Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 22.06.1932, Page 1
22. júní 1932.
Gefið út af Alþýðuflokknum.
33. tbl. VI.
árg.
Kjördæmamálið
og undanhald Sjálfstæðisflokksins.
Kaflar úr ræðum Jóns Baldvinssonar við loka- tim
ræðu fjárlaga í efri deiid alþingis 6. júní.
Þa'ð er nú kallað „þrái“,
„stífni“ og „stórtækni", að halda
fram því, sem í allan vetrrr og
síðast fyrir nokkrum dögum var
i blaði þingmannsins (Jak. M.)
kallað „réttlætismálið". Mætti
niörg ummæli til tina, ef þurfa
Þætti, til að sýna. snúniinginn.
Það er því hægt að slá því
íöstu, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefir breytt um stefnu i þessu
máli. Hann hefir algerlega brugð-
ist sinum yfirlýsingum, sem hann
hefir gefið kjósendum og borið
frani á þessu þingi og haldrlö á
‘°fti í blöðunum. Alt þetta hefir
hann svikið með því að slá mál-
inu á frest á svo óákveðinn hátt
€ins og hann hefir gert.
Hv. 3. landskjörinn [Jón Jóns-
son í Stóradalj hefir nú staðfest
m óheilindin í stjórnarskrármál-
inu. Það er sern sé þannig, að
það eina, sem Sjálfstæðismenn
hafa að reiða sig á, er það, að
háttv. þingmaður [Jón JónssonJ
Þykist eygja einhverja möguleika
til að leysa þetta mál á næstu
árum, svo að vel mætti við una,
eða — eins og hann tók fram í
sömu ræðu — á þann hátt, ssm
Framsóknaiflokkuiinn allur gæti
samþykt.
Ég bendi á þessi ummælii hv.
Inngmanns til þess að sýna, hve
veik þessi von er hjá hv. 1. lands-
kjörnum [J. Þorl.] og hve veikar
Þær ástæður eru, sem hann hefir
nú fram að færa fyrir því, að
hanfi hefir nú breytt um stefnu í
ínálinu. Ég vil alls ekki fuliyrða,
að þeir viti það sjálfir, að málið
gengur eklci fram. Ég vil vona
það, að þeiim verði aö þeirri
trú, að hæstv. forsætisrá&herra
geti með einhverjum mönnum úr
F ramsóknarflokknum samþykt
t'iöunandi lausn á málinu í ueðri
deild, en eins og hún er skipuö
nú, þarf að fá atkvæði þriggja
Framsóknarmanna ,auk jafnaðar-
inanna og Sjálfstæöismanna, til
aö koma fram málinu í neðri
deild, og ef efri deild væri þá
skipuð eins og nú og hv. 3. lands-
kjörinn [Jón í Stóradai] kæmi þá
■anga á möguleikann og yrði með
i efri deiid, þá mætti vera, að
roálið næði fram að ganga. En
allar yfirlýsingar um þetta benda
'frekar í aðra átt, svo að það er
°mögulegt, að nokkur maður geti
N!.
staöið upp og haldið því fram í
alvöru, að von sé um lausn máls-
ins á næsta þingi, eins og Sjálf-
stæðismenn viija nú fullyrða. —
Hv. 1. landsikj. [Jón Þorl.]
skýrir aðstöðuna nú nokkuð
öðru vísi en hann hefir gert áöur.
Hann segir, að nú hafi að eins
tvent legið fyrir, annað að knýja
fram nýjar kosningar, en hitt að
fresta málinu til næsta þimgs.
Hv. þingmaður var ti-úaður á
það, og ég býst við, að það hafi
verið rétt hjá honum, að Fram-
sókn hefði látið undan, ef fast
hefði verið staðið á móti. En
þegar fyrir mánaðamótin fór að
finnast bilbugur á Sjálfstæðis-
mönnum.
Framsóknannenn gengu fram i
þeirri dul, að þeir gætu kúgað
Siálfstæðismenn og fengið þá til
að ganga frá því, sem þeir höfðu
harist fyrir ásamt Alþýðuflokkn-
um. Það má segja að þetta hafi
farið fram á þann hátt, að Fram- i
sóknarmenn hafi tekiö þá með |
sér upp á hátt fjall og sýnt þeim j
yfir alt landið og bent þeim á !
verzlunarflotann, fiskiflotann og j
dómsmálin og sagt: „Ait þetta ;
leggjum vi'ð undir ykkar umsjón, i
ef þið fallið frá kröfum ykkar í j
kjördæmaskipunarmálinu.1' Og j
sjá! Sjálfstæðismenn féllu fram I
og tilbáðu Framsókn og lögðu j
Magnús Guömundsson til sem
umsjónarmann.
Þá vii ég minnast á frestinn,
sem hv. 1. landskjörinn jJón
Þorl.] sagði, að mögulegt hefði
verið að fá hjá gömlu stjórninni,
án þess að fá lausn kjördrema-
málsins. Ég er sannfærður um
það, að ef hægt hefði verið að fá
gömlu stjórnina til að fresta þing-
inu þangað til í ágúst, þá hefði
hún nauðug viljug orðið að
ganga að kröfum Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins í kjör-
dæmaskipunarmálinu, af því að
það er áreiðanlegt, að miargir
Framsóknarmenn eru eða réttara
sagt voru komtiir að raun Um
það, að ekki yrði hjá því kom-
isit að slaka til í þessu máli.
En margir þeeirra munu hafa liitið
svo á, að þeir yrðu að fara hieim
til kjósendanna til þess að bera
sig saman við þá. En þegar Sjálf-
stæÖSsflokkurinn hefir slakað til
í annað sinn, — hann gerði það
fyrst á sumaxþinginu, — þá þurfa
Framsóknarmenn ekki að vera
hræddir lengur, því máöur, því
að þá sjá þeir að engin hætta er
á, að Sjálfstæðismenn, sem gengu
frá kröfum sínum 1931 og 1932,
geri það ekki líka 1933.
Ég vísa algerlega á bug þeirri
ások'ur sen: hv. 1. landskjörim
[Jón Þoriákssonj bar á mig, að
ég hefði látið fitnna bilbug á mér
í kjördæmaskiþunarmálinu, því
að hann hefir enga ástæðu til að
ætla, að við Alþýðuflokksmenn
séum nú á neinn hátt að hverfa
frá þeim kröfum, sem við höf-
úm í vetur haldið fram ásamt
Sjálfstæðisflokknum.
Um þetta mál hefir enginn á-
greiningur verið, og mér er kunn-
ugt um það, að hv. 1. landskjör-
inn [J. Þorl.] hefir margsagt, að
hann viidi halda máliinu til streitu
og knýja lausn þess fram á
þessu þingi eða þessu ári.
Og það hefði munaö miklu, ef
þessi fres.ur á þingónu heíði feng-
ist þangað til í ágúst. Þá hefðu
Framsóknarmenn fengið tíma og
tækifæri tiil að endurskoða sínar
tillögur í málinu, og þá hefðu
þeir hloti'ð að láta unclan síga, ef
enginn bilbugur hefði fundist á
andstæðingunum. Það heföi ver-
ið mikill niunur á því eða eins
og alt er nú. Nú vita Framsóikn-
armenn, að þeir hafa viss tök á
Sjálfstæðisílokknum, þau tök, að
bjóða honum stöðu í stjórninni.
Að því gekk SjálfstæÖisflokk-
urinn, og þar sem hann hefir nú
slakað þannig til, þá getur Fram-
sóknarflokkurinn búist við tilslök-
unum áfram frá þeirra hendi. Það
er því miður hætt við að þeir
gangi upp í þeirri dul, nema því
að eins að Sjáifstæðismenn sjái
nú að sér á næsta þingi, ef þá
verður aðstaða til að leysa þetta
mál.
Þá vil ég benda hv. 1. lands-
kjörnum [Jóni Þorl.] á það, að
það eru erfiðleikar á því fyrir
jafnólíka flokka og Alþýðuflokk-
inn og Sjálfstæðisflokkinn að
standa saman í baráttu um mál
eins og þetta, þó aö það sé miíkið
réttlætismál. Sóknin í þessu máli
kostar það, að setja verður til
hliðar ýmis önnur mál, sem þó
eru stefnumál þeirra, eins og gert
hefir verið í vetur. Þess vegna
verður því erfiðara að leysa mál-
ið, því lengur sem slík barátta
stendur. Þesis vegna eykur allur
frestur á erfiðleikana. Því leng-
ur sem það dnegst að leysa það,
því minni líkur eru til að fram
náist fullar kröfur.
Mótmæli.
Vegna þess að greinin: „Aðvör-
un til foreldra“, sem birtdist I 135.
tölubl. Vísis þ. á. með undirskrift-
inni „Kennari", hefir vakið ill-
kvittnislegt tal um kennarastétt
Reykjavíkur, leyfum vér undir-.
rituð oss aö taka fram eftirfar-
andi:
1) Vér mótmælum eindregið
þeirii stefnu, sem Hjörtur B.
Helgason heldur frarn í 142. tölu-
blaði Vísis þ. á. um pólitíska
starfsemi A. S. V. meðal barna.
Munum vér undirrituð leggjast á
móti A. S. V. hvenær sem sú
stefna verður hafin í félaginu,
eins og vér lýsum oss í and-
stöðu \ið alla pólitísika starfsemi
meðal barna.
2) Vér mótmælum eindregið
framkomu „Kennara" gagnvart
stéttarbræðrum sínum, þar sem
hann í áður nefndri grein bendir
á kennara og gefur í skyn, að
þeir séu iíklegir til þess, að mis-
beita aðstöðu sinnd sem kennarar
gagnvart börnunum. Vér teljum
ódrengilegt að skrifa slíka gredin
undir dulnefni og ráðast með
dyigjum á stéttarbræður sína.
3) Vér álítum, að kennarar hafi
fullan rétt til þess, a'ð hafa hvaða
pólitíska skoðun sem er, eins og
vér teljum sjálfsagt að starfsemi
þeirra sem kennara sé ópólitísk.
Reykjavík, 5. júni 1932.
Hafliði M. Sæmundsson, Sigurður
Thorlacius, Steinunn Bjanmars-
dóttir, Arngrímur Kristjánsson,
Vigdís G. Blöndal, Aðalsteinn
Eiríksson, Svanhiidur Jöhanns-
dóttir, Sigurður Runóifsson, Sig-
ríður Hjartardóttir, Hermiann
Hjartarson, Þóra Tryggvadóttir,
Hallfríður Þorkelsdóttir, Bjarni
Bjarnason, Margrét Jónsdóttir,
Aðalsteinn Hallsson, Aðaisteinn
Sigmundsson, Sigriður Magnús-
dóttiir, Gunnar M. Magnússon,
Geir Gígja, Jón Þór'ðarson, Þór-
arinn Einarsson, Hannes M. Þórð-
arson, Jón Jónsson frá Flatey,
Ragnheiður Kjartansdóttir, Páll
Halldórsson, Jón Sigurðsson, Gísli
Sigurðsson, Valdimar Svedn-
björnsson, Sigurlaug Guðmunds-
dóttir, Vigndir Andrésson, Helga
SigurÖardóttdr, Hal’.grímur Jónas-
son.