Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 18.08.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.08.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn Rógi hnekt. Langa hríð hefir blaðið »Verka- maðurinn*, sem er málgagn komm- únista á Akureyri eða fy'gifiska Einars Olgeirssonar, haldið uppi þrotlausum rógi um þá menn hér á S'glufirði og Akureyri, er fremst standa í samlök- um verkalýðsins og bera þau uppi um alla framsækni f skynsamlegum kröfum. — Sérstaklega hafa þeir tveir, Guðm. Skarphéðinsson og Erlingur Friðjóns- son orðið fyrir barðinu á þessum blekbyttunöglum kommúnistanna. Má að vísu telja þeim þessar of- sóknir meinlausar, sakir þess, hve sárafáir leggja trúnað á þvætting þess- ara ofstækisflóna, en þó er ekki laust við, að mönnum geti sárnað, að sjá daglega fullorðna menn og þroskaðar konur vaðandi á bæxlunum um götur bæjarins með »Verkamanninn« undir hendinni, borandi honum inn um hverjar húsdyr. Að vísu má vorkenna þessu fólki það, að vera haldið of- stækispest kommúnismans, því á mörgum verður sjúkdómurinn krónisk hystería, sem lýs.r sér í hinu misk- unnarlausa ofstæki og óstjórnlegri þrá til rógs og blekkinga, ásamt óbifan- lega bjargfastri sannfæringu um það, að þeir einir hali höndlað allan sann- leika og leyst allar gátur tilverunnar, og enginn hafi snefil af sannri þekk- ingu á málefnum þjóðfélagsins nema þeir. Fylgja þessu ýms smærri ein- kenni, sem vekja hlátur og gaman heilbrigðra manna. Fað er í rauninni óþarft, að vera að lýsa þessu fyrir Siglfirðingum og Akureyrarbúum, því að þar eru nógu mörg eintök af þess- um pólítísku sálsýklingum. Par er sjón sögu ríkari. Pað, sem einkum og sér. í lagi gremst þessu sjúkrafólki, er það í fyrsta lagi, að það er »alt it að tapa« — tapa áhrifum á hugi hinna þrosk- uðu og yfirráðunum í hugum ungling- ann3. Og einmitt þess vegna snýst hatur þeirra og ofsókn gegn þessum tveim forystumönnum verkalýðsns er fyr voru nefndir, að þessir menn hafa dregið vö!dín úr höndum þeirra, sans- að lýðinn og sýnt honum fram á þá glötunarbraut, er kommúnistarnir ætl- uðu að tæla hann inn á með blekk- ingum sínum og gaspri. í öðru lagi svellur því móður og æsir upp sjálft sig yfir því, að félög- unum »Eining« og »Ósk« tókst ekki að hamra fram kauptaxta sinn. Sáu það allir, er nokkra sanngirni áttu til, að taxti hinna tveggja fétaga var svo óbilgjarn og sjálfum sér svo gífurlega ósamkvæmur, að ekki var nokkur leið að fá hann framkvæmdan, nema með því, að öll söltun og síldarvinna færi í hundana. En — það er eigi ólík- Iegt, að einmitt það hafi verið til- gangurinn. í þriðja lagi fylltust þeir ú fúð og fjandskap yfir því, að nú fer söltun á stöð E nkasölunnar ágætlega af því að nú er henni stjórnað af samvisku- sömum mönnum, sem hvergi vilja vamm sitt vita. Eru nú sterkar likur til þess, að Einkasölustöðin vinni upp að fullu hið gífurlega tap, er hún beið í fyrra við óstjórn og blygðunar- lausa óskammfeilni kommúnista þeirra, er þar stjórnuðu og unnu. Pví þeir fáu menn, er þar voru í fyrra af öðui sauðahúsi, fengu við ekkeit ráðið. Ir nú e gi ólíklegt, að kommúnistar sjái í hvert óefni þeir hafa stefnt málum sínum hér um vinnubrögðin á þessari stöð í fyrra. Þeir hafa ekki tekið það með í reikninginn að þá voru »verk- in« þeirra að tala. Pá hefir ekki grunað þá, að það er dálítið siíthvað að þenja hvoftinn um vinnubrögð og framkvæmd r annara, en að sanna sín- ar e'gin hysterisku teoriur í verki. — Og nú er þeim orðið það full Ijóst, þótt um seinan sé, að þeir með at- höfnum sínum á »Rauða torginu« í fyrra, haf.i með öllu fyrirgert rétti sínum t>I þess að annast um opinber- ar framkvæmdir. — Pað trúir þeim enginn fyrir slíku lengur. Er það vel farið og að maklegleikum. í Ijórða lagi eru þeir nú að sjá, að rógur þeirra um það, að þeir Guðm. Skarp. og Fmnur Jónssön saiti í félagi á Einkasölustöðinni, ber engan árangur. í raun og veru var þetta uppátæki þeirra mesta glappa- skot, — þvf trúir ekki nokkur einasti Siglfirðingur nema ef til vill nokkrir æstir kommúnistar, sem nærast og lifa á þvi að- ljúga að sjálfum sér. Að minnsta kosti er það vorkunnarlaust ölhim Siglfirðingum, að ganga úr skugga um það, að hvorugur þeirra Finnur eða Guðm. saltar fyrir eigin reikning á Einkasölustöðinni, því ekki mundu þeir láta Einkasöluna annast reikningshald fyrir sig. Er það ein- kennilegt, að þroskaðir menn eins og margir kommúnistanna eru, og æfðir í blekkingum og rógi, skuli farast þetta svóna óhöndglega þegar þeim þykir mest við liggja. Vér Sglfirðingar þekkjum allir Guðm. Skarphéðinsson. Við þurfum ekki að láta rótlausa aðkomu-lyga- laupa kommúnista lýsa honum fyrir okkur. Guðm. gætir hagsmuna síns bæjaifélags betur en flestir aðrir, af því, að hann ann þessum bæ flestum meira. Hann gætir líka hagsmuna verkalýðsins svo vel, að það hafa ekki aðrir betur gert hérlendis. Mættu verkamenn og verkakonur lengi minn- ast þess, er hann barg þeim úr klóm kommúnista og forðaði þeim frá því feigðarflani að láta þá ginna s'g til óhappaverka — ginna þá til að myrða í höndum sjálfra sín allar- framtíðar- vonir verklýðshreifingarinnar, Guðm, sá fljótt hvert stefndi með verkalýðs- samtökin, ef hinar kommúnisku þjóðfélagsrottur ættu að fá tíma og tækifæri til að grafa svo undan þeim og naga ræfur þeirra svo að þau félli um sjálf sig þegar mest á riði. Hann varð skjótari að bragði og rauf blekkingavef þeirra kumpána í tíma, svo þeir stóðu í nekt sinni frammi fyrir verkalýðnum, sem sá nú fullvel, að öll þeirra loforð voru svik, og alt kjaftæðið blekking. Nú er veldi þessara fugla lokið hér í bæ sem betur fer, og þess vegna mega kjaftaskar þeirra snapa gams á þjóðfélagshjarninu, að Siglfirskur verkalýður trúir þeim ekki fyrir for- ystu né trúnaðarslörfum. Siglfirðing- ar eru búnir að fá nóg af ráðsmensku þeirra, þótt þeim enn þá hafi verið hlíft við því, að standast opinberan reikningsskap af henni. Við eigum góða menn hér, sem ætið eru reiðubúnir að vinna að mál- um verkalýðsins ogþar stendur Guðm. Skarphéðinsson áreiðanlega langfremst- ur. Ogþað gerir ekkert til hvað málgagn æsingabjálfa Akureyrar segir um hann honum til hnekkis. Pað sannar ein-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.