Alþýðumaðurinn - 17.02.1931, Síða 1
ALÞYÐUMAÐURINN
I. árg.
Akureyri, f’riðjudaginn 17. Febrúar 1931.
8. tbl.
Yfirlit.
III.
(Niðurlag.)
Hverjar verða afleiðingarnar
af sundrungunni er stofnun
K F. /. veldur innan alþýðu-
samtakanna, og hverjirgræða
á þeirri sundrungu?
Nokkuð veitur á því hvernig
meirihluti Alþýðuflokksins tekur á
þessum málum, hve örlagaríkar af-
leiðingarnar af klofningnum verða.
Heima fyrir í félögunum hlýtur ó-
einingin að leiða til afturfarar, um
stundarsakir að minsta kosti. Pegar
þeir kraftar, sem áður störfuðu
sameinaðir, snúast hverjir mót öðr-
um, í staðinn fyrir að vera beitt
sam.eiginlega gegn óvinum alþýðu-
hreifingarinnar, getur ekki orðið
stýrt hjá því, að aðstaða verkalýðs-
ins veikist að mun. Pað eina, sem
getur bjargað á þessu sviði, er það,
að hinn hægfarari verkalýður, sem
tregastur hefir verið til að taka þátt
í verklýðssamtökunum, fjölmenni
inn í félögin, til að halda niðri óróa-
seggjunum, sem framkvæma áður
en þeir hugsa. Önnur afleiðing
þess að óeining hefir upp komið í
Alþýðuflokknum, er og verður sú,
að atvinnurekendur, sem undan-
farið hafa alstaðar verið á undan-
haldi fyrir alþýðusamtökunum, fær-
ast nú í aukana meir en nokkru
sinni fyr, af því þeir sjá að verka-
lýðurinn stendur höllum fæti. Sýnir
það átakanlega fyrirhyggjuleysi og
stráksskap kommúnistanna, að ein-
mitt þegar þeir kalla hæst á eining
verklýðssamtakanna, og vilja láta
hefja sókn á auðvaldið, kljúfa þeir
félögin hvar sem þeir geta, og taka
lil að rægja og svíviröa alla þá
menn Alþýðuflokksins, sem tillit er
tekið til.
Pað þarf því ekki skarpskygni
til að sjá hverjir græða á stofnun
kommúnistaflokksins. Sjálfur getur
kommúnistaflokkurinn ekkert fram-
kvæmt að gagni, eftir þeim leiðum,
sem hann þykist viija fara. Til þess
er hann altof fámennur. Ef hann
vill því koma einhverju gagnlegu
máli áfram, verður hann að fara
sömu leiðir og hægfara jafnaðar-
menn og fá fulltingi þeirra til mál-
anna. Petta vita og viðurkenna
líka skynugustu menn flokksins.
Á Verklýðssambandsþinginu, sem
nýbúið er að halda hér í bænum,
og reyndar var ekkert annað en
ráðstefna kommúnista, voru sam-
þyktar samskonar tillögur í verk-
lýðsmálum, og Alþýðuflokksþingið
í Rvík í haust, samþykti — en þar
segir »Verslýðsblaðið< að hafi ráð-
ið örgustu verklýðssvikarar á ís-
Iandi. — Kommúnistarnir á Verk-
lýðssambandsþinginu hér samþyktu,
ekki einungis að »makka« við
»verklýðssvikara« Alþýðuflokksins,
heldur »kúgunarvald ríkisins*, íhald-
ið, og yfirleitt alla »andskota« hins
»stéttvísa verkalýðs«. Og ekki nóg
með þetta. Á þinginu komu fram
háværar raddir um að kommúnist-
um væri hollara að ganga til kosn-
inganna í vor með íhaldinu, en að
binda trúss við Alþýðuflokkinn,
en Einar Olgeirsson barði þetta al-
gerlega niður. Er þessa getið hér
til að sýna hvílíkt fljótræðisflan
stofnun kommúnistaflokksins var
og algerlega óþarft, og hve áþreif-
anlega stofnendur hans eru þegar
búnir að reka sig á það, að hann,
með þeim vinnubrögðum, sem æst-
ustu óróamennirnir vilja við* hafa,
líkist hópi heimskra inanna, sern
mm NYJA BIÓ HB
Miðvikudagskvöld kl. 8'/>
Tilkynning.
Meðan ég er að heiman, sjá þeir
forst. Porsteinsson, Brekkugötu 43
(sími 281), og HaJldór Friðjónsson,
Lundargötu 5 (sími 110), um útgáfu
»Alþýðumannsins«. — Auglýsingum
sé skilað til þeirra.
Erlingur Eriðjónsson.
streytist við að sprengja púðurkerl-
ingar út í loftið-
Hér skal ekkert um það sagt,
hvort íhaldið hefir vonast eftir op-
inberum faðmlögum við Kommún-
istaflokkinn, en eitt er víst, að það
hefir ekki rent hýrara auga til ann-
ara ungviða nú í seinni tíð, og það
álítur sér meiri styrk að kommún-
istum en öllu öðru, í kosningabar-
áttunni er fram undan er. S. I. ár
höfðu kommúnistar yfirráð yfir
biaðinu »Skutull« á ísafirði, og not-
uðu hann óspart til að svívirða
Alþýðuílokkinn. íhaldsmenn á ísa-