Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.12.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 15.12.1931, Blaðsíða 3
ALPÝÐUMAÐUSINN 3 bóndi á Svalbarði andaðist á Landa- kotsspítala í Reykjavík kl. 3 í gæn 55 ára gamall. Hann kom frá út- löndum með »íslandi< síðast, þá orðinn lasinn og lagðist veikur nokkrum dögum síðar í Reykjavík. Björn Líndal var maður þjóð- kunnur og verður hans því ekki nánar minst hér. Heimilisfaðir var hann ágætur og á kona hans og börn miklu á bak að sjá, þar sem hans missir við. Fyrsti áreksturinn. Um 500 tunnur af millisíld voru sendar héðan með fslandi síðast á vegum Síldareinkasklunnar, og gengu þær upp í samning einkasöl- unnar við Brödrene Levy. Pening- arnir fyrir þessa síld eru nú komn- ir í bankann hér, en er haldið fyrir síldareigendum af þrotabúi einka- sölunnar, eða réttara sagt þeim mönnum, sem eru að gera búið upp. Er þetta gert 1 krafti þeirra bráðabyrgðarlaga, sem hveða svo á, að síld, sem veidd er eftir miðj- an Nóvember og ekhi afhent einka- sölunni, þegar lögin eru gefin út, skuli vera þrotabúinu óviðkomandi. Nú var nefnd síld afhent einkasöl- unni áður en bráðabyrgðarlögin um niðurlagning hennar voru gefin út, og telja því skiftaráðendur hana tilheyra þrotabúinu. Alla millisíld, sem áður var send út, hafði einkasalan greitt eigendum. Eins og von er til, eru eigendur þessarar síldar óánægðir með að láta taka hana af sér og hafa nú snúið sér ti) skiftaráð- enda, með kröfu um að fá hana greidda Verður að vænta þess, að þeir fái framgang mála sinna, því annað væri hróplegt ranglæti, þar sem millisíldin er alveg óvið- komandi tapi einkasölunnar, sem gert hefir verið að banabita hennar. Er þetta fyrsti, en sjálfsagt ekki síðasti áreksturinn, sem orsakast af því glapræði ríkisstjórnarinnar, að leggja einkasöluna niður, að lítt at- huguðu máli. Söngskemtun ungfrú Jóhönnu Jóhannsdóttur á Sunnudagskvöldið var vel sótt, þó veður væri vont. Söngkonunni var forkunar vel tekið af áheyrendum og varð hún að endurtaka mörg lögin og gefa »Sprett< í ofanálag. Frú Porbjörg Halldórs frá Höfnum lék á hljóðfærið af venjulegri list. Sé báðum þessum listakonum þökk fyrir kvöldið. Um 4 mlljdnir útvarpsmóttökutækja, er mælt að séu i notkun í Englandi og fer fjölgandi Englendiugar nota útvarpið mikið sem menningartæki og er því haldið fram, að enska þjóðin hagi sér mikið eftir því. Nú á að taka ensku nýlendurnar undir áhrif útvarpsins, eins og getið var um nér í blaðinu fyrir skömmu. Stríðið i anstri. Frá því heyrist ekkert sfðustu daga. Pó munu smáskærur eiga sér stað öðru hvoru. Pjóðabandalagíð ræðir um málið. Japanar færa sig smátt og smátt upp á skaftið í Mansjuríinu. Kínverjar búa sig meir og meir undir árás á þá, en fara rólega að öllu. Fyrirframsalan. Út af grein þeirri, sem birtist hér í blaðinu fyrir skemstu eftir Pétur A. Ólafsson um fyrirframsölu hans á millisíldinni í haust, vill Alþýðumað- urínn taka það fram, að þótt grein Péturs væri tekin athugasemdalaust í biaðíð, þá telur blaðið það mjög mÍ6- ráðið að hafa selt millisíldina fyrir- fram fyrir jafn lágt verð og selt var fyrir. — Þessi sala heyrði undir skrifstofu einkasölunnar í Hðfn, og átti því að sjálfsögðu að láta hana annast söiuna fyrir það verð, sem hægt var að fá fyrir millisíldina á hverjum tfma. r ALPÝÐUMAÐURINN. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Þriðjudegi, og aukablöð þegar með þarf. Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Premtsmiðja Björns Jónssonar. ______________________________) Dr bæ og bygö. »Þormóður« Samvinnufélags sjó- manna kom úr Englandsför í gær- morgun. Sunnlensku togararnir hafa selt afla sinn vel í Englandi undanfarið. Einn togari er á leið til Frakklands með ísfisk. Er það í fyrsta sinn, sem gerð er tilraun með sölu þess f.skjar þar, og væri belur að vel gengi. Afspyrnu norðan rok, með hríð, var á Siglufirði á Sunnudaginn. — Ljósaleiðslan bilaði, staurar brotnuðu- og var bærinu rafljósalaus f.-á því kir 8 á Sunnudagskvöld til kl. 4 í gær. Leikfélagið lék »Húrra krakkil* á Siglufiaði um helgina við góða aðsókn. Kl. 12 í dag hófst auglýsingaútvarp frá útvarpsstöðinni í Reykjavík. Verð- ur útvarpað á sama tíma fram vegis auglýsingum, tilkynningum og fl. Um síðustu mánaðamót nam inn- flutningur vara til landsins kr. 42,7 milj. en 54 mij. á sama tíma í fyrra. Árið 1929 nam innflutningur til lands- ins 11 mánuði ársins 67 miljónum, Nýlátin er á Kristneshæli frú Þor- björg Stefánsbóttir, kona Jóhanns Haraldssonar næturvarðar á símastðð. inni hér. Ung kona og mæt.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.