Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 22.06.1932, Blaðsíða 4
4
VIK U £ T £ Á F A N
Útvarpið.
Á fundi Féiags útvarpsnotenda
9. pessa mánaðar var samþykt
að gera þessar kröfur:
1. ) Að útvarpsstjórnin geri víð-
tækar ráðstafanir til þess að út-
'breiöa útvarpið, meðai annars
imeð því að selja viötæki með
auðveldum greiðsluékilmálum, og
stuðli enn fremur að því að menn
geti smíðað viðtæki sín sjálfir.
2. ) Að viðtækjaverzlunin út-
vegi ávalt fuilkomnustu og ó-
dýrustu viðtækin, sem völ er á
á , heimsmarkaðinum, en bindi
ekki viðskifti sín við örfáar norð-
urálfuverksmiðjur, eins og nú er
gert, og selji þtiu ekki hærra
verði en þarf til að standast
verzlun arko stna ðin n.
3. ) Að, viðtæikjaverzlunin hafi
næga sérfróða menn í þjónustu
sinni við innkaup og sölu tækj-
anna.
4. ) Félagið álítur nauðsynlegt
að rekstrarskýrsia yíir ailan rekst-
ur útvarpsins sé birt almenningi
ársf j ór ðungslega.
5. ) Félag útvarpsnotenda telur
æskilegt, að lögum og reglugerð
uim útvarpið verði breytt þannig,
að Féiag útvarpsnotenda fái full-
an íhlutunarrétt um fjármála-
stjórn útvarpsins, ásamt ineiri
hluttöku en það hefir nú að lög-
um um skipun útvarpsráðs.
6. ) Sjái útvarpsstjórnin sér ekki
fært að taka til greina kröfurnar
undir töluliði 1, 2 og 3, þá álítur
Félag útvarpsnotenda nauðsyn-
legt að breyta um sölufyrirkomu-
lag.
Enn fremur var samþykt svo
hljóðandi tillaga:
Fundurinn ályktar að lýsa því
yfir við útvarpsráðið, að hann
telur dagskrá útvarpsins, eins og
hún hefir verió upp á síðkastið,
svo fáskrúðuga, að ekki $é við
unandi, og óskar, að bót verði
ráðin á þessu, svo fljótt sem
föng eru á.
Barn drnkknar í Vest
mannaeyjum.
Vestmjannaeyjum, 18. júní. FB.
Drengur tæpra 5 ára, Sigurður
SigurÖsson, Sæmundssonar að
Hallormsstað hér í Eyjum, féll
út af syöri hafnargarðshausnum
um kl. 5 síðdegis í dag og
drukknaöi. Tveir drengir á sama
reki gerðu tilraun til að rétta
honum spýtu, en þegar það varð
'árangurslaust, hluþu þeir til heim-
ilis hans og sögðu hvernig komið
var.
Fólk var á „skansiinum", sem
er skamt frá slysstaónum, en vissi
ekki hvað gerðist.
19. júní. Kafarinn Friðfinnur
Finnsson náði í gærkveldi líki
drengsins.
Iðnsýningin.
18. júní.
Hún var opnuð í gær kl. 1 af
borgarstjöra, en í gærmorgun kl.
10 var hún sýnd blaðamönnum.
Sýningin er eins og kunnugt er í
gamla barnaskólanum og er opin
frá kl. 1—10 daglega. Hún er í
22 sýninga.rstofum, en sýnendur
eru um 100; vantar þó miiikið
til, að allir iðnrekendur eigi
þarna afurðir sínar. Sýningin ber
vott um samvizkusemi og dugnað
nefndar þeirrar, sem um undir-
búninginn hefir séð, en sýnendur
hafa sjálfir komið framleiðslu
sinni fyrir í stofunum, enda er
það nokkuð misjafnt og Ji-i flesí
sæmilegt. Hinir stærri iðnrek-
endur draga að sér mesta at-
hyglina. Sýningar Sláturfclags
Suðurlands, smjörlíkisgerðarinnar
Ásgarðs, Mjólkurbús Flóamianna,
Leifs Kaldals, kexverksmiðjunnar
Frónis, Mjólikurfélags Reykjavík-
ur, Friðriks Magnúsisonar & Co.,
smíðastoíunnar Reynis o. fl. munu
draga að sér mestan fjölda sýn-
ingargesta, bæði vegna þess, hve
prýðilega þær eru útbúnar, og
eins fyrir það, hve glögt yfirlit
þær gefa um framleiöslu þess-
ara fyrirtækja. Annars er sýning-
in öll eins og æfintýri fyrir þá.
sem litla trú hafa haft á íslenzk-
um iðnaði og álitið að hann vær
á mjög lágu stigi.
Eitt skilyrðið fyrir því, að ís-
lenzkur iðnaður geti aukist, er, að
Reykvíkingar kynnist honum með
því að sækja sýninguna vel.
sikipsins eins vel og nú horfir,
verður henni lokið snemma á
næsta ári.
„Zeppelin greifi“ og amieríska
loftskipið „Akron“ éru nú mestu
loftskip í heimi. „Zeppelin“ er
236 ensk fet á lengd, „Akron"
238,75, en „LZ—129“ verður
247,80 ensk fet á lengd. — Heli-
um-gas verður notað í „LZ—129“.
Hafa náðst samningar við Banda-
ríkin um sölu á þvi. — Loftskipið
á að geta flutt 522 farþega. 1 því
eru margs konar þægindi. Borð-
salur þess er 6x14 metrar.
Afgreiðslubannið
á Högna Gunnarssyni, Bjarna
Fannberg og Bjarna Eiríkssyni í
Bolungavík beldur áfram. Allir
vöruflutningaT að og frá þessum
mönnum eru bannaðir, þar til yf-
irstandandi \'innudei!a er leyst.
V qi kamálaráo Alpí/öiisamöands
ísl’Cmds.
„N áttúruf ræ ðingur inn “.
Nú eru komin út þrjú hefti (6
arkir) af [lessum árgangi. Síð-
asta heftið hefst með grein um
Darwin, með myndum. í því er
og meðal annars grein urn
fuglamerkingar og skýrð þýðing
þeirra, einnig leiðbeiningar um,
hvernig þá skuii merkja. Tvær
greinar eru úm Slútnes (eða
Slúttnes) í Mýv'atni og gróðurinn
þar. Margt fleiri er í heftinu,
enda er „ Nátt úru f r æ ðiing ur i n n “
vanur að ver,a fjölskrúðugur.
Sí dveiðahjorin í somar.
18. júní.
Á fundi Sjómiannafélagsins í
fyrrakvöld var samþykt svo
hljóðandi tillaga:
„Fundurinn samþykkir að
lieiimia félagsmönnum að lcg-
skrást á síldveiðiskip í surn/ar
fyrir sama kaup og kjör, er giltu
samkvæmt samningi fyrra árs.“
Alberti dauður.
NRP., 17. júní. FB.
Danski fjárglæframiaðurinn Al-
berti vaxð fyrir skömmu fyrir
sporvagni. Meiddist hann mikiö
og var fluttur. i ríkisspítalann.
Lézt hann þar 14. þ. rm Hann
varð 81 árs. — Árið 1910 var
Alberti, sem hafði verið dóms-
málaráðíherra, dæmdur í átta ára
fangelsi. Fjársvik hans námu 16
milljónum króna.
Stærsta loftskíp veraldar.
Berlin í júnj. UP.—FB.
Smíði nýja þýzka loftskipsins
„LZ—129“ er nú hraöað sem mest
má verða. Skipið, sem verður
miesta loftskip í heinii, er smíðað
í Friedrichshaven. Gangi smíði
Magnús Guðmundsson
Blaðamaður frá Alþýöublaödnu
snéri sér fyrir helgina til Magn-
úsar Gubmundssonar dómsmála-
ráðherra og fór þess á Mt, að
hann léti blaðinu í té skjöl í
sakamáli því, sem höfðað er
gegn honum, til birtingar. Svaraði
hann, að skjölin væru hjá lög-
reglustjóra, og var þá snúið sér
tíl hans, en hann kvaðst ekki geta
lánað þau nema með leyfi dóms-
málaráðherrans. Var þá snúið sér
aftur til hans, og lofaði hann að
tala við lögreglustjóra. í morgun
var Magnús Guðmundsson dóms-
málaráðheira spurður um, hvort
hann .væri búinn að tala við lög-
reglustjóra, en hann kvað það
ekki vera, og bar við önnum.
Mun Alþbl. enn á morgun gera
fyrirspurn um, hvort skjölin fácst.
15. júní.
Vestur-íslendingar ljúka háskóla-
prófi.
Blaðið „Heimsikringla" skýrir
frá því, að nokkrir islendingdr
hafi lokið prófum við háskólann
í Saskatoon í Saskatchewam í
vor: Alvin Johnson frá Limierick
tók stigið „Bachelor of Science"
í hagnýtri verkfráeði og fékk
hærri einkunn en nokkur annar
S háskóladeild hans. — Richard H.
Tallman tók stigið „Bachelor of
Arts“. Hann fékk lofsamlegan
vifnisburð finir re'knóngskunn-
áttu og gullmedalíu háskólans.
Thomas J. Arnason tók stigið
'•.„Master of Arts“. Hann skaraði
mjög fram úr í líffræði við há-
skélanm. Hulda Famney Blöndahi
tók stigið „Bacbelor of Arts“. Ro-
bert Johnson var hæstur í simni
deild þriðja áTið við venkfræði-
nám og hlaut námsverölaun, eins
og sumir aðrir þeirra nemenda,
sem taldir hafa verið. (FB)
Vélbát vantaði
héðan í gær úr íiskiróðri. í
gærkveldi fór „Magni“ að leita
hans og fann hann uppi í Hval-
firði. Hafði hann farið þangað
vegna veðursins og var þar heilu
og höldnu. „Magni“ kom aftur
íhingað í nótt. . 21. júní.
Nýjar drápsvélar.
Lundúnum í júní. UP.—FB.
Tveir uppfinningamenn, annar
þýzkur, hinn enskur, hafa fram-
lcitt skotfæri, sem geta valdið
miklu meira tjóni en skotfæri þau,
sern til þessa liafa verið notuð í
hernaði. Þýzki uppfinningamaður-
inn hefir fundið upp kúlur til
þess að skjóta með úr rifflum,
sem eru svo öflugar, að þær
tvístra þykkum plötum úr bezta
stáli, þótt þeim sé skotið úr mik-
illi fjarlægð. Uppfinningamaður-
inn, Gerlich nokkur í Kiel, hefir
fundið upp sérstaklega útbúinn
riffil til þess að skjóta kúium
þessum úr.
Brezki uppfinningamaðurinn
hefir fundið upp fallbyssukúlur,
sem geta úr 9 mílna fjariægð
tvístrað stálplötum, sem eru fet
á þykt. Sérfræöingar telja, að
tegna uppfinningar hans verði
;herskipa-miði í framtííinni senni-
lega miklum breytingum undir-
forpin frá þvi sem nú er. Herskiþ
framtíðarinnar verði mörgum
sinnum rammbyggðari en nú, en
ekki nærri eins hraðskreið.
Gagnkvæm tollalækknn.
Lausanne, 20. júní, UP,—FB.
Fyrsta skrefið hefir verið tek-
ið til að lækka tollmúrana milli
þjóðanna stig af stigi. Holland,
Belgía og Luxemburg hafa kom-
ið sér saman um árlega gagn-
kvæma 10°/o lækkun á tollum,
þangað til svo er kontíð, að kalla
má að um algert afnám tollanna
sé að ræða, að þvi er þessi ríki
snertir. Jafnframt hafa þau til-
kynt, að öörum ríkjum sé heimilt
að taka þátt í þessu samkomu-
lagi. Öll þessi ríki hafa skrifað
Undir Oslóar-sáttmálann, en sam-
kvæmt honmn eru þau ríki, sem
undir sáttmálann hafa skrifað,
skuldbundin til þess að tilkynna
'öðrum ríkjum, ef tollalækkun er
aformuð.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
ólafur Friðrikssou.
AlþýOupremsmlðjam
i