Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 25.03.1931, Qupperneq 6
6
VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐSJNS
land mikiö af fiski. Það voru
íiilniir, Gulltoppur, Belgaum og
Gjtlfi. Þeir fengu 11—15 poka í
dirætti eftir 20 mínútur. Þeir
höfðu varla komist í örari fisk.
Samt oiga togararnir að bíða til
20. marz, en.hvað verður þá? Eru
líkur til að porskurinn bíði eftir
því, að skipin fái að fara? Það
eru litlar líkuT til þess, að þeir
geti fengið örari né betri fisk
þó þeir bíði. Til hvers er að hafa
slík tæki, sem látin eru liggja
aðgerðariaus ]ægar helztu líkur
eru til, að á öðrum tímum geti
ekkj gengið betur?
Er ekki mál til komiö að breyta
til um reksturinn, eða eru enn
þá ekki nógu margir, sem sjá
voðann, sem af þessu stafar?
12/3 ’31.
Sjómannafélagi 216,
Dn'aysióta&veiðar
Fiskimenn víða um land líta
svo á, að engin ástæða sé til
þess að banna dragnótavéiðar í
landhelgi, sízt svo mikinn tíma
árs, sem nú ér gert. Telja þeir
það alls ósannaða fullyrðingu, að
dragnætur spilli fiskiveiðum, og
á engu meiri rökum reista en
sams konar fullyrði-ngar fyrr á
tímum um, að línur og þorska-
net spiltu veiðiskap. Dragnótin er
tiltölulega ódýrt veiðarfæri, eink,-
ar hentugt fyrir smærri og stærri
báta og hefir reynst fengsæl þar
sem hún hefir verið notuð. Línur
og beita er nú einn allra þyngsti
útgjaldaliður bátaútvegsins, og er
því hin mesta nauðsyn að gera
tilraunir til þess að draga úr
veiðarfærakostnaðinum. Þá er
ldtt engu síður áríðandi, ef flutn-
ingur á ísvörðum fiski til útlanda
hefjast, að geta jafnan sent fjöl-
breyttan fisk, t. d. nokkuð af
kola o. þ. h„ en kolinn, sem víða
er gnægð af í fjörðum og við
strendur landsihs, kemur nú báta-
útveginum að litlum sem engum
notum. Botnvörpuskipin, erlend
sem innlend — og þau eriendu
eru margfalt fleiri — hirða mest
af því, sem veiðist af honum, og
þau mest, sem freklegast brjóta
landhelgislögin.
Fyrir því flytur Haraldur Guð-
mundsson frumvarp á alþingi um,
- að sá tími, sem dragnótaveiðar
í landhelgi eru leyfðar, sé lengd-
Ur ,upp í 7 mánuði á ári, ágúst
til febrúar. En jafnframt er gert
ráð fyrir, að atvinnumálaráðherra
setji reglur um lágmarksstærð
þess fiskjar, sem leyfilegt sé að
íveiða í dragnót og hirða úr nót-
inni, og um möskvastærð nót-
anna, tií þess að fyrirbyggja, að
ungviðið sé drepið að þarflausu.
Hafa Danir, Þjóðverjar og fleiri
þjóðir sett slíkar reglur og þótt
gefast vel. Þá er enn fremur Lagt
til í frumvarpinu, að heimild sú,
sem ráðheiTa hefir nú til ]>ess,
ef héraðsstjórnir óska, að banna |
Hnefahðgg
f andllt verkalýósins.
Fran&varpið nnt h|&rabætur verhamanna í
ríkis- o«5 bérads-vinnn felt á alpingi.
dragnóta\æiðar frekar en lögin á-
kveöa, sé úr lögum numin. Er það
í samræmi við tillögu um þetta
efnii, sem samþykt var á siðasta
aðalfundi Fiskifélagsins.
Forkaupsrétturinh og
Haíldór Steinsson.
Á fyni þingum hefir Halldór
Steinsson jafnan greitt atkvæði
með frumvarpi Alþýðuflokksins
um forkaupsrétt kaupstaða á
hafnarmannvirkjuim og lóðum. Nú
ler í frumvarpinu einnig ætlast til,
að kauptún fái sama rétt. En þá
snýst Halldór gegn því. Nú
greiiddi hann atkvæði gegn frum-
varpinu við 2. og 3. umr. Verður
þetta ekki skýrt á annan veg en
þann, að honuin sé sérstaklega
ant mn, að kjósendur hans í
Stykkishólmi, Ólafsvík og Sandi
skuli engin not hafa af fram-
gangi málsins, úr því að hann var
með þvi meðan það náði ekki til
að verða þeim bygðarlögum að
gagni, en snýst nú á móti því,
þegar það á líka að koma þeim
að notum.
Bifreiðastjórar.
Réttarbætur peim tll handa
Héðinn Valdimarsson og Sigur-
jón Á Ólafsson flytja frumvarp á
alþingi mn, að vernd sú, er lögin
um gredðslu verkkaups veita
verkafóllri og iðnaðarmönnum
um innheimtu á kaupi þeirra,
nái einnig til bifreiðastjóra, svo
að þeir öðlist þann sama rétt,
er nái bæði til innheimtu á
kaupi þeirra og aksturslaimum.
Annað frumvarp flytja þeir
Héðinn og Halldór Stefánsson um
þá viðbót við lög um notkun
bifredða, að skylt skuli sérhverj-
um bifreiðareiganda að tryggja
hvern þann, er ekur bifreið hans,
fyrir bótum vegna slysa, er hánn
kann að verða fyrir við akstur-
inn. Skal trygt i Slysatryggingu
ríkisins og fyrir sörnu bótum og
þar eru ákveðnar.
Talið er, að samkvæmt núgild-
andi lögum nái skyldutrygging-
in a. m. k. ekki til bifreiðastjóra,
sem eiga sjálfir bifreiðar sínar.
Bæði frumvörpin eru samkv.
almennum óskum bifreiðastjóra.
Engar ordur — engir tiilar.
Nýlega fór fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla í Sviss um það,
hvort Ieyft skyldi að taka við
orðurn, titlum eða gjöfum af er-
lendum stjórnum. Voru % hlutar
allra atkvæða með því að banna
slíkt. — Hvað skyldi okkar
dansk-íslenzka íhald segja, ef við
íslendingar vildum banna þetta?
Frumvarp Alþýðuflokksfulltrú-
anna um 9 stunda vinnudag í
daglaunavinnu hjá ríkinu, bæjar-
félögum og í héraðavinnu, og
um, að í þeirri vinnu skuli gilda
kauptaxti eða kaupgjaldssamn-
ingur næsta verklýðsfélags, var
til 1. umræðu í neðri deiM al-
þingis fyrra laugardag. Kom
þar skýrt í ljós hugur margra
af þingmönnum auðvaldsflokk-
anna til hagsbóta verkalýösins og
hve lítill er skilningur þeirra á
þörfum hans.
I flutningsræðunni benti Héð-
inn Valdimarsson á þann sann-
leika, sem viðurkendur er af öll-
um þeim, sem þekkingu hafa ]>ar
á og ekki mæla gegn betri vit-
und, að langur vinnutími er bæði
skaðlegur fyrir verkamennina
sjálfa, slítur þeim út fyrir örlög
fram og sviftir þá tækifærum til
að auðga anda sinn, og að jafn-
framt verða afköstin viö vinn-
una minni, svo að það er beggja
hagur, verkamanna og verkþegá,
að hinn óhæfilega langi vinnu-
tími á dag sé styttur. í annan
stað benti H. V. á, hvé það er
ósæmilegt fyrir íslenzka ríkið,
fyrir ríkisstjómina og vegamála-
stjóra, hve vegavjnnukaupið hefir
verið lágt nú um allmargra ára
bil. Og svo misjafnt hefir það
veriö, að jafnvel hefir munað 20
—'30 aurum um kl.stund á kaupi
vegavinnumanna á Hellisheiði,
eftir því hvar þeir hafa átt
heima(l).
Bernharð Stefánsson hóf fyrst-
ur andmæii gegn frumvarpinu og
fann það sérstaklega að því, hve
hátt kaup bændum yrði þá greitt
í sveitavegavinnu og hve vinnu-
tími þeirra yrði stuttur á dag,
ef frumvarpið yrði samþykt.
Skoraði hann á deildarmenn að
fella það þegar við 1. umræðu.
Héðinn benti á, að einmitt þess
vegna hefir vinnutími í sveitum
verið styttur frá því, sem áður
var, að bændur sáu, að langi
vinnutíminn borgaði sig ekki fyr-
ir þá, og hitt væri næsta kynleg
spéki hjá Bernharði, að bændur,
sem vinna að vegagerð, Hefðu á-
huga á því að fá vinnu sína
sem verst borgaða. Gerði hann
Bernharði það tilboð, að hann
skyldi styðja breytingartillögu,
ef Bernh. flytti hana, þess efnis,
að vegavinnumenn á hverjum
stað um sig skyldu sjálfir ráða
kaupi sínu, og þá gætu ]>eir
bændur, sem vildu vinna fyrir
sem lægst kaup að sveitavega-
gerðum, eftir því, sem Bernharð
hélt fram, sjálfir ráðið því þar
sem þeir væru einir í vinnu. —
Nú er fleiri ,,Framsóknar“f 1 okks-
rnenn tóku frumvarpinu fálega
benti Héðinn þeim á, að mikið
vafamál sé, að andstaða þeirra
gegn frumvarpinu mælist vel fyr-
ir í s\'eitunum.
Nú stóðu íhaldsmenn upp hver
af öðrum og mæltu gegn frum-
varpinu. Fyrstur var Hákon.
Hann kvaðst vilja vísa því til
nefndar upp á það, að hún skil-
aði því aldrei aftur(I). Kom það
berlega í ljós, að líðun og aí-
koma verkalýðsins þótti honum
slíkt smámál, að ekki væri ræÖ-
andi um, það á alþingi.
Jón Ólafsson kvað ófyrirgefan-
legt, að slíkt frumvarp væri lagt
fyrir þingið, og væri sjálfsagt að
svara því með skopi einu. Þann-
ig vildi hann ræða hagsbótamál
verkafólksins. — Ólafur Thors
kvað þetta vera vel mælthjáJóni
og bætti því við, að kaup verka-
fólksins sé orðið alt of hátt.
Haraldur Guðmundsson vítti í-
haldsþingmenn Jæssa fyrir svo
ósæmileg svör við þessu réttíæt-
ismáli og nauðsynjamáli verka-
fólksins. Benti hann á, að það er
hinn mesti ósómi bæði fyrir nú-
verandi stjórn og íhaldsstjómina,
sem var á undan henni, h\ærsu
þær hafa legið á því lúalagi að
halda niðri verkakaupi í lands-
sjóðsvinnu og spilla ]>ar með fyr- '
ir því, að \‘erkalýðurinn næði
sæmilegu kaupi yfirleitt. Nú sé
þetta mál þó enn alvarlegra en
undanfarin ár, þar sem’ togar-
arnir liggja enn þá bundnir og í
fjárlagafrumvarpi stjómarinnar
er ætlast til, að geysilega verði
dregið úr verklegum fram-
kvæmdum að ári. Alt komi þetta
niður á verkalýðnum. Nú bætist
þar ofan á sameiginleg andstaða
íhalds- og „Framsóknar'-flokk-
anna gegn frumvarpinu. En þeg-
ar atkvæði verði greidd um það,
þá svari' þingmenn jiar með þess-
ari spurningu: Lítur alpingi svo
ú, ad hid opinbera eigi ad gera.
betur eoa ver vio verkamenn
sína heldur en einstakir atvinnu-
rekendur?
Og þingmennimir svöruðu eftir
sinu hugarfari. Frumvarpið var
felt við 1. umræðu með 13 at-
kvæbum gegn 7 (8 vom fjar-
staddir). Einir 4 greiddu atkvæði.
með því aðrir en fulltríiar Al-
þýðuflokksins, og tveir sögðu um
leið: „Til annarar," þ. e. að þeir
ætluðu ekki að greiða atkvæði
með því nema til 2. umræðu.
Þessir sögðu nei þegar í stað:
Jón Ól„ Bernharð, Magnús
Guðm., Ó). Thors, Sveinn i Firði,
Pétur Ott„ Sig. Eggerz, Lárus,
/