Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.01.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 17.01.1933, Blaðsíða 3
dirfðist að leggja í kostHað og á- hættn við að ríða á vaðið? Og var ekki sjálfsagt og sa»ngjarnt að slíkur maður tryggði sér rétt til af- notanna, ef sæmilega tækist, meir en 1—2 ár? Og var ekki jafnvel h'ka eðlilegt að nefndin, sem lagði raikið í kostnað, teldi, eftir ástæðum, ekki fjarri að fyrirbyggja að þessi leigutaki hlypi burt frá öllu, ef eitt- hvað mistækist í fyrstu? Jú, sann- arlega var hreppsnefnd skyldug til að nota tækifærið og nota það til þrautar, og ganga ekki frá, þótt hún þyrfti að undirgangast einhver skilyrði Eggert Jónssyni í vil. Og hún gerði það af því hún hafði á- byrgðartilfinningu. Hún vissi hvað hún geröi og hvers vegna hún gerði það. Og sá sem opinberlega átelur slíkar gerðir og það með ó- hlífnum — jafnvel ósvífnum orðum — hann getur gjarnan sjálfur verið sneyddur ábyrgðartilfinningu, og ef hann er það ekki, þá er næstum skíljanlegt, að hann blygðast sín fyrir nafn sitt undir slíkum áfellis- dóm, svo í stað þess sé sett vesælt, óburðuiegt eymdar-sjrik. Framh. Skæðadrífa. Kommúnistarnir hættir að skil/a Þorstein. f fyrra fyrir aðalfundinn í Verka- mannafélagi Akureyrar störfuðu kom- múnistarnir að þvi að ná stjórn fé- lagsins í sínar hendur með Þorsteini Porsteinssyni, og tókst það eins og kunnugt er. Að sönnu lét Porsteinn Svo sem hann vildi ekki verða for- maður í félaginu, en kommiínistarnir skildu maeta yel að það var ekkert annað en fyrjrsláltur, enda kom það á daginn á aðalfundinum, að honum var kærkomin uppástunga kommúnist- anna um hann sem formann, Nú fyrir aðalfundinn hafðj hann sömu aðferð eins og f fyrra, að láta svo sem hann vildi ekki vera formaður áfram, og mun hann hafa vænst þess af kom- múnistunum að þeir skildu hann ekki lakar eftir árs sambúð áður en þeir og hann tóku saman, — en það fór á annan veg en í fyrra. Nú skildu kommúnistarnir þorstein ekki.. Peir tóku því strax tnjög alvarlega þegar faann í mesta sakleysi fór að impra á því, að hann vildi ekki vera formaður áfram, og létu ekki stanáa á sér að tilnefna nýtt formannsefni. Gætnari mer.n félagsins höfðu látið það uppi fyrir aðalfund, að þeir myndu ekkert skjfta sér af stjórnar- kosningu í félaginu. Þegar kommún- istarnir vissu það, gáiu þeir gefið Þorsteini »langt nef«, og þá stóð ekki á þeim að gera það. Porsteinn mun hafa ætlað sér veglegra hiutskifti í fyrra, þegar hann spyrti sig saman við kommúnistana, en að verða spark- að út úr hreiðri þeirra um leið og þeir sáu að þeir gátu það, — en þeir menn, sem þekkja innræti kommúnist- anna, kemur ekki slíkt á óvart. Reyndust illa. Kommúnistarnir ,kusu stjórn í Verkamannafélagi Akureyrar í fyrra og aftur nú. Aðeins einn þeirra, sem kommúnistarnir kusu í stjórnina í fyrta þykir nú hæfur til þess að vera kos- inn aftur, fjórir hafa því reynst óhæf- ir að þeirra dómi, kommúnistanna. — Svona reyndust verkin þeirra spreng- ingarmannanna. En það mun varla leika á tveim tungum meðal þeirra manna, sem vit hafa á, að þessi eini stjórnarlimur, sem kommúnistarnir hafa treyst til að vera áfram í stjórn fé- lagsins, sé að manndómi langt fyrir neðan alla þá, sem úr stjórninni fóru, En þetta er líka mjög eðlilegt, að svona ógæfusamlega takist til fyrir kommúnistunum, þvi að það er eitt af þeirra eiginleikum að sökkva allt af dýpra og dýpra í mannleysuhætti og vitleysu, og fyrirlíðarnir verða að vera í samræmi við það. Steingrímur frá Lyngholti, sem kommúnistarnir kusu fyrir formann, er kunnur að einstökum mannleysu- hætti í félagsmálum. Félagið í Bót- inni, sem hann var formaður í, var nálega dautt þegar það var tekið af honum, og 5 félög á Siglufirði og Akureyri hafa lognast út af í höndun- um á Steingrhni sem formanns Verk- lýðasambands Norðurlands, fyrir utan þau félög, sem hafa sagt sig úr þessu makalausa sambandi Steingríms. Kommúnistarnir munu treysta Stein- C f) -bilar besiir. Simi 260 grfmi manna besi til þess að standa yfir moldum Verkamannafélags Akur- eyrar eins og hinna íéiaganna, Úr bæ og bygb. í síðustu vikn fann lögreglan í Reykjavík töluvert af áfengi í togar- anum iSkúli fógeti«, er hann kom úr Englandsför. Skipstjórinn á tog- aranum iátaði að eiga áfengið, og var hann dæmdur í 2,600 króna sekt og 10 daga fangelsi. Pá tók lögregían í Reykjavík, nú fyrir helg- ina, konu og tvo útlendinga, er staðin voru að áfengisbruggun þar í borginni. Höfðu hjú þessi verk- smiðju gangandi við þe9sa iðju. Á bæ einum í Óslandshlið í Skaga- firði brann fjós og heyhlaða, með 300 hestum af heyi í, á íyrra Mánu- dagskvöld. Skepnum var fcjargaö úr fjósinu. Undanfarið hefir lögreglan á Siglu- firði haít íkveikjumál til meðferðar. Hefir verið afar erfitt að fá ábyggi- legar fróttir af þesau, því bæjarfó- getinn, sem rannsakað hefir málið, hefir neitað fréttariturum útvarpsins og blaðamönnum um upplýsingar. Það er þó augljóst aö tveir menn, Egill Ragnars kaupmaður og Indriöi Björnsson (Aærslunarmaður,?) hafa verið sakaðir um að hafa gert til- raun til að kveikja í samkomuhúsi kommúnista á Siglufirði, aðfaranótt 7. þ? m. Hafa þeir verið í gæslu- varðhaldi undanfarið, og mikil og margbrotin réttarhöld fram íariö. Meira faest ekki upplýst enn. Verkamannafélagið á Sauðá-ikróki hefir sagt, sig ur V.S.N. Jafnaðar- mannafélagið þar á staðnum hefir sam- tímis verið endurvakið, og er áhugi verkamanna eindreginn fyrir því að treysta samtökin á grundvelli alþýðu- flokksheildarinnar. í s. I. mánuði seldu íslensk skip oif bátar ísaöan fisk til útlanda fyrir 1 rnilijón króna. Fiskurinn var seJdur til Englands, í’ýskalands og Hollands. B.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.