Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.03.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðúrinn Virðist full ástæða til þess fyrir ríkisstjórnina að gæta betur ráðlags þeirra manna, sem settir eru yfir vegamál og síma en gert hefir ver- ið á síðasta ári, ef á að láta þá fara með þau mál áfram. Frá Alþingi. Frumvarp um jöfnunarsjóð ríkis- ins, sem flutt var af fulltrúum Al- þýðuflokksins á þingi í fyrravetur, (1930), er flutt aftur af sömu mönn- um á yfirstandandi þingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að nokkuð af tekjum góðu áranna sé lagt í jöfnunarsjóð, sem svo aftur verði varið til atvinnubóta þau ár, sem atvinnurekstur einstaklinga er venju fremur lítill og atvinnuskort- ur verður fyrir verkalýðinn. Samkvæmt frumvarpinu skal fé jöfnunarsjóðs varið þannig: 1. Að fengnum tillögum Alþýðu- sambands íslands og Búnaðarfél. íslands skal ríkisstjórnin verja fé til verklegra framkvæmda fyrir ríkis- sjóð, þegar atvinnubrestur er hjá verkalýð landsins. 2. Eftir tillögum sömu aðila skal og heimilt að veita kaupstöðum. og kauptúnum sem eru sérstakt hreppsfélag, fé úr jöfnunarsjóði tíl verklegra framkvæmda, þegar at- vinnubrestur er. En lögð skal fram að minnsta kosti tvöföld fjárupp- hæð úr hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarsjóði, móti framlagi jöfnun- arsjóðs. Er augljóst að frumvarpið felur í sér í senn, hagkvæman rekstur þjóðarbúsins — það sem það nær — og Aim leið veitir það trygg- ingu fyrir stöðugri atvinnu en ella, og þar með er betur séð fyrir af- komu verklýðsstéttarinnar. Jafnvel þó þingið gengi inn á frumvarpið, þá ber þó að muna að það eru fulltrúar Alþýðuflokksins sem eiga frumkvæði að þessu, sem flestu öðru, sem fram hefir verið borið á Alþingi í seinni tíð, alþýðu manna til hagsbóta. Pó aðrir hafi síðar tekið sumt af því upp sem sitt, eins og t. d. stjórnin gerði nú með færslu aldurstakmarks til kosninga. En stjórnin hirti ekki um að gera tillögu um að úr íslenskri löggjöf væri þurkaður út sá smán- arblettur, að fátækt gæti svift menn kosningarétti og kjörgengi. Um mörg ár hefir Alþýðuflokk- urinn, og ekki síst þingmenn hans, barist fyrir auknum kosningarétti og umbótum á fátækralöggjöf landsins. En við svo mikið aftur- hald og þröngsýni hefir verið að etja, að horfur eru á, að enn um um skeið verði í gildi ákvæði er heimila að svifta menn kosninga- rétti og kjörgengi vegna fátæktar, og fyrir sama megi flytja menn nauðuga frá einni sveit til annar- ar. — Að svo seint gengur að fá fram þessar og aðrar umbætur, er aftur- haldsmönnum í þinginu að kenna, hvað sem þeir kalla sig. Er vonandi að alþýða manna festi sér í minni, hvaða flokkur það er á Alþingi, sem mest talar máli hennar. Leiðrétting. í 4. tölubl. Alþ.m. frá 27. jan. s I. er frásögn um eitt og annað »frá verkalýðsfélögunum*. — Par á meðal er frásögn um Verkamanna- fél. á Sauðárkrók. Rétt er frá því skýrt að í félaginu er mikill meiri- hluti hægfara en fátt eitt af róttæk- um eða byltingasinnuðum. En þar sem skýrt er frá fulltrúavali til V. S. N. er ekki rétt frá sagt- Peir er telja sig kommúnista vildu að Verkamannafél. sendi fullírúa, en hinir hægfara vildu enga fulltrúa senda- Töldu það enga þýðingu hafa eins og þá stóðu sakir. Vildu kommúnistar að sinn maður færi frá hvoruin flokk, og gerðu uppá- stungu með það, en þeir hægfara sögðu, að það hefði heldur enga þýðingu, því þá ætu hvorir aðra upp, eða gerðu hvorir aðra verkun- Verkamannafélag Akureyrar heldur fund í Verklýðshúsinu sunnu- daginn 15. þ. m. kl, 3,30 e,h. FUNDAREFNI: 1. Bréf frá stjórn . Alþýðusam- bandsins. 2. Kauptaxtanefnd leggur fram álit sitt. 3. Fundarsköp fyrir félagið. Áríðandi að félagar mæti. STJÓRNIN. arlausa. Urðu um þetta nokkrar umræður á fundinum, en æsinga- lausar og illdeilulausar af beggja hálíu, þótt báðir aðilar héldu hvor sinni skoðun ákveðið fram, Par sem þvf er sagt að komm- únistar hafi hafið illdeilur í félag- inu, þá er það ekki rétt. En hitt er t étt, að undir eins að fundi loknum stofnuðu þeir sitt pólitíska félag, og kusu þar full- trúa á þing V. S. N. Og sú félagsstofnun gerði tals- vert umrót í hugum verkamanna hér yfirleitt, og lá nærri klofningi, þó hægt væri með lagi að afstýra honum. Vil ég biðja j>Alþýðumanninn« að flytja þessa leiðréttingu, því best er ætíð barist með vopnum sannleiks og drenglyndis. Og hverjum þeim, er gleymir að hafa þau vopn á andstæðinga sína — honum mun eigi vel farnast. Sauðárkróki 28. febr. 1931. Kr. Ingi Sveins, Ath. Mér, sem nú í bili sé um út- komu blaðsins, er ókunnugt um heimildir fyrir fréttum frá Sauðár- króki, sem birtar eru í 4 tbl. Alþ.m, þ. á. En tel góðan heimildarmann að ofanritaðri yfirlýsingu, og þvf rétt að birta hana, þó ég hafi ekki haft tækifæri til að tala um þetta atriði við ábyrgðarmann blaðsins„ Erling Friðjónsson. Þorst. Þorsteinsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.