Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.01.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐÚMAÐURINN félagssk&par á að komast á seinni part- inn í vetur. Þegar vor- og sumar- vinna byrjar, á að gera áhlaupið á samtök verkalýðsins. rað er því ekki að undra, þó gætnari menn verklýðs- hreyfingarinnar lífi svo á, að nægilegt verkefni til skynsamlegrar félagsvinnu sé fyrir hendi; athugi óvinina, sem halda sig á næstu grösum og vilji snúa sér að þeim. í baráttunni við þá þarf fyrst og fremst rólega samein- ing verkiýðsfélaganna, ötula vinnu við að safna hinum vinnandi lýð undir merki veiklýðssamtakanna og gjör- hugsaðar athafnir í öllum málum. Fyrirhyggjulaust flan og bygging skýja- borga, langt fyrir ofan hið virkilega baráttusvið verkalýðsins, hlýtur aðeins að leiða til falls. • Alþýðumaðurinn* mun fylgjast með þessum málum og leggja það til þeirra, sem hann álltur sigurvænlegasi í baráttu verkalýðsins fyrir létti sínum og velferð. Umræðufundur. í gær kl. 4 var settur fundur sá, sem boöaður hafði veriö í blöðunum hér, af nefndum úr félogum hér í bæ, um Síldareinkasöluna. Umræðu- fundur þessi var vel sóttur, og leit út fyrir, að tilheyrendur ættu von á því að til orustu drægi á fundinum milli þeirra, sem eru á móti einka- sölunni og meðhaldsmanna hennar. En það merkilega skeði, að fundar- boðendur komu ekki með þannig lagaðar tillögur, svo sýnilegt var, að tilgangur fundarboðenda var ekki annar en sá, að deila á framkvæmd einkasölunnar. Margir munu hafa átt von á því, að utgeröarmenn gerðu harða snerru á Einkasöluna, enda munu þeir, sem deila á hana, hafa ætlað sér að hrífa hugi fólksins með sér, en ekki varö séð að þeim tækist þaö. Ingv- ar Guðjónsson, Steindór Hjaltalín og Otto Tulinius höfðu orð fyrir útgerðarmönnum, en deila þeirra var máttlítil, enda munu mjög fáir tít- gerðarmenn þora lengur að halda því fram, að einkasöluna eigi að leggja niður. Aftur á móti deildi Jón Sigurösson matsmaður mjög harðlega á þann framkvæmdastjóra einkasölunnar, sem situr hér á Ak- ureyri, fyrir að hafa sent til Ame- ríku, á nýjan markað, kryddsíld, sem reynst haföi óhæf til sölu inn- anlands, og sem yfirsíldarmatsmað- urinn hér neitaði að gefa matsvott- orð. Sagðist Jóni svo frá, að þessi síld hefði verið söltuð, sem veniu- leg saltsíld, 36 klukkutíma gömul og legið í salti í tvo sólarhringa, en að því loknu hafði kryddi verið hrært saman við síldina. Syndi hann réttilega fram á það, að salt- sfld tekur ekki kryddi, og þessi síld, sem seld er á nýjan markað til Ameríku, myndi spilla svo stór- kostlega aðstööu okkar íslendinga til markaðs þar, að stórtjón hlyti af aö stafa. Formaðtir útflutnings- nefndar tók í sama streng og Jón, og vitti harðlega þetta háttalag framkvæmdastjórans, og benti á að óhjákvæmilega yrði að breyta af- stöðu yfirsíldarmatsmanHa til Einka- sölunnar; þannig, að þeir yrðu fram- vegis skipaðir af því opinbera með fullu val<ii til þess að banna útflutn- ing á þeirri síld, sem að þeirra áliti væri ekki útflutningshæf. Slíkt væri í samræmi við vald yfirfiski- matsmanna. Ekki mætti fiskeigandi senda út fisk, sem matsmaður hafði ekki gefið vottorð. Fandarmaður. Atvinnuleysi er nú gífurlegt viða í heiminum. Mest í stærstu auðvalds- rflqunum. í Bandarikjum Norður Ameríku ganga um 5J/S miljón manna atvinnulausir. Neyðin er afskapleg meðal þessa fólks, eins og búast má viö, Samtímis og þetta á sér stað og rétt á meöal þessa íólks, safna auðjötnarnir tug- um miljóna á hverjum mánuði og kornhlöður framleiðsluhringanna standa yfirfullar. Hið opinbera vill ekkert gera fyrir atvinnuleysingjana. Börnin gráta af sulti, konur skjálfa af kulda, en friðhelgi eignarréttarins hvílir yfir kornhlöðum >framleiðend- anna^ og auðkýfingarnir mega-eng- an eyri missa frá sínum d^glegu >þörfum«- En hvað stendur þettalengi? Bruni í Kristnesi. * Á miðvikudagskvöldið brann efsta; hæðin — þakhæðin — af heilsu- hælinu í Kristnesi. Varð eldsins vart um 8-leytið og var brunanum ekki lokið fyr en nokkru eftir mið- nætti. Meiri hluti brunaliðsins hér í bænum fór frameftir. Vatni var dælt í eldinn til að halda honum í skefjum, en ekki var hægt að forða því, að allt, sem brunnið gat, brinni ofan af húsinu. Ekki varð komist að' eldinum nema innan frá, — um upp- gönguna að efstu hæðinni — og var það lengi svo, að þeir tveir menn úr slökkviliðinu, sem höfðu hinar nýfengnu reykgrímur, gátu -einir starfað að því að dæla í eldinn, hin- ir gátu ekki komist að fyrir reyk. Sýnir þetta hve nauðsynlegt er fyrir slökkviliðið að eignast fleiri þarfa- þing sem þessi. Uppi á hæðinni, sem brann, voru svefnherbergi þjónustukvenna, Þar var og geymt ýmislegt af munuim sjúklinga og starfsfólks. Brann það alt og hefir fólkið biðið tilfinnanleg- an skaða. Ein þjónustustUlka brann dálítið á höndum og andliti. Önnur meiðsl urðu ekki við brunann. Á fimtudagsmorguninn var svo mikið'ólag á hitaleiðslunni í hælinu,- að ekki var hægt að hita það upp fyr en síðari hluta dagsins. Síðan hefir flest gengið sinn vanagang og: sjúklingarnir virðast ekki hafa haft neitt ilt af þessu. , Skemdir eru nokkrar á efri hæðinni. Veggir sprungnir, hurðir orpnar og útlit ganganna annaö en áður. Ýmsir stinga upp á því, þar sem nú þarf að byggja upp rishæðina,. að einni stofuhæð sé bætt ofan á hælið. Nóg. er þörfin fyrir meiri vlstarverur, og að því rekur eftir tiltölulegan skamman tíma, að stækka þarf hælið. Blaðið hefir ekki náö tali af hælislækni og veit þvi ekki tillögur hans i þessu máli. Goðafoss og Dettifoss eiga að-- vera hér 18, og 19. þ. m., Goðafoss að austan, frá útlöndum, en Detti- foss hraðferð frá; Ryík.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.