Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 17.02.1931, Side 4

Alþýðumaðurinn - 17.02.1931, Side 4
4 alÞýðumaðurinn Vegna uppboðs í samkomuhús- inu Skjaldborg næstu daga verður fundur haldinn í st. Akureyri nr. 137 á föstudaginn 20, þ. m. kl 8,30 e. h. — Félagar athugi að koma stundvíslega á fundinn. Úr bæ og bygð. Fyrra Mánudag héldu útgerðar- menn línuveiðara í Reykjavík fund með sér, og samþykktu þar að gera skipin ekki út á næstu vei'tíð, þar sem sjómenn ekki vildu slaka til á kröfum sínum. Einnig samþykktu þeir að leigja sjómönnum skipin, ef þeir vildu gera þau út. Um leigu skilmála hefir ekki frést, eða hvort sjómenn taka því boði, þegar þetta. er skrifað. Leikfimisfélag Akureyrar hefir fim- leikasýnÍHgu í Saiflkomuhúsinu n. k. Laugai'dagskvöld. — Sýnir þar 12 manna flokkur leikni sýna. — Að- gangur kostar aðeins eina krónu. Kl. 3 á fyrra Mánudag renndi Dr. Alexandrine upp á grunn fram af nesinu Kullen austanvert við Eyrarsund. Björgunarbátar komu á vettvang eftir skamma stund, en þeirra varð engin þörf, því enginn leki kom að skipinu. Voru faiþeg- ar kyrrir um borð. Losnaði Dottn- ingin af grunni með flóðinu og-kom heilu og höldnu til Kaupmannahafn- ar kl. ö á Þriðjudagsmorgun, og er talin óskemd. Slökkvilið Akureyrar. Slökkvilið sstj óri: Eggert St. Me/stað, Oddagötu 3, sími 115. Varaslökkviliðsstjóri: Gunnar Guðlaugsson, Lundargötu 10, sími 257. Yfirflokksstjóri: Flokksstjóri í innbænum: Gísli Magnússon, Jón Norðfjörð, Strandgötu 15, simi 25. - Lœkjargötu 3, s/mi 67. Aðrir flokksstjórar: Halldór Ásgeirsson, Brekkugötu 2, Aðalsteinn Jónatansson. Hafnarstr. 107 B, Friðrik Hjaltalín, Grundargötu 6, Tryggvi Jónatansson, Strand- götu 39 og Svanberg Sigurgeirsson, Pórunnarstræti. Brunaboðar: í innbænum: Sigurður Jónsson, Aðalstræti 20. Eðvarð Sigurgeirsson, Spítalaveg 15. í útbænum: Rudolf Brun, Hríseyjargötu 5. Karl Magnússon, Gilsbakkaveg 1. Menn eru ámintir um, að tilkynna símastöðinni og slökkviliðinu, ef eldsvoða ber að höndum og festa upp þessa auglýsingu sér til minnis. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri 12. jan. 1931. Eggert St. Me/stað. Tilkynning. Hinn 28. Jan. s. 1. framkvæmdi notarius publicus á Akureyri útdrátt á skuldabréfum samkvæmt skilmálum um 6% lán bæjarsjóðs Akureyrar til raforku fyrir bæinn. Þessi bréf voru dregin út: Litra A. nr. 91, 96, 106, 113, 133, 136. Litra B. nr. 61, 66, 72, 80, 127. Litra C. nr. 20, 32, 33, 62, 70. Skuldabréf þessi verða greidd gegn afhendingu þeirra 1. júlí n. k. á skrifstofu bæjarins. Bæjax'stjórinn á Akureyri, 31. jan. 1931. Jón Sveinsson. Á Miðvikudaginn var slasaðist maður í Reykjavík við uppskipun kola við höfnina. Handleggsbrotn- aði hann, og meiddist jafnvel eitt- livað meira. — Hann heitir Ólafur Helgason og er 69 ára gamall. Skjaldai’glíma Ármanns var háð í JRvík í tuttugasta sinni 1. þ. m. — Táttakendur voru 14. Sigurður Gr. Thorarensen vann Ármannsskjöldinn í þriðja sinni og nú til fullrar eign- ar. Næstur Sigurði með vinninga var Jörgen Þorbergsson, en verð- laun fyrir íegurðarglímu hlaut Georg Uorsteinsson. Hvenær ætla iþrótta- menn Akureyrar að sýna þessa þjóðlegu íþrótt? Ábyrgðarinaður: Erlingur Friðjónsson. Prentsmiðja Björns Tónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.