétur! Þetta dugir ekki. Dugir hreint ekk-i-i, segi ég. . . . Heyrið þér mig! Gerðuð þér nokkuð . . . nokkuð skriflegt við hann ? — Nei; það gerði 'ég nú ekki. En ég lofaði honum jörðinni. Og . . . ja; það heyrðu að minsta kosti einir þrír bændur hérna af innsveitinni á tal okkar. — Hver . . . hverjir voru það? • Prestur hristi höfuðið. — Nei; þér getið verið vissir um, að það er komið um alla innsveitina. . — En blessaðir verið þér prest- ur! Við verðum að hugsa unr al- menningsheiliina! . . . Hugsið yð- ur bara: Barn á ári í ein 20 ár! Og þessir vesalingar! Nei; það má ekki svo til ganga; má ekki, skal ég segja yður, prestur minn! Ég vona, að þér sjáið það. Við þessir fáu, sem einhverja ábyrgð- artilfinningu höfum, við verðum að gera alt, já, bókstaflega alt, sem í okkar valdi stendur, til þess að sjá almenningsheillinn: borgið! Hvað hugsa þessir bján- ar? Ekki nokkum hræranlegan hlut! Nú stóð prestur á fætur og stik- aði nokkra hríð fram og aftur um gólfið. Hann var vandræðalegur og gremjulegur og gaf Einari oddvita við og við alt annað en vinsamlegt homauga. Loks stanz- aði prestur og vék sér að oddvit- anum. — Nei; það er ekki um annað aÖ gera en láta Gunr.ar hafa jörð- ina. Þér sjáið það sjálfur, að ég get ekki gert mig svo ómerkileg- an að fara að ganga á bak orða minna, sem voru þá líka töluð í votta viðurvist......Og svo er nú þetta: Ég er búinn að lýsa með þeim Gunnari og Ásgerði, — og þó að þau fengju nú aldrei Máfaberg, þá ættu þau börn fyrir því. . . . Ja; ég vil segja, að það sé þó skárra fyrir hreppinn, aö þau hafi jarðnæði, — og Gunr.ar er nú vanur búskaparbaslinu þarna út frá og mfcmdi kann ske klára sig sæmilega, þó að hann sé aldrei nema lítill fyrir sér. Oddvitinn settist niður og sat steinþegjandi og áhyggjufullur. . . En prestur stóð fyrir framan hann, órór og gramur. En alt í einu brá prestur við, hóf upp vinstri höndina og blístr- aði lágt. Oddvitinn leit á hann með eftir- væntingu. — Bíðum við, bíðum við! sagði prestur hressilega. — Nú hefi ég fundið lausnina á því öllu sam- an! Oddvitinn greip um rendumar á stólsetunni og hallaði sér á- fram. — Jú, það er ákaflega einfalt. Þér gerið yður bara ferð út aðl Máfabergi og talið við Gunnar, Ég skil ekki í öðm en að yðar orð hafi þau áhrif á svona fólk, að þér getið látið það gera svona nokkurnveginn það, sem yður sýnist. . . Auðvitað komið þér ekki að eins sem oddviti, helidur lika sem föðurleg forsjón Gunn- ars og Ásgerðar! Oddvitinn rétti úr sér í sæti sínu, en prestur hélt áfram: — Ja, ég er alveg viss um, að þetta dugir. Og þetta er hreinasta og léttasta leiðin — og í rauninni sú einasta, sem er fær. Þér emð í yðar rétti, bæði sem oddviti og maður, en ég er bundinn í báða skó. Þar er alt önnur aðstaða. Oddvitinn varð valdsmanns- legri á svipinn, og það var sem hann bæði hækkaði og gildnaðii: — Já, það er náttúrlega alveg hárrétt hjá yður: Ég hefi það tromp á hendinni að taka þau (sjálfur í hnakkann. Og ætli mað- ur láti það ekki duga, prestur minn ? Ég sé, að þér hafið hleypt yður í skrambi vonda klípu, af því að þér áttuðuð yður ekki strax á málinu. En það er um að gera að taka hvað eina rétt frá byrjun. . . Það var þessi bölv- uð pest, sem þurfti að hlaupa í mig! Þessi orð voru töluð með þeiim svip og raddhreim, að ekki gat hjá því farið, að prestur fyndi, að hann hefði keypt friðinn nokk- uð dýrt. . . Og það lá við, að prest iðraði þess að hafa ekki tekið oddvita öðrum og ómýkri tökum. VI. Tveim dögum sjöar kom Ás- gerður móð og skjálfandi upp í ærhús til Gunnars. Hún deplaði ótt augunum og néri saman hönd- unum. Gunnar blés, skaut húfunni aft- úr á hnakkann og horfði þegjandi á Ásgerði. Nokkur augnablik stóð hún þögul, en óró, en loks sagði hún lágt og vesaldarlega: — Oddvitinn vill finn — finna Ifig- . Gimnar stóð grafkyr eitt and- artak, setti sjðan frá sér rekuna og hristi höfuððið. að segja prýðisvel efnaður maður; ég gekk því beina leið til hans, tók í hendina á honum og sagði: „Er þér sama i hug til mín og áður?'‘ „Já,“ sagði hann; „æ og æfinlega." „Viltu eiga stúlku, sem h&iðrar þig og virðir, en elskar þig ekki. — Það er nú samt vísast að það geti lagast.“ „Það mun Iagast,“ sagði hann. Og upp á það gáfum við svo hvort öðru höndina. Ég fór heim til matmóður minnar. Gull- hringiim, sem sonur hennar hafði gefið mér, bar ég við brjóstið innan klæða; ég gat ekki sett hann upp á daginn, en ég gerði það á hverju kvöldi, þegar ég háttaði. Ég kysti hringinn, svo að mér blæddu varir, og svo fékk ég hann matmóÖur minni og sagði henni, að um.næstu helgi mundi verða lýst með mér og hanskaranum. Þá faömaði matmóðir min mig að sér og kysti mtg, og ekki sagði hún það, að ég væri ekki dugs, en það getur verið, að þá hafi ég verið betri, því ég var ekki um það skeið búin að reyna svo mikið veraldarandstreymi. Brúðkaupið var haldið um kyndilmessu, og fyrsta árið gekk alt vel; við höfðum einn handverkssvein og einn námspilt, og þú, Maren mín, varst vinnukona hjá okkur.“ „Ó; þú varst ágætis húsmóðir," sagði Ma- ren, ,,ég gleymi þvi aldrei, hvað þið hjónin voruð mér góð.“ „Það var nú á góðu árunum, sem þú varst hjá okkur; við vorum þá enn sem komið var, barnlaus. Stúdentinn sá ég aldrei. Jú; eftir á að hyggja; ég sá hann; hann kom hérna til að vera við jarðarför móður sinnail. Ég sá hann standa við gröfina; hann var svo náfölur og sorgbitinn; en það var af móðurmissinum. Seinna, þegar faðir hans sálaðist, var hann erlendis og kom hér ekki og hefir ekki komið síðan. Hann kvæntist aldrei, svo mikið veit ég; hann var, trúi ég, málafærslumaður. Eftir mér mundi hann ekki, og þó hann hefði séð mig, þá .nundi hann víst ekki hafa þekt mig aftur, svo ljót sem ég var orðin. Og það er nú vel fairið.“ Og hún talaði um sína þungu andstreymis- og rauna-daga, hvernig það var eins og hvert ólánið elti annað. Þau áttu fimm *hundruð ríkisdali, og hús nokkurt þar í strætinu var fáanlegt fyrir tvö hundruð; mundi því Borga sig að láta rífa það niður og byggja nýtt; varð svo úr, að þau keyptu húsið. Múrari og trésmiður gerðu áætlun um, að það mundi kosta ejtt þúsund og tutíugu dali. Eirík hanskara skorti ekki lánstraust, og fékk hann peningana að láni frá Kaup- mannahöfn, en skipherrann, sem átti að færa honum þá, fórst með öllu saman. „Það var einmitt um sama leyti, sem ég átti blessaðan litla drenginn minin, sem sefur ýarna. Maðurinn minn veiktist af þun.gum og langvarandi sjúkdómi. Hátt á annað ár varð ég að færa hann bæði úr og í. Þa'ð hrakaði alt af fyrir okkm' meir og meir. Við söfnuðum skuldum; alt varð að selja, laust og fast; og pabbi dó frá okkur. Ég hefi unnið baki brotnu, streitst og sveitst, barns- ins mín vegna, þvegið gólf og tröppur, þveg- ið léreftaþvott, bæði gröfan og fínan, en mér á nú ekki að auðnast betra; það er svo Drottins vilji, en hann leysir mig vonandi frá þessu lífi og elur önn fyrir drengnum minum.“ Og þar með sofnaði hún. — Þegar Ieið undir morguninn kendi hún sig hressari og nógu styrka, að því er hún hélt, til að ganga að verki sínu. Hún var rétt að eins komin út í kalda víatnið, þæ setti að henni skjálfta og ómegin; hún greip hendinni fram fyrir sig eins og í krampaflogi, tók skref upp á við og rauk út af. Höfuðið lá á þurru landi, en fæturnir úti í ánni, tréskörnir, sem hún hafði staðið í á áþ- botninum, — það var sín hálmviskin í hvor- um —, þá rak með straumnum. Svona sötti Maren að henni, þegar hún kom að færa henni kaffið. . Það höfðu komið boð frá bæjarfögetanum, að hún skyldi koma til hans tafarlaust; hann hefði nokkuð að segja henni. Það var um seinan. Rakari var sóttur til að taka henni blóð, en hún var liðin. „Hún hefir drukkið sig í hel,“ sagði bæj- arfógetinn. I tilkynningarbréfinu um lát bróð- ursins var skýrt frá innihaldi erfðaskráK- innar, og var hanskaraekkjan, sem fyrrum hafð/ verið vinnukona hjá foreldrum hans, aTfleidd að sex hundruð ríkisdölum;skyldu þeir peningar eftir beztu vitund úthlutast henni og barni hennar í stærri og minni fjárhæðum. „Það hefir eitthvað verið á milli bröður míns og hennar,“ sagði bæjarfógetinn. „Það er gott, að hún, er frá; drengurinn fær það nú alt. Ég kem honum fyrir hjá göðu fólki og hann getur orðið nýtur handverksmaður.“ Og yfir þau orð lagði drottinn vor blessun sína. Og bæjarfógetinn kallaði drenginn fyrir sig, lofaði að láta sér ant um hann og sagði honum hvað það væri heppilegt, að möðír hans væri dáin, því sú hefði nú ekki verið dugs. Hún var borin út í kirkjugarð, fá- tæklinga kirkjugarðinn. Maren gröðursetti dálítið rósatré á leiðið; drengurinn stóð við hlið hennar. „Elsku mamma!“ sagði hann, og tárin streymdu niður eftir kinnum hans; „er það satt, að hún væri ekki dugs?“ „Jú; víst var í henni dugur,“ sagði Maren gamla og leit til himins; „það veit ég frá því fyrir mörgum árum og frá síðustu nótt- unni, sem hún lifði. Ég segi þér það; hún var þó dugs eftir alt saman, og drottinn, vor á himnum segir það líka. Lofum svo heiminum að segja, að hún hafi ekki verið dugs!"

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.