Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.06.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.06.1931, Blaðsíða 1
I. árg. 35. tbl. Akureyri, Þriðjudaginn 23 Júní 1931. Yfirlit. inaisKosninaarnar. j Frétt er nú um kosn- ingaúrslit úr öllum kjördæmunum. Hafa leikar farið svo, að atkvæði hafa fallið þannig: Á íhaldsmenn 20160 atkv. - Framsóknarmenn 18500 — - Jafnaðarmenn 7050 — - Kommúnista 1300 — - Utanflokkamenn 237 — Flokkarnir hafa fengið fulltrúa- tölu, sem hér segir: Framsóknarflokkurinn 21 íhaldsflokkurinn 12 Alþýðuflokkurinn 3 Er þá flokkaskipunin á Alþingi jjannig: Framsóknarflokkurinn 23 íhaldsflokkurinn 15 Alþýðuflokkurinn 4 Alkvæðatalan, sem stendur á bak við fulltrúana í þinginu er þannig: Hvern Framsóknarmann 880 atkv. — íhaldsmann 1680 — — Jafnaðarmann 2350 — Petta misrétti með fulltrúatölu í samsvörun við atkvæðamagn flokk- anna, byggist á ranglátri kjördæma- skipun. Aðstöðumunur við kosningarnar 1027 og nú er sá, að þá gengu Framsóknarmenn og Jafnaðarmenn sameinaðir til kosninganna, en nú var engin samvinna þar á milli. — 1927 féllu um 1900 atkvæði á frjáls- lynda flokkinn og um 800 atkvæði á utanflokkamenn. Nú var þetta hvorttveggja runnið inn til íhalds- ins. Aftur á móti voru kommún- istar nú klofnir frá Alþýðuflokkn- um, og tókst að ná á sig um 1300 atkvæðum. Frá því 1927 hefir atkvæðum Framsóknar fjölgað um 51/2 þús. íhaldið stendur í stað, þegar Frjáls- lyndi flokkurinn er tekinn með, sem sameinaðist því á síðasta kjör- tímabili. Alþýðu- I 1927 féllu um 450 at- flokkurinnj kvæðum fleira á Jafn- aðarmenn en nú. Þá kaus Framsókn í Reykjavík og á Akureyri með Alþýðufl. Nú voru Framsóknarmenn á báðum þessum stöðum sér, og höfðu um 1550 atkvæði. Eins hafa atkvæði þau, er kommúnistar fengu nú, klofnað út úr Alþýðuflokknum og þau eru um 1300- Þetta gerir 2850 atkv., sem hefðu fallið Alþýðufl. í skaut, ef nú hefði verið kosið undir sömu kringumstæðum og 1927. — Að flokkurinn sýnir næstum sömu at- kvæðatölu og 1927, þrátt fyrir þenna stóra frádrátt, sannar best hver endemis fjarstæða það er, sem »Verkam.« fer með, að AI- þýðuflokkurinn hafi gengið saman síðan 1927, og sé á hnignunar- skeiði. Eins og þessar tölur best sína, hefir hinn sanni Alþýðuflokk- ur vaxið til stórra muna síðan 1927. Aðstaðan j Framsóknarflokkurinn á Alþingi.j he{jr fengið hreinan meirihluta á Alþingi. Hann getur því einn og óstuddur myndað stjórn. Hann getur líka átt hreinan meiri hluta í neðri deild þingsins, en í efri deild nær hann aðeins neitunarvaldi; fær 7 móti 7. Þar veltur því á fulltrúa Alþýðu- flokksins um örlög þeirra mála, sem Framsókn viil fá fram. Breyting sú, sem orðið hefir á Framsóknarflokknum við þessar kosningar, eru ekki stækkunin ein. Flokkurinn hefir losnað við tvo hálfgerða vandræðamenn(*, en allir nýju mennirnir eru framsæknir um- bótamenn; sumir þeirra standa mjög nærri jafnaðarmönnum, — svo flokkurinn ætti að verða fram- gjarnari nú en hann hefir verið. — Var þessa ekki vanþörf. Aðstaða Alþýðufl. er mjög lík og áður í þinginu. Framsókn og 1- haldið þurfa bæði að lifa á jafnað- armanninum í efrideíld- Að öðru leyti situr hver að sínu í þinginu. Kosninginl 1923 vakti kosningin á Akureyrij . Akureyri megtu undrun landsmanna. Nú fór á sömu leið. í bæði skiftin höfnuðu kjós- endur vinsælum og starfsömum fulltrúa og tóku mann í staðinn, sem hvorki átti vinsældir eða traust bæj- arbúa. í bæði skiftin voru útsend- arar erlends valds að verki, að fella gömlu fulltrúana. í fyrraskiftið spor- göngumenn olíufélaganna, sem olíu- einkasalan rak af stalli hér á landi. í síðara skiftið fulltrúar Rússa, sem ekki geta séð verkalýð þessa lands unnið gagn hvorki í héraði eða á *) Frá flokkslegu sjónarmiði sagt.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.