Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 20.02.1929, Page 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 20.02.1929, Page 3
druknar, fellur útbyrðis, lemstr- ar hönd eða fót, hversu oft sjást ekki slíkar fregnir. Stunclum far- ast skipin í rúmsjó með allri á- höfn, stundum mörg í saima of- viðrinu, stundum stranda þau nærri landi, nokkrir skipverja komast af eftir að hafa horft á félaga sína einn af öðrum gefast npp, slitna af rám eða úr reiða og drukkna eða lemstrast fyrir augum þeirra. Laun sjómanna eru lægri en iðnaðarmanna í landi, vinnutími þeirra nær helm- ingi lengTi. Otgerðarmenn mæla vinnuafl þeirra og lifsstarf með sama mæiikvarða og kol og salt, alt er þetta „kostnaður“ útgerðar- innar. Námaeigendurnir brezku kröfð- ust þess, að laun verkamanna yrðu lækkuð og vinnutími þeirra iengdur. Þeir bentu á, að léleg- ustu námarnir, sem verst voiru starfræktir, gæfu ekki arð. Um gróðann af betri námunum, þar sem unnið var með fullkomnum tækjum, þögðu þeir. Togaraútgerðarmennirnir hér kröfðust og launaiækkunar. Þeir börðust með hnúum og hnefum gegn því, að sjómönnum yrði lög- trygggð 8 — segi og skrifa átta — s'tunda hvjld á sólarhring. Þeim þótti 16 stunda vinna ekki nóg. Þeir benda á togarafélög, sem hafa farið á hausinn, en þegja vandlega um hag hinna, sem hafa grætt, stórgrætt. Eins og þeir líka þegja um flesta kostnaðarlið- ina aðra en kaup verkafólksins, þegja um, hvað eigendur, stjórn- ir, framkvæmdastjórar, axarsköft og misheppnað gróðabrall kosta útgerðina á ári hverju. Brezku verkamennirnir neituðu að vinna fyrir það kaup og viÖ þau kjör, sem námaeigendur buðu. Hætt var svo mánuðum skifti að grafa upp kol í Eng- kndi. is’lenzkir sjómenn neituðu að ganga að þeim kjörum, sem út- gerðarmenn buðu. Togararnir is- ienzku hafa flestir legið bundnir á annan mánuð. Brezka auðvaldið og íhaldið gerði málstað námaeigenda að sinum, barðist með þeim gegn verkamönnum, alþýðu allri. íslenzka auðvaidið og ihaldið hefir gert málstað togaraútgerðar- hianna að sjnum, það berst með Þeim gegn sjómönnunum, gegn islenzkri alþýðu og samtökum hennar. Enn skal á eitt minnast að eins. Brezk stjórnarvöld sáu og við- ^rkendu, að mál þetta varðaði Þjóðina alla. Þau viðurkendu að holaiðjan væri ekki einkamál hámaeigendanna, heldur alþjóðar- ttiál. Brezk stjórnarvöld skipuðu því ^érstaka nefnd til þess að ramn- ^ka rekstur kolanámanna, hag hámaeigenda, ástand kolaiðjunn- yfirleitt. islenzk stjómarvöld hafa til Þessa látið togaraútgerðina og yf- VIKUOTGÁFA ALÞVÐUBLAÐSINS irstandandi deilu afskiftalausa, líkt og um einkamál, en ekki alþjóðarmál, væri að ræða. Nú er alþingi saman ko,mið, tekið til starfa. Hvað gerir það? Svarið fæst einhvern næstu daga. Alþingi. Alþingi er sett. Hið annað í röðinni síðan íhaidsstjórninni var steypt af stóli. Flokkur sá, sem kennir sig við bændur og samvinnu, fer nú með völd og er stærstur þingflokkanna. Rík- isstjórnin hefir setið við hlutleysi þingmanna Alþýðuflokksins til þessa. Ber þó margt á milli. For- ingjar Framsóknar hafa þrásinnis lýst því yfir, að flokkur þeirra sé andvjgur Alþýðiuflokknum í öll- um höfuð-stefnumálum. Hins veg- ar láta þeir liklega við ýmsum smærri lágfæringum og umbót- um og hafa ekki gert sig bera að beinum fjandskap við verkalýðinn og samtök hans. Með tilstyrk þeirra var ríkislögreglufrumvarp- ið drepið, svo og frv. um afnám berklavarna, nefskatta og „sparn- að“ á barna-' og alþýðu-fræðslu. Með tilstyrk þeirra voru vöku- lögin samþykt og lækkun kaffi- og sykur-tolls. Þessa nýtur nú stjórnin ihaldið er í minni hiuta á al- þingi. Þarf því ekki að óttast, að hin gömlu áhugamál þess, eins og t. d. ríkislögreglan, komist fram á þessu þingi, þótt alkunn- ugt sé, að „herinn“ væri ihald- inu kærkominn mjög í sambandi við yfirstandandi kaupdeilu og víst rnegi telja, að þeirra fyrsta verk, ef þeim nokkTU sinni; auðn- aðist að ná meiri hluta, yrði, að setja hanri á laggirnar og taka upp úr salti önnur sín fyrri frumvörp, t. d. um lækkun skatta á togarafélögum, aukhar álögur á alþýðu og minkuð fjárfram- iög til almenningsþarfa. Ýmsir hafa haft orð á því, að álit og virðing alþingis hafi farið dvínandi meðal þjóþarinnar hin síðari ár, og nokkrir telja, að þingræðisskipulagið sé komið að fótum fram. Annað fyrirkomuiag heppilegxa og acéttlátara en þing- ræði, sem bygt er á fullkomnu iýðxæði, er þó enn ekki fundið, og kvartamir um. álitsrýrnun þingsins eru jafngamlar þvi sjálfu. Hinu verður ekki neitað, að mestur tími þimganna undanfarið hefir oft flarið i afgieiðslu hégóm- legra mála, karp um smámuni og einskisverðar deiiur, en stór- málin, sem varða hag og heill þjóðarinnar ailrar, hin eiginlegu þjóðmál, hafa verið látin sitja á hakanum. Lítur oft út f>TÍr, að þingin hafi skO’rt áræði og djörfung til að taka þau tii með- ferðar í fullri alvöru. Því miður má að ýmsu leyti þetta sama segja um sjðasta þing. Af málum þeim, sem Alþýðu- flokkurinn þá flutti, voru lang- flest óafgreidd, þegar þimgi lauk. Þar á meðal þessi: Ríkiseinkasala á saltfiski. Verkamannabústaðir. Kosningaréttur til sveita-og bæj- ar-stjóma (21 árs aldur, fá- tækxastyrkur varði ekki rétt- indamissi). Ríkiseimkasala á tóbaki. Veðiánasjóður fiskimanna. Ríkiseinkasala á olíu. Gxeiðsla verkkaups og verkkaups- veð. Forkaupsréttur -kaupstaða að hafnaxmannvirkjum o. fl. Trygging á fatnaði og munum skipverja. Stofnum nýbýla. Öll verða þessi mál tekim upp á þinginu í vetur. En auk þeirra er fjöldi stórmála, sem bíða bráðrar úrlausnar. Kjördæmaskipunin er slfk, að nóg er til að gera lýðræðið nafn- ið tómt, þótt ekkert væri annað. Hver kjósandi á Seyðisfirði hefir sexfalt meixi áhrif á skipun al- þingis en kjósandi hér í Reykja- vík, og annað eftir því. Almammatryggirigar éru hér nær engar. Veikindi, atvinnuleysi, slys, elli og ómegð koma fjölda nýtra manna og kvenna árs árlega á vonarvöl, valda því, að þeir eru sviftir almennum réttindum og settir á bekk með fábjánum og glæpahyski. Þekkist slíkt varla í nokkru menningarlandi nú orðið. Nauðsymlegustu matvæli al- mennings og lyf handa sjúkling- um eru braskvara, sem fjár- gróðamsnn skattleggja eftir vild. Fátækralögin heimiila enn sveitarflutning og sundrun heim- ila, auk þess, sem mannréttindi eru tekin af þurfamönnum. Engin ákvæði eru til í lögum okkar um lemgd vinnutíma eða næturhvíld, nema ákvæði vöku-. laganna frá í fyrra. En í flestum siðmemningaxlöndum er nú 8 stunda vimnudagur Iögfestur eða viðtekinn á annan hátt- í fjölda atvinnugreina. > Kaupgjald verkamanna við rík- issjóðsvinnu hefir verið lægra en örgustu fépúkar hafa greitt verkamönnum sjnum* íslandsbanka er haldið uppi ár eftir ár með lánum af almannafé og engin ráðstöfun gerð til að gera bankann að gagnlegri, lif- andi, starfandi stofnun. Og togararnir liggja bundnir við hafnargarðana nú um háver- tíðina. Getur þingið komist hjá því að láta þessi mál til sin taka? Nei! Ekki ef það vill halda heiðri sjnum. Dómur þjóðarinnar um alþingi fer eftir aðgerðum þess eða að- gerðaleysi í þessum málum. Ýmsum skólumj hefir verið lokað hér í bænum vegna inflúenzuhættumnar. Vikuútgáfa AlMðublaðsins kemur út á hverjum miðvikudegi, kostar að eins 5 krónur á ári. Gjalddagi fyrir 1. okt. Úrsögn sé skrifleg, bundin við áramót, enda sé viðkomandí skuldlaus. Ritstjóri: Haraldur Guðmundsson, simi 2394. Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu, Hverf- isgötu 8, símar 988 og 2350. Andsvðr íhaldsins. Steli fátækur maður brauðbiita eða fiík hamda svöngum og köld- um börnum sínum, er hann dæmdur til hinnar hörðustu refs- ingar skilyrðislaust, ef til viU til margra mánaða fangelsisvistar. Við þetta hefir íhaldið ekkert að athuga. Þetta verður að ger- ast, segir það, til þess að vernda „friðhelgi eignarréttarms“. En þegar sá hryggilegi atburð- ur ' gerist, að opinber embætitis- maður, sem um tug áfa hefir seitið í einu virðulegasta og tekjumesta embætti landsins, verður uppvís að því að hafa eigi greitt rétt- um eigemdum vexti af -fé dán- ar- og þrota-búa, sem verið hafa í vörzlu hams sem opinbers skifta- ráðanda, heldur tekið þá til sín, og ríkisstjórnin af • þessu tilefni fyrirskipar sakamálsrannsókn á embættisrekstri hans og, að henni lokinni, málshöfðun á hendur hon- um, þá fyllist íhaldið vandlæt- ingu(!!!) og talar um póiitíiska ' ofsókn. Þegar svö rannsóknin leiðir í Jjós, að vaxtatakan nemur um 60 þús. krónum, eða um 6000 krónum á ári, þau 10 ár, sem rannsóknin nær yrtir, og ernbætt- ismaðurinn er dæmdur til 15 daga einfaldrar fangelsisvistar, skilyrðisbundnum dómi þó, — þá tryllist höfuðblað ihaldsins og svarar með því að bera þaö á „alla bæjarfógeta og flesta sýslu- menn landsins“,að þeir hafi fram- ið sams komar verknað, auk þess sem það ber brigsl á hinn setta dómara. / Fátækur maður gripur í neyð sinni matarbita eða fllk. Hann er dæmdur skily|;ðislaust til harðr- ar refsingar og ærumissis. Ihaldið er ánægt. Hálaunaður embættismaður í virðulegri trúnaðaTstöðu verður uppvís að vaxtatöku af fé dánar- og þrota-búa, er nemur um 60 þús. kr. Hann er dæmdur skilyrðisbundnum dómi til 15 daga fangelsisvistar. Ihaldið ætlar af göflunum að ganga. Andsvör þess eru hin sömu og er það varði Hálfdan í Hnífsdal, Einar Jónasson, sjóðþurðina í Brunabótafélaginu og skaftsvikm hérna. Andsvörin sanna samábyrgð í- haldsins.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.