Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.01.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.01.1933, Blaðsíða 2
AIPÝÐUMAÐbitMW i BSO-bsZ%£!r Fyrst er það að samvinna í verk- lýðsmálunum getur ekki átt sér stað við kommúnistana. Peir hafa skipun Srá flokki sínum um að að rfía alt niður sem hægfara-jafnaðarmenn byggja upp — og að berjast á móti daglegum endurbótum á kjörum verka- lýðsins, því velmegan hans dragi úr »stéttvísinni« og >byitingarhæfninni«. í öðru lagi hefir síðasta ár sýnt hvert kommúnistarnir stefna i verklýðs- málumi Áður helir oftlegaa verið bent á það hér í blaðinu, hvílíka fýlu- för félagið hefir farið í kaupgjalds- málum. í þau tvö skifti á öliu árinu, sem félagið hélt velli, voru það hæg- fara mennirnir, sem hlupu undir bagg- ann og börðu kommúmstana niður, svo ráð þeirra voru að engu höfð. (Samningur kauptaxtans og deilan við K. E. A.). Og árið enduðu þeir með að flæma félagið út úr Alþýðusam- bandinu til að vissa sé fyrírfram fyrir því að félagið tapi næstu kaupdeilu. í þriðja lagi hefir starfssaga félags- ins síðasta ár flett eins greinilega og hægt er ofan sf falsi kommúnist- anna í verklýðsmálum. Félagið hefir haldið 26 fundi á árinu!!! Þetta er starfið! — 26 kjaftæðissamkomur — oftast svo fárra manna sem frekast má vera til að fundir séu lögmætir, og stundum færri, — Eftirtekjan : kaup- lækkanir, sundrung, vanþóknun meiri- hiuta félagsmanna á félagsstarfinu. Þetta er sama sagan og gerst hefir í nágrannalöndum vorum — og á nokkrum stöðum hér á landi. Komm- únlstarnir ætlast til að áframhaldið verði um meiri sundrung — emi meiri deyfð — enn meiri niðurlæging verk- lýðsmálanna í Akureyrarbæ. Slikt er talið meðal góðra frétta af starfinu á íslandi, sem stjórn Kommúnistaflokks íslands sendir til Moskva einu sinni í mánuði. En meiri hluti verkalýðs í Akureyr- arbæ mun vera á annari skoðun. Hann mun taka til sinna ráða og notfæra sér það sam hann hefir lært af reynslu síðasta árs. (Meira). Nú um áramótin voru útvarpsnot- endur orðnir 5418. Hefir þeim fjölgað um 1300 s. I. ár. Sveitarfimdurinn á Sauðárkróki. Niðurl. Við hitt fékk hreppsnefnd ekki ráðið, að hingað til hefir tekist miður miklu en skyldi, með fram- kvæmd á þessum atvinnurekstri hér. Pó er meðal annars það unnið, að nú eru þó aðrir farnir að hugsa og spyrja. Og hver veit hvers virði það getur orðið? Pessum og fleiri rökum dirfðust ekki einu sinni »kommúnistar« að mótmæla á nefndum fundi. Pað er því ennfremur algerlega ósatt hjá bréfritara, að hreppsnefndinni hafi verið ófært að verja aamninginn við E. J. Þvert á móti reyndist >komm- únistum* ófasrt að verja sinn áfell- isdóm. Úrslit málsins við atkvæða- greiðsluna sýndu líka ekki óljóst, eins og bréfritari gefur í skyn — heldur mjög Ijóslega, að meiri hlisti fundarmanna stóð með hreppsnefnd, sem og var von, því yfirleitt eru menn hér ennþá ekki sokknir í kviksyndi ábyrgðarleysisins, — er »kommúnistar« standa í og æpa upp úr og gera hark að mönnum. Um tillögur þær, er fram komu á fundinum, er enn ranghermt. — TiJlaga hreppsnefndar var þegar birt fundinum í byrjun — í fram- söguræðu undirritaðs, - Petta vissu allir fundarmenn, því þess- vegna átti hún að berast upp á undan tillögu >kommúnista*, er síðar var fram komin. Þessa krafðist ég — ekki fyrir það að ég væri hræddur um ósigur hennar annars, heldur fyrir hrtt, að ég gaf ekki um að »kommúnistum« né neinum liðist að vaða uppi með ójöfnuð og lögleysur, og mótmæla stað- reyndum upp í opið geðið á fjöl- mennum fundi. Að öðru leyti var mér nákvæmiega sama, hvenœr til- laga »kommúnista« yrði feld. Ummæfi bréfritara um einstaka menn verða ekki skoðuð öðruvísi en sem »kommúnistiskt« saurkast, sem ég nenni ekki að atast í, og ef til vill enginn, er fyrir varð. Segja má þó, að E. J. hafi það til saka unnið meðal annars, að hann bafí opnað augurt á einum »síldar- kóngi*, er þessvegna fer að spyrja. Höfuðsök Sigurðar Sigurðssonar virðist sú, að hann hefir sérstakan áhuga á og hefir beitst fyrir að koma síldarsöitunarmáli hér á veru- kgan rekspöl. Þessvegna er reyn- andi að sverla hann. Kristján Sveins- son hefir, síðan hann komstí hrepps-^ nefnd, haldið þar með festu og sanngirni á réttmætum kröfum verkama»na, en unnið á móti ot- forsi og öfgum »kommúnista«. — Því þarf að brennimerkja hann, ef unt væri. Annars eru mena þessir sjálfir fuilfærir til varnar um mál- stað sinn og mannorð. Sá andi og sú aðferð, er lýsa sér í nefndu skrifi, er hvorttveggja ógeðslegt og óverjanlegt, Að fara með rangfærslur og blekkingar — svívirða atvinnurekendur og stjórn- arvöld, vekja þannig á þeim van- traust og gera þeim óhægra um störf fyrir almannahelli, siga mönn- um saman til missætis og ófriðar, auka enn úlfúð og almenna tor- tryggni, kenna mönnum að hata, eins og það eitt sinn var orðað í »Verkamanninum«. — Ailt eru þetta starfsaðferðir og viðleitni, er bregða að vísu litlum ljóma yfir það þjóðskipulag, er þær eiga að ryðja braut fyrír-, En þær leiða til sýkingar og illendis í þjóðmálum og þjóðlífi. Ber því að andmæla þeirn* hvar sem þær koma fram. Sauðárkróki 17. Des. 1932. lón Þ. B/örnsson, hreppsnefndaroddviti. Síðan þetta var ritað hefir (2Q, Des.) verið haldinn almennur borg- arafundur á Sauðárkróki, er ^komm- únistar« gengust fyrir að Verka- mannaféiagið boðaði til. Gekk þar margt þeim á móti. Var þar, með- al annars, með miklum meiti hluta atkvœða, samþykt svohljóðandi til- laga: Almennur borgarafundur á Sauðárkróki telur iila farið ai verka- maður hér á staðnum hefir gerst til að rita grain um sveitarfund á Sauðárkróki, sem birt er í 52. tbl. »Verkamannsins«. — Par kom og í ljós, að tvöfalt er faðerni »Verka-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.