Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 15.05.1931, Blaðsíða 2
• ) u ALt’YÐ UMAÐU RINN eyri séu jafn sannfærðir um það að Einar Oiseirsson vinni ekki kosningu hér á Asureyri hversu háværir, sem þeir gerast, fallittinn og sleikipinnakaupmaðurinn. Eftir Sambandsþing í vefur var Einar Olgeirsson kallaður á fund Sambandsstj. Alþýðuflokksins og spurður að því hvort kommúnistar ætluðu að bjóða fram á Akureyri. Kvað hann það óráðið. Pó lét hann í Ijósi að það myndi ha*a þær afleiðingar að íhaldið myndi kom- ast í hreinan meirihluta við þessar kosningar, og varð ekki betur fund- ið en að honum þætti jaað miður, að íhaldið kæmist að. En nú virð- hann hafa skipt um skap gagnvart íhaldinu, er hann gjörist liðsmaður þess, til að hjálpa því við kosningu þessa með framboði sínu. Erlingur Friðjónsson. FulItrHaráðið. I »Verkamanninum* síðast segir svo, að það hafi verið venja, að full- trúaráð Verklýðsfélaganna hér hafi haft fullan rétt tíl þess, samkvæmt lögum Alþýðusamband Islands, að á- kveða framboð við Alþingiskosningar, Engin venja er til í þessum efnum, því fulltrúaráðið hér hefir* aðeins haft afskifti af framboði til Alþingis við einar kosningar, áður en nú, kosn- ingarnar 1927. En nú er fróðlegt að sjá hvaða rétt þetta fulltrúaráð hefir samkvæmt lögum Alþýðusam- bands Islands, til þess að hafa afskifti af framboði til Alþingis nú. I 14. gr. laga Alþýðusambandsins segir svo: »Kjörgengi fulltrúa í fulltrúaráð, á fjórðungsþing, sambandsþing og aðr- ar ráðstetnur innan sambandsins, fvo og í opinberar trúnaðarstöður fyrir sambandið eða flokksins hönd, er bundið við að fulltrúinn sé Alþýðu- flokksmaður og filheyrí engum öðrum stjórnmálaflokki.«(* Fulltrúaráðið hér er skipað, að meirihluta, komm- únistum og er því algerlega ólöglegt samkvæmt 14. gr. sambandslaganna. Allar gerðir þess, fyrir Alþýðuflokkinn eru því ólöglegar og einskisvirði. I annan stað getur enginn maður koai- ið til greina, sem frambjóðandi Al- þýðuflokksins til þingmeunsku, nema hann »tilheyri engum öðrum stjórn- málaflokki,«(* en Alþýðuflokknum.« (14. gr. sambandslaganna). Nú er það vitanlegt um Einar Ol- geirsson að hann, Einar Olgeirsson, er aðal sprautan í Kommúnistaflokknum og boðinn fram af honum, og getur því ekki á nokkurn hátt komið til greina, sem frambjóðandi Alþýðu- flokksins hér, eins og 14. grein nefndra laga ber lióslega með sér. og er því algerlega þýðingarlaust fyrir »Verkamanninn« að vera að fleipra með það, að Emar Olgeirsson sé frambjóðand' Alþýðuflokksins við næstu þingkosningar. Samkvæmt 29. gr. Alþýðusambandslaganna varð Emar einnig að hafa samþykki stjórnar Al- þýðusambandsins t'l þess að vera löglegur frambjóðandi Alþýðuflokks- ii s. — Par segir svo: »Samþykkja skal Sambandsstjórnin frambjóðendur kjöidæmanna til Al- þingis, svo þeir teljist löglegir fram- bjóðendur .af Alþýðuflokksins hálfu Það verður því eftirminnanleg sneypa fyrir Einar Olgeirsson, að Fulltrúaráðið hér skuli hafa aulast af stað með hann við þessar þingkosn- ingar, og þykjast gera það i nafni Alþýðuflokksins- Skæðadrífa. Yerkvísi hinna »stéttvísu«. Síðasti »Verkam.« hetir án efa sett sérstakt met í verkvísi og há-kommún- istiskt. Par segir svo, að verkalýður- inn græði mest á því að kommúnist- ar séu settir t steininn, fyrir þjófnað, spell, fjárdrátt og yfirtroðslur laga og réttar — því kommúnistar eru ekki settir hér í síeininn fyrir annað — ólíkt tneira en á því að starfað sé að hags- bótum fyrir haun á Alþingi.“ Yiö uudirrifuö þökkum hjart- anlega öllum þeim, nær og fjær, er okkur hafa veift hjálp og hluttekningu viö veikindi, andlát og jarðarför eiginkonu og dótt- ur. — Launi ylikur ölluin ríku- lega gjafarinu allra góðra liluta. Engilráð Jóhannesdóttir. Guðin Halldórsson. Ekki þýðingarlaust. »Verkam.« játar það síðast, að kommúnistar hafi hvergi von um að koma manni að við kosningarnar 12. Júní. En samt séu framboð þeirra ekki þýðingarlaus, því þau séu gerð til að »hrekja« fulltrúa borgaraflokk- auna af Alþingi, Einhver myndi nú líta svo á, að fulltrúaefni, sem falla við kosningarnar, mundu ekki hrekja fulltrúaefnin, sem ná kosningu, burt úr þingsætunum. En ritarar »Verka- mannsins« eru nú svo gáfaðír, að þeir sjá altaf stærstu sigra kommún- isnans í mestu ósigrum verkalýðsins. Pess vegna reyna þeir að fella full- tiúa verkalýðsins frá kosningu og gefa (haldiuu þingsæt'n. — Verkvisi það! »Bitlingapokar«. Pá er »Verkam.« að fárast um það, í sambandi við framboð E. F. hér í bæ, að þingmenn Alþýðuflokksins séu með »bitlingapoka« á bakinu eftir þingsetuna. Sé hér átt við E. F. getur almenningur vegið í hendi sér »billingapokana«, sem þeir burðast með E. F. og E. O. I Erlings poka eru 3,500 krónur, í Einars 12,000 krónur á ári. Furða að kommúnisti skuli hafa verið að dingla með þess- háttar poka á bakinu undanfarin ár. í inannraunum. Peir komast í margar mannraunir, þeir »stéttvísLi«. Ein sú síðasta og mesta var sú, er þeir voru með fram- boðslista E. O. um daginn. Aðsókn- in var svo mikil að fá að skrifa »uppá«, að til slagsmála horfði. Pó segir »Verkam.« að framboðið hafi verið ákveðið að kvöldi til, og síðari (* Leturbr. hér. (* Leturbr. hér.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.