Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 10.01.1931, Síða 4

Alþýðumaðurinn - 10.01.1931, Síða 4
4 alÞýðumaðúrinn fllpyðiimaðurinn. Tvö fyrstu blöðin verða bor- in í ílest hús í bænum. Þeir bæjarbúar, sem gerast vilja fastir áskrifendur, eru beðnir að gera svo vel að gera af- ^greiðslunni aðvart (sími 110) fyrir útkomudag 3ja blaðs. Úr bæ otj bygð. Kirkjan. Messað á Akureyri kl. 2 á morgun. Annað kvöld (Sunnud. 11. þ. m.) verður haldin kvöldskemtun í Sam- komuhúsinu, til ágóða fyrir sjúkl- inga í Kristnesi, sem urðu fyrir skaða við brunann. Steindór Stein- dórsson kennari talar, Sigfús /Hall- dórs skólastjóri les upp, 4 smámeyj- ar sýna 2ballett«-dansa, og að lok- um verður dansað. >X-bandið spilar ókeyþis fyrir dansinum. Inngangs- evrir er kr. 1,50, og þakldátlega tekið við hærra gjaldi, ef einhverjir vilja láta meira af mörkum. Nánar á húsauglýsingum. Aðalfundur Verkamannafélags Ak- ureyrar verður haldinn á morgun, og byrjar kl. 3l/2 í Verklýðshúsinu. Kosin verður stjórn, dómnefnd, end- urskoðendur reikninga o fl. Einnig liggja fyrir lagabreytingar. Unglingastúkan »Sakleysið« vnr. 3 lieldur fund kl. 10 f. h. á morgun (Sunnud. 11. þ. m.) í »Skjaldborg«. 47 ára afmælis st, ísafoldar og um leið stofnunar Góðtemplararegl- unnar á íslandi er rninst með sam- sæti í »Skjaldborg« í kvöld. — í þessum mánuði á U. M. F. A, 25 ára afmæli og Verkamannafélag Akur- eyrar 6 febrúar n. k. Til veiða fyrir Suðurlandi fara á næstunni tvö af skipum Ingvars Guðjónssonar, »Björn« og »Minnie«, ' Næsta blað Alþýðumannsins kem- ur út á Þriðjudaginn. Karlmannaföt mikið úrval, fást í Kaupfélagi Verkamanna. ÁMINNIÍG. Þeir sem ekki hafa gert mér full reikningsskil enn, eru alvarlega á- mintir um að gera nú skil, í síðasta lagi fyrir 20. þ. m., því þá verður reikningum lokað. M. H. Lyngdal. Eítiríarandi bréf, til íslenzkra bóka- útgefenda, var samþykt á fundi sjúkl- inga í Kristneshæli, 4. }an. 1931: Háttvirti herra: Leyfum oss hér með að fara þess á leit við yður, að þér gefið Bóka- safni Kristneshælis, framvegis eitt eintak af bókurn þeim, sem þér gef- ið út. Með fullu trausti og virðingu'. .Kristneshæli, 4. Jan. 1931. Sjúklingarnir í Krisfneshæli. Önnur íslensk blöð eru vinsam- legast beðin að birta þetta. Geir Tónasson stúdent flytur fyrir- lestur á morgun kl. 4 í Samkomu- húsinu. Nefnir hann erindi þétta »Mærin frá Orleans« og er það flutt að tilhlutun Stúdentafélagsins. »Súðin« er væntanleg hingað vest- an um nú um helgina. Póstbátur- inn »Unnur« fer í póstferð til Sauð- árkróks strax eftir komu Súðarinnar hingað. Fiskafli er nokkur hér á firðinum þegar á sjó gefur. Smásíldarreyt- ingur af og til. Saltfiskur Siór á kr. 0.45 kg. Smár (vorð) á 0,20 kg. fæst í C I/’ \7 D Nýtt, lúffengt sveita- ^ skyr tilsöluíLundg. 5. Alnavara — mikið .t úrval — er nú eins og oft fyrri í Kaupfél. Verkamanna. Auglýsingum í »Aíþýðumanninn < er veitt móttaka á afgreiðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.