Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 4

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 4
4 VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSINS Jafnir fyrir ISpnum. Ottesen, flutningsmenn rafmagns- veitufrv. íhaldsmanna, greiddu atkuœði gegn fjárveitingunni til taforkuveitanna, og þriðji flutn- ingsmaður rafmagnsfrv., Magnús Gudmundsson, greiddi ekki at- kvœdi. — Ábyrgðin fyrrr Sigl- firðinga til raforkuveitu þar hafði áður verið sampykt í neðri deild, en síðan feld í efri deild. Einar á Geldingalæk flutti til- lögu um, að styrkurinn til Stór- stúkunnar yrði aftur lækkaður úr 10 þús. í 8 þús. kr., en þegar hann sá, að alla'r breytingatillög- ur voru feldar, hætti hann við að láta þetta áhugamál sitt koma til atkvæða. — I stað ]>ess að lögleiða einka- sölu ríkisins á tóbaki og afla rík- inu þar með tekna, hafa áætlun- arliðir fjárlaganna verið hækk- a*ðir, til }>ess að lögin liti betur en ella út á pappírnum, en auð- vitað hækka tekjurnar ekkert við það. Gjöld samkvæmt fjárlögum eru ákveðin kr. 12 821 744,25, en tekjur áætlaðar 12 816600 kr. og er þá sú áætlun tæplega í jafn- vægi, — rúmlega 5 þús. kr. halli. Auk j>ess eru lögboðin útgjöld, sem ekki eru tekin upp í fjár- lögin, sennilega um '% miljón kr., þ-ar af fara 360 þús. kr. í vexti og afborganir af því fé, sem „Framsókn" og íhald samþykti að rikið legði fram til Islands- banka sáluga. Af tekjum rikisins eru beinir skattar, tekju- og eigna-skattur og fasteigna-skatt- ur, að eips tæpur fjórði hluti á móts við tollana. — Framlag rik- isins til verklegra framkvæmda er 3 260 þús. kr. Fjárveiting til Vestmanna- eyjahafnar, 110 þús. kr., fjárauka- lög fyrir árið 1928, að upphæð kr. 1,252 946,49, fjáraukalög fyrir árið 1929, upphæð kr. 606 118,28, .og sampijkt á landsreikningnum 1928_ fengu einnig laga-afgreiðslu (í e. d.). — Niðurstöðutölur lands- reikningsins eru rúmi. 14 400 þús. kr. ’n Önnur pingmál. Yfirskodunarmcnn landsreikn- inga voru Icosnir: Pétur Þórðar- son í Hjörsey, Hannes Jónsson alþm. og Magnús Guðmundsson. Þingsályktunartillaga Alþýðu- flokksfulltrúanna im> nijja kjör- dœmaskipun var tekin út af dag- skrá í sameinuðu þingi og los- uðu „Framsóknar“-mennirnir sig þar meö við að greiða atkvæði um hana; en hugur þeirra og í- haldsmanna til réttlátrar kjör- dæmaskipunar komu ótvírætt i Ijós við umiæður þær, sem áður urðu um málið, svo sem fTá hefir verið sagt hér í blaðinu. Tóbakseinkasalan komst gegn um 2. umræðu í e. d., en stjórn- in sá svo um, að frv. kom ekki til síðustu umræðu, heldur lét hún málið daga uppi. Hafnargerðimar þrjár voru einnig samþyktar við 2. umræðu í e. d„ en nógu margir „Fram- sóknar“-flokksmenn neituðu um afbrigði til þess, að þær kæmu sama dág til 3. umræðu. Við 2. umræðu voru þau frv. samræmd þannig að tillögu Erlings Frið- jónssonar, að héruðin leggi jafn- óðum fram 1/5. hluta kostnaðar, eins og jafnan var gert ráð fyrir í frv. um hafnargerð á Dalvík, en var nokkru minna hlutfalls- Á fjölmennum fundi verkam þykt svohljóðandi tillaga: „Verkamannafélagið Dagsbrú arinnar, að hún láti alla vera tafarlaust hefja rannsókn í Isla Þetta er nú i þriöja sinn, um að krefjast rannsóknar í Is hætt að segja, að almenningur sjá hvort lögin á Islandi eigi að annafélagsins Dagsbrún var sam- n gerir þá kröfu til landsstjórn- jafna fyrir Iögunum, og láti því ndsbankamálinu.“ sem félagið samþykkir tillögu landsbankamálinu, og það er ó- bíður með óþreyju eftir því, að ná jafnt yfir ríka sem fátæka. Stjórnin og berklaveikisvarnirnar. Ríkisstjórnin hefir ákveðiö, að hún viöurkenni ekki aðrar Ijós- lækningastofur til þess að greiða þeim kostnað við lækningar berklasjúklinga, heldur en Vífil- staði, Kristsnesshæli og Röntgen- stofuna í Reykjavík. Hún hefir og ákveðið, að skilyrði fyrir ríkis- styrk til sjúkrahússdvalar berkla- sjúklinga, þar sem sjúkrahúsin eru rekin sem einkafyrirtæki, sé, að þar sé ekki tekið hærra dval- argjald heldur en hún telur áð hafi orðið á Vífilstöðum. Vilmundur Jónsson héraðslækn- ir hefir fyrir hönd sjúkrahúss- nefndarinnar á isafirði mótmælt þessum ákvörðunum stjómaTÍnn- ar sem ólöglegum og ranglátum, bæði við berklasjúklinga, sem verða að leita til sjúkrahúsanna af því að þeir komast ekki að í hælum ríkisins, og við sjúkrahús- in, þar sem ekki er unt að hafa gjaldið svo lágt, án stórtaps, vegna erfiðari aðstöðu. Haraldur Guðmundsson flytur af þessum ástæðum þingsálykt- (únartillögu í neðxi deild alþingisa til þess að rétta hluta sjúklinga þeirra, sem yrðu útundan um styrk, ef þetta tiltæki stjómar- innar væri látið viðgahgast, og til þess að sjúkrahús, hvar sem er á landinu, geti orðið berkla- sjúklingum að athvarfi, svo sem nauðsyn ber til og ætlast er til í lögum .1 tillögunni er ætlast til, að samið sé af ríkisins hálfu fyrir fram við,stjómir sjúkrahúsa og ljóslækningastofa, fyrir misseri léða ár í senn, um kostnað allan við dvöl og lækningu styrkhæfra berklasjúklinga, svo sem ákveðið er í lögum, og þá lagður til grundvallar kostnaður á Vífils- stöðum, en tekið tillit til alls að- stöðumunar, svo sem skulda, er hvíla á sjúkrahúsi þvi, sem við er samið, og verðmunar, einkum á mjólk og rafmagni. — Leiðrétt- ingu þessa ber að gera, bæði vegna sjúklinganna sjálfra og allraT þjóðarinnar, því að rikis- styrkurinn til sjúkrahússvistar berklasjúklinga er fyrst og fremst ráðstöfun til að hamla útbreiðslu veikinnar. Það er í meira lagi óskynsam- legur „spamaður“ að gera ráð- stafanir til þess að draga úr berklavörnum. :lega í frv. um hafnaigerð á Akra- nesi og næstum ekkert í frv. um hafnargerð á Sauðárkróki. Sauðnautakaupin fóm gegn um aðra umræðu af tveimur í e. d. og dagaði tillagan þar með uppi. Frv. um breytingar á lögum um Byggingar- og landnáms-sjóð fóru gegn um 2. og 3. umr., var breytt og komu aftur til neðri deildar. Þar var neitað um af- brigði til þess að ,frv. væri af- greitt þá um nóttina. Fundi i neðri deild lauk kl. að ganga 5 á skírdagsmorgun. Endaði hann á því, að ekki náð- ist ályktun um jarðræktarstyrk- inn, — komu ekki fram nógu mörg atkvæði til þess. Þingi frestað . Á laugardaginn var þingifvj frestað þangað til á alþingishátið- inni. Var það 93. dagur þess að helgidögum með töldum. Haldn- ir voru samtals 178 þingfundir, þar af 85 í neðri deild, 83 í efri deild og 10 í sameinuðu þingi. Fyrir þingið komu samtals 143 mál, þar af 118 frumvörp og af þeim 31 stjórnarfrv. Þingsálykt- unartillögur komu fram 22 og 3 fyrirspurnir. Afgreidd voru 51 lög og voru fjárlögin þau síðustu. Feld voru 6 frv., 3 afgreidd með dagskrá, 2 visað til stjómarinnar, en 56 dagaði uppi, þar af 11 stjórnar- fmmv. Gerðar vom 9 þingsályktanir og auk þess lofaði stjómin að taka tillöguna um miðunandta til greina, þótt hún kæmi ekki til atkvæða. Svo var talið, að 6 þingsályktunartillögur liafi verið feldar. Aðrar 6 dagaði uppi. Flðskn$kefti. Á Páskadagsmorgun var Guð- leif Stefánsdóttir í Hákoti á Álftanesi á gangi með sjó fram. Sá hún þá flösku í fjömnni, en í henni var skeyti frá farþegum á Lyru. Skeytið hljöðar þannig: Staddir á s/s „Lyra“ 9/4 1930 140 milur undan Reykjanesi. Góð líðan. Vinsamleg tilmæli okkar að skeyti þetta komist til ein- hverra blaðamanna í Reykjavik. Farpegamir. ' Það heitir Gesthúsafjara, þar sem Guðleif fann flöskuna. Skeyt- ið hefir, eins og sjá má verið 11 daga á leiðinni. Þaö er nú í sýningikassa Alþýðublaðsins. Benzínskattur. Aukaskattur á ferðir og flutn- inga með bifreiðum. íhalds- og „Framsóknar“-menn- irnir i fjárhagsnefnd neðri deild- ar alþingis flytja frumvarp um, að auk vörutolls skuli leggja innflutningsgjald á benzin, er nemi 7 auruin á hvert kg„ sem notað er á bifreiðar. Frv. er flutt að ósk fjármálaráðherrans, en Ól- afur Thors er framsögumaður. Svo náið er bandalag stjómar- innar við ihaldsliðið þegar bæði leggja sig fram til þess að velta bifreiðaskattinum af einkabif- reiðaeigendum yfir á almenning, — alla bifreiðanotendur — og margfalda hann um leið. Frumvarp þetta kom í nótt til 1. umræðu og jafnframt drifu inn í þingið mótmæli gegn skatt- inum. Héðinn Valdimarsson benti á, að þegar frv. Ól. Thors um slik- an skatt, sem þó yar ekki svona hár, var vísað frá með rökstuddri dagskrá á alþingi 1927, þá tóku „Framsóknar“-menn og „Tíminn“ svo í það „litla ljóta fmmvarp", að þá hefði þótt saga til næsta bæjar, ef menn hefðu vitað, að þremur árum siðar flytti hann það aftur og þá fyrir „Fram- sóknar“-stjórn, og væri skattur- inn þá jafnvel enn hærri en i fyrra frv. hans. En hvað hefir gerzt? Varla er hægt að hugsa sér meiri endaskifti á skoðunum en „Framsókn- hefir nú haft. Þarna er farið fram á 200 þús. kr. árlegan skatt á bifreiðanot- endur, samkvæmt ágizkun, er fylgir frv. Hann yrði þó miklu meiri fyrir þá að greiða, því að svo kæmi aftur álag á tollinn, eins og er á alla tolla, og bif- reiðafargjöld og flutningar myndu hækka miklu meira en sjálfum skattinum nemur. Það er ekki að sjá á frv. þessu, sagði H. V„ að það sé bænda- stjórn, sem lætur flytja það. Á langflutningana legst gjaldið þyngst. Bændur, sem þurfa að fá fluttar nauðsynjar sínar langa leið á bifreiðum, munu finna um- hyggju bændastjórnarinnar, ef þetta frv. verður að lögum. — Framhald umræðunnar er á dagskrá í dag. ur, Pylm að nafni, beið bana. Flugmennirnir meiddust lítils háttar.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.