Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 25.03.1931, Síða 8

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 25.03.1931, Síða 8
8 VtKUOf'GAFA ALÞ ÝÐUBLAÐ8tNS lélbátor sekkur. Mannls|örg með nanminduniK Á fimtudagskvöldið rákust á tveir vélbátar á Skipaskagahöfn. Hét annar „Reynir“ (um 18 smál.), skipstjóri Ástvaldiur Bjarnason, og „Hrefna“ (36 smál.), skipstjóri Loftur Halldórs- son. i Vildá petta til suður af Bræðraparti klukkan milli 7 og 8. „Hrefna" var búin að afferma fiskinn, en „Reynir“ var á leið að afferma. Höfðu báðir bátar Ijós; veður var sæmi-legt, pó nokkuð hvass austan. Rendi „Hrefna“ á „Reynif stjórnborðs- megin fyrir aftan •fTamsiglureið- ann. Fór „Reynir" pegar að sökkva og var sokkinn eftir 2—3 mínútur. Komust skipverjar með maumindum upp í „Hnefnu“, enda voru surnir að vinna undir þilj- — 16./3. um. Alls voru fimrn menn á „Reynd“, en enginn slasaðist. VéLamaður á „Reyni“ var Guð- jón Árnason, hásetar Ellert Jóns- son, ÓLafur Magnússon og Há- kon Jörundarson. Eiga allir þess- ir menn heima á Skaga. Kafari var sendur frá Reykja- vík laugardagsmorgun (Einar Eggertsson) og fór hann þegar að undirbúa björgunina. Um miðjan dag kom „Þór“ upp á Skaga og tókst að koma bátnum upp í fjöru um kvöldið. Á sunnudags- morguninn var tekinn úr honum fiskurinn og neglt fyrir gatið, og kom „Þór“ með bátinn til Reykjavíkur sunnudagskvöld. Sjóréttur hefir ekki enn þá ver- ið hal-dinn. f bfðrtu báll stóð Staðarhóll á Langholtshálsi, hús Einars Kristjánssonar, Fjöln- isvegi 5, í gær þegar brunaliðið kom þar að. Samt tókst að slökkva þannjg að bakhlið húss- ins og raftar standa enn, en alt innanstokks brann, því brunann bar svo fljótt að höndum, að engu varö bjargað. I húsinu býr Guðjón Pálmason, kona hans Ástfríður Árnadóttir og sveinbarn á fyrsta eða öðru ári- að nafni Pálmi. Guðjón sLasaðist um dag- inn og er bíánn að liggja í mán- uð í Landsspítalanum, svo kon- an var þarna ein m-eð barnið. En svo bar til þegar slysið vildi til, að Kristján faðir húseigand- -ans var þarna staddur og ætlaði aó þíða vatni-ð í vatnspípunum, en það var frosið. Hafði Kristján til þess prímus, en það kviknaði í hálmi, er vafinn var um vatns- leiðsluna, og Læsti eldurinn sig í hefilspæni milli þils og veggja, en tróðið í veggjunum var ein- göngu hefilspænir. Mistu þau hjón þarna alla bú- slóð sína. Em þau Ástfríður og Pálmi liltli nú í Múla-. SkildingaiessmáiiO. # Skildnesinyar óska sameininoar Skiidinganess við Reykjavik. 104 hús-, lóða- og land-eigend- ur í þeim hluta Seltjarnarness- hrepps, sem á að sameinast Reykjavík samkvæmt frumvarp- inu um stækkun lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur, hafa sent al- þingi áskorun um að samþykkja frumvarpið. Vær.tanlega verður alþingi við þessari sameiginlegu ósk Reykvíkinga og Skitdnesinga. Veiðarfærabætur bátafiskimanna. Haraldur Guðmundsson flytur frumvarp á alþingi um, að rikis- stjóminni hedmilist að verja alt að 50 þús. kr. á ári ‘tál þess að gera eða láta gera tilraunir með vei'ðarfæri og veiðiaðferðir, sem lrtt eða ekki eru notuð eða eigi fullreynd af íslenzkum fiskimönn- um, en líkur benda til að geti reynst hér vel og orðið til gagns og umbóta fyrir sjávarútveg og fiskveiðar. 1 greinargerð fbrumvarpsins er bent á, að svo má telja, að línur og þorskanet séu hin einu veiðar- færii, sem notúð eru alment hér við land á fiskibátum, bæði stórum og smáum, að síldveiðum undanteknum. í nágrannalöndum olckar eru ýms fleiri veiðarfæri notuð með góðum árangri. Er þess full þörf, að rannsakað sé til hlítar, hvort eigi myndi borga sig fyrir íslenzka fiskimenn að afla sér þeirra. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að ríkisstjórnin láti gera þessar tilraunir í sam- ráði við og undir eftirliti sér- fróðra manna á þessu sviði. Kaupendur Alþýðublaðsins (vikuútgáfunn- ar), þeir, sem eiga ógreitt á- skriftargjald, eru hér með vin- samlegast ámintir um að greiða það. Alþýðuflokkurinn hefir. ekki annað fé til þess að gefa blaðið út fyrir en það, sem kemur frá kaupendunum, því engar auglýs- ingar eru í blaðinu. Emkasðluheimiiti h&ndai bæjar* og sveitar- félögum. Erlingur FTÍðjónsson flytur frumvarp á alþingi um heimild handa bæjar- og sveitar-stjórnum til að taka í sínar hendur einka- sölu hver í sínu umdæmi á nýj- um fiski, brauðum, mjólk, salti, kolum, sementi og trjáviði. Sömu- leiðis sé bæjar- og sveitar-félög'- um, þar sem svo hagar til, að hætta getur verið á siglingateppu nokiíum hluta ársins vegna haf- íss eða annara hindrana, heimilt að taka einnig í sínar hendur innflutning og sölu á öðrum' nauðsynjavörum til tryggingar því, að ekki verði sicortur á þeim í bænum eða sveitinni. Skulu bæjar- og sveitaT-stjórnir, þar sem svo hagar til, taka ár- lega ákvörðun um, hvort heim- ildin skuli notuð og þá hve lang- an tíma úr árinu. Ef sveitar- eða bæjar-stjórn vill ekki annast sjálf innflutninginn og söluna í um- boði bæjarins eða sveitarinnar, þá geti hún samið um birgðainn- flutninginn við verzlanir með þeim skilyrðum, er hún álítur trygg, fyrir því, að nægar nauð- synjavörubirgðir verði ætíð til reiðu þann tíma, sem hætt er við siglingateppu. — Á því er ótví- ræð nauðsyn, að hið opinbera geri ráðstafanir til þess að tryggja þá hluta landsins gegn siglingateppu, sem í imestri hættu eru vegna hindrana af hafís. Fyr- ir þá hættu er auðvelt að girða með því að flytja inn nægilega snemma vetrar eða að hausti hæfilegan forða af nauðsynjavör- | um, til þess að nægilegt sé fram j á næsta vor, og er eðlilegast og affarabezt, að hlutaðeigandi bæj- ar- og sveitar-félög annist þann innflutning eða sjái um, að hann sé framkvæmdur, svo sem til er ætlast í frumvarpinu. Þær nauðsynjavörur, sem tald- ar ei*u í upphafi greinar þessar- ar, myndu geta lækkað að mun í verði með bættu skipulagi á sölunni, og þegar verzlunin væri ein og rekin til hagnaðar fyrir bygðarlagið, í stað þess að ó- þarflega margir selji vörurnar hver í sínum króki, þá myndi kostnaður og álagning á þær geta minkað að mun og þær orðið ódýrari að því skapi. í ■ framsöguræðu smni við 1. umr. um frumvarpið benti Eri- ingur m. a. á, að hér í Reykjavík er nýr fiskur venjulega seldur í smásölu til soðningar á 30 aura kg. og jafnvel upp í 50 aura, en í^heildsölu til útlanda myndi ekki fást meira en sem svarar 12 aur- um fyrir kg. miðað við fisk með höfði og slógi. Fyrir mjólk fá framleiðendur ekki meira en 20 aura fyrir lítra, sem *breytt er í smjör, ost og skyr, en hér er mjólkurlítrinn seldur á 44. aura. Sýnir þetta bezt þá miklu nauð- syn, sem á því er, að bæjarfélög- in fái heimild til að taka söluna í sínar hendur til þess að neyt- endur geti fengið vöruna með sannvirði og jafnframt til þess að betra eftirlit verði með góðri meðferð vörunnar heldur en nú er. Pétur Ottessn og bygðabann. Fyrir nokkrum árum var flutt á alþingi frumvarp um svonefnt bygðaleyíi, en var raunar um bygðabann og átthagafjötra fá- tækra manna. í gær hóf Pétur Ottesen upp harmatölur um það á alþingi, að þessu endemismáli hefir ekki verið fram haldið á síðustu jþingum. Þótti hornmi mjög illa farið, að bygðabannið var ekld lögtekið. Nakin stúlka. Nýlega varð sá atburöur í Mir lano, að ung rúmensk listakona steig upp á pall minmsmerkisins af LeonardL de Vinri og byrjaði að halda ræðu um yfirburði nátt- úrunnar yfir allri list. Þegar mannfjöldi |!mikill var safnaður saman þarna, vildi unga stúlkan sanna það, að hún hefði á réttu að standa og fletti sig klæðum, þar til hún stóð alls-nakin á pall- inum. Lögreglan kom með teppi og skýldi stúlkunni og flutti hana á ritlausra-spítala. Óeirdir á Madeira. Um miðjan síðasta mánuð brutust út miklar óeiröir á Ma- deira. Höfðu verkamenn lýst yfir allslierjarverkfalli og var orsökin sú, að brauðkaupmenn okra á brauðinu. Verkfallsmenn gengu í kröfugöngum um göturncir og kröfðust lækkunar á brauðverð- inu. Eftir nokkurra daga alls- herjarverkfall ' var brauðverðið lækkað, og hófst þá vinna sam- stundis að nýju. Nýtt bankahrun á Frakklandi. Sunnudaginn 8. fehrúar síðast- liðinn tók franska lögreglan tvo bankastjóra höndum. Hafa þeir að undanfömu stjórnað banka nokkrum, er hefir haft 150 banka- 'útbú í Mið-Frakklandi. TÖp bank- ans nema um 20 milljónum franka. — Bankar hrynja, at- vinnutækin stöðvuð, atvinnuleys- ið eykst, fólkið hungrar — millj- ónum er varið til hernaðarundir- búnings. Við lifum í auðvalds- heimi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan-

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.