Alþýðumaðurinn - 10.01.1931, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMASDRINN
I. árg.
Akureyri, Laugardaginn 10. Janúar 1931.
1. tbl.
Til lesenda.
Um leið og »Alþyðumaðurinn«
befur göngu sína, þykir hlíða, að
honum sé fylgt úr hlaði með nokkr-
um orðum. Fyrir 13 árum síðan
stofnuðum við Halldór bróðir minil
blaðið »Verkamanninn« með tilstyrk
og áeggjan ýmsra áhugasamra verk-
lýðssinna hér á Akureyri, en þegar
Verklýðssamband Norðurlands var
stofnað, tók það við útgáfu biaðs-
ins og hefir haft hana síðan. Varð
þó lítil breyting á yfirstjórn »Verka-
mannsins*, þó Verklýðssambandið
■hefði útgáfu hans með höndum,
því Halldór sá um útgáfu blaðsins
en ég var ábyrgðarmaður þess og
sá um fjárreiður. Sú breyting varð
þó á blaðinu, að nýir kraftar bætt-
ust því og það fór að koma út
tvisvar í viku, í stað þess, sem það
hafði ekki komið út nema einu
sinni í viku áóur, og meira fór að
bera á þeim skoðunum í 'blaðinu,
sem sumir yngri menn verklýðs-
hreyfingarinnar hallast að. Bar eftir
því meir á þessu sem lengra leið á
síðasta ár. * Mér er það ljóst, að
meginþorri alþýðu í landinu h^llast
ekki að kommúnisma, og taldi eg
því ekki rétt, að blað, sem gefið er
út í nafni verkalýðsins, gleymdi
sínum aðaitilgangi, að tala máli al-
þýðunnar, en kommúnistarnir, sem
eru í meirihluta í stjórn Verklýðs-
sambands Norðurlands, þoldu ekki
að dregið væri úr áhrifum þeirra í
blaðinu og geiðu kröfu til að eg
léti þeim í hendur yfirráð yfir
þvf. Tóku því kommúnistarnir að
öllu leyti við »Verkamanninum« í
fyrradag og komum við bræður,
því ekkert við útgáfu hans meir.
Gætnari raenn verklýðshreyfing-
arinnar hér um slóðir telja hins
vegar ófært að una þvf, að ekki sé
til blað, sem sé í samræmi við vilja
fjöldans. Hefir því ráðist, að þetta
blað yrði gefið út að tilhlutun
þeirra og eg yrði ábyrgðarmaðar
þess fyrst um sinn.
Stefna blaðsins verður sama og
stefna Alþýðuflokksins í verklýðs-
málum. Mun það leggja mesta
áherzlu á, að ræða kaupgjaldsmál
og önnur þau mál, sem nátengdust
eru alþýðunni.
Nafn blaðsins, »Alþýðumaðurinn«,
hetir í meðvitund fólks líka þýð-
ingu og orðið »Verkamaðurinn«
en þó ö)Iu viðtækari. Teljum
við, sem að útgáfu blaðsins stönd-
um, nafnið all vel tilfallið-
Blaðið kemur út einu sinni í viku
fyrst um sinn, á Þriðjudögum, og
aukablöð ef ástæða virðist til.
Vænta útgefendur þess, að blaðinu
verði vel tekið.
Erlingur Frið/ónsson.
I aðsigi.
Almenningur minnist þess sjáifsagt
að nokkru fyrir hátíðarnar báru frétta-
skeytin og. útvarpsbylgjurnar þá frétt
út um iandið, að stofnað væri nýtt
félag í höfuðstað landsins, sem ætlað
væri að næði um land alt. Félagat-
vinnurekenda var það nefnt, og átti
að hafa það tvennskonar hlutverk
með höndum, að vinna á móti því
að kaupgjaid sé greitt, sem »atvinnu-
vegirnir þola ekki«, og að vernda
»vinnufriðinn í landinu*.
Þetta voru gamlir kunningjar verka-
lýðsins; afar meinleysislegir á papp-
írnum, en í reyndinni er þýðing
þeirra allsherjar kaupkúgun og stofn-
un ríkislögieglu til að viðhalda kúg-
uninni.
Áður störfuðu ýmsir atvinnurekend-
ur að þessu tvennu, en þeir voru
^reyfðir og reistu ekki rönd við sam-
tökum verkaiýðsins. Nú á að sam-
eina kraftana og fylkja liði móti verka-
lýðnum. Mælt er 'að búið sé að
semja uppkast að félagslögunum og
búið sé að setja út menn í öllum
kaupstöðum landsins til að gangast
fyrir stofnun félagsdeilda.
Þetta er áramótagjöf íslenzkra at-
vinnurekenda til verkalýðsins. Rúsínan
í enda þúsundárahátíðarárspyisunnar
— bragðmeiri og bústnari en venju-
íegir réttir af borðum höfðingjanna; i
sambandi við »gloríu« þúsund ára
minningarinnar um strit íslenzks verka-
lýðs til viðhalds yfirstéttunum á ís-
landi.
í s. 1. mánuði var haldið fjóíð-
ungsþing Fiskifélagsdeilda Norðurlands
hér á Akureyri; auðvitað fámennt að
vanda, en auðsýnilega þegar komið í
gott samband við höfðingjana fyrir
sunnan. Þélta þing samþykti, að skora
á norðlenska útgerðarmenn að draga
saman útgerðina til að þiýsta niður
kaupi verkafólks, og að efna til al-
menns atvinnurekendafundar síðár í
vetur, til að skipa þessum málum
enn nánar.
Auðsætt, er það, hvað þeir vilja
stofnendur og stúðningsmenn atvinhu-
rekendafélagsins. Samtök á að hefjá
um allt land til að þrýsta niður verka-
kaupi. Það er ekki minst á sparnað
atvinnurekenda sjálfra á krepputímum,
takmörkun drykkjugilda, minkandi fjár-
austur í blaðakost fhaldsins, eða ann-
að það, sem er þeirra einkamál; nei,
annað atriði á stefnuskránni er ríkis-
lögregla til að »vernda vinnufriðinn í
landinu.«
Og stofnun þessa atvinnurekenda-