Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Blaðsíða 3
3 alÞýðumaðurinn Eiiar Olgeirsson og svarðarmálið. Eins og lesendur* Alþm.« muna, ritaöi Einar Ólgeirsson smágrein í »Verkam.« rétt fyrir kosningarnar, þar sem því var dróttað að mér, að ég hefði dregið mér fé frá svo- nefndum Svarðarreikningi Verka- mannafél. Ákureyrar. Fyrir þetta stefndi ég Einari, og er málið nú lagt í dóm fyrir hálfum mánuði síðan. Eftir að Einari var stefnt, og til að verða við áskorun minni, birtri í »A!þm.« 17. f. m., skrifaði hann í »Verkam.« svokallaða Svarð- armola. Er þessum skrifum hans líkiega lokið nú, og mun ég svara þeim hér í blaðinu við tækifæri. — En til að sýna á hve miklum rök- um aðdróttanir Einars um óheiðar- lega meðferð fjár Svarðarreiknings- ins voru og eru bygðar, birti ég hér vottorð frá stjórn og endur- skoðendum Verkamannafélagsins, sem lögð hafa verið fram í auka- rétti Akureyrar. Vottorðin eru svo í afriti: »Vegna ummæla í blaðinu »Verka- maðurinn«, 51. tbl. þ.á., þar sem svo er til orða tekið, að Halldóri Friðjónssyni hafi, á síðasta aðal- fundi Verkamannafélags Akureyrar, verið gefið eftir »það síðasta* af tapi, er félagið varð fyrir vegna svarðarupptektar fyrir nokkrum ár- um, vottast það, að þetta er til- hæfulaust. Hvorki á tilteknum að- alfundi eða á nokkrum öðrum fundi Verkamannafélags Akureyrar, hefir nefndum Halldóri verið gefið eítir nokkuð af umræddu tapi, sem og líka ekki hefir verið hægt, þar sem ekki er vitanlegt að nokkur eyrir hafi inn til hans runnið frá nefndri svarðarupptekt*. (Dagsetning). Nöfn stjórnar Verkamannafélagsins. »Við undirritaðir endurskoðendur reikninga Verkamannafélags Akur- eyrar s.l. 6 ár, vottum hér með, að svo nefndir »Svarðarreikningar«, er Halldór Friðjónsson færði fyrir fé- lagsins hönd, hafa hvorki fyr né síðar bent til að nokkurt fé frá nefndum atvinnurekstri hafi inn til til hans runnið eða að hægt sé á þeim að byggja nokkurn grun í þá átt.« — (Dagsetning). Nöfn endurskoðenda. Halldór Friðjónsson. Á verkamaiinafimdi í Reykjavík. Norðlenskur verkamaður skrifar Al- þýðumanninum á þessa leið: »Eg sá auglýstan fund í verkamanna- félaginu Dagsbrún Laugardaginn 4. Júlí. Mig langaði til að koma þang- að, til að heyra hvernig verkamanna- fundur færi fram, þar sem verkalýðs- samtökin eru sterkust, og hefir orðið mest ágeugt- Eg kom því að fund- arhúsinu á tilteknum tíma og varð svo heppinn að hitta þar fyrir kunn- inga minn, sem kom mér inn. Eg hafði ekkert skýrteini frá félagínu heima, en í Dagsbrún þurfa allir að sýna skýrteini til að komast þar inn á fund. Fundarhúsið var fullskipað. Héðinn Valdimarsson formaður setti fundinn. Um 40 verkamenn gengu i félagið og telur Dagsbrún nú á 15. hundrað félaga. Fyrst var rætt um ýms félags- mál, en síðan um atvinnuleysið, sem þjakar nú mjög að reykvískum verka- lýð, eins og víðar. All mikill hiti koms í umræðurnar um atvinnuleysismálin, og það verð eg að segja, að mér blöskraði mjög framkoma samherja Einars okkar Ol- geirssonar á þessum fundi. F*eir hög- uðu sér þar eins og brjálaðir menn, Hæst lét í fjórum mönnum, en þeir eiga allir áiíka sögu að baki, eftir því sem mér er skýrt frá. Fyrstur talaði Porsteinn Pétursson, ungur maður. Hann er þekktastur í Alþýðuflokknum fyrir drykkjuslark og uppþot á kaffihúsum. Eitt sinn braut hann (drukkinn) rúðu í Alþýðuhúsinu, og var þá í fylgd með öðrum alþekt- um Ein3rs manni. Ræða hans var neðan við allar hellur, Næstur talaði Guðjón Benediktsson, bróðir síra Gunnars frá Saurbæ. Sá maður eyði- lagði atvinnubótakröfur verkamanna í Reykjavík s.l. vetur með skrílslegu framferði sínu. Braut samþyktir verka- manna í Dagsbrún o. s. frv. Ekkert var ræða hans, nema stóryrði. Sá þriðji í röðinni, sem hæst hafði, var Valdimar nokkur Stefánsson. Sá mað- ur hefir leikið sér að því að taka akkorð og brjóta taxta Dagsbrúnar og hélt hann því áfram þar til Dagsbrún varð að stöðva hann með valdi. Fyr- ir þetta krafðist þessi kommúnistasál 400 króna skaðabóta af verkamanna- félaginu. Hannes Guðmundsson var sá fjórði. Hann er forsöngvari á Sjó- mannastofunni, sem að áliti margra sjómanna í Reykjavík, var stofnuð til að vinna gegn sjómannafálaginu. Enn þá talaði einn Einarsmaður, sem eg heyrði ekki nafn á, Er hann þekktast- ur fyrir það, að það kostaði verkfall hjá félaginu, sem hann vinnur hjá að fá hann inn í verkamannaféiagið. Pessi síðasti kom með tillögu um að reka Ólaf Friðriksson úr félaginu !! pannig var nú framkoma þessara Einars-dáta á þessum fundi. Ógæfu- legra lið hefi eg aldrei séð, Og nú er Einar að koma til Reykjavíkur til að taka við stjóminni á þessum mönnum. Hér í Reykjavík er sagt að forustu- maður og »liðið« hæfi hvað öðru. Bótin er að hér tekur enginn Einar eða lið hans alvarlega. Hér er verka- lýðshreyfingin of sterk til að slíkir menn geti náð að hafa nokkur áhrif.c Verkamaöur. Breytin á lögum um síldareinkasölu íslands, er borin fram af íhaldsmönnum á Alþingi. Eru þær þess efnis að að- alfundur Síldareinkasölunnar skuli kjósa alla útflutningsnefndina til eins árs í senn, en fulltrúar á aðalfund skuli vera 24. Þar af 13 kosnir af útgerðarmönnum, 8 af sjómönnum og 3 af skipstjórum. Hér ríður heimskan ekki við ein- teyming. Fyrst er það, að síldareinkasnlan á að vera ríkissala. Ríkið á að leggja henni til rekstursfé o. s. frv. En stjórn Einkasölunnar á að taka úr

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.