Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.02.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 07.02.1933, Blaðsíða 1
Frami IDað þykir raáske suraum íull snemmt að fara að ræða um næstu síldarvertíð. En hvers vegna væri svo, ef alit væri með feldu um þau mál ? Hefir síldarútvegurinn ekki ver- ið all mikilvægur þáttur í atvinnu- lífi þióðarinnar undanfarin ár, og má oss á sama standa hvernig með hann fer í framtíðinni? Eftir þögninni um þessi mál að dæma, mætti ætla að engu skifti hvern veg fer um síldarútveg lands- manna á þessu ári. Þó vantar ekki að vér stöndum gagnvart all alvar- legum atburðum á næstunni. Svo alvarlegum, að fyr hefir ekki séð í svartari bakka. Á s. 1. hausti sendi ríkisstjórnin menn til Noregs til að semja um viðskifti landsmanna, einkum um kjöttollinn, sem Norðmenn hafa að oss rétt. — Þessi sendinefnd kom heim, og upp var gefið hver von væri um niðurfærslu kjöttollsins, en hverju íslendingar verða að fórna í staðinn, fær enginn að vita frá stjórninni fyr en þing kemur sarnan. Hvílík ósvífni þjóðinni er sýifd með þessu háitalagi, þarf ekki að skýra. Kjósendum, sem þó máske eiga framfærslu sína og sinna alveg undir afkomu síldarútvegsins, gefst enginn kostur að láta álit sitt í ljósi eða óskir í þessu máli, áður en full- trúar þeirra fara til þings, þar sem gera á út um samningamál land- anna. Það er því engin furða þó þungt leggist í suma út af þessum málum, En, eins og fyr er sagt, ríkir ein- kennileg þögn yfir málinu, »Alþm.« minnist ekki að hafa séð neitt um þetta sagt, nema í stuttri grein eftir forseta Fiskifélags íslands, sem birt- ist í Nóvember-hefti »Ægist s. 1. Er þar skýrt og skorinort heimtað að samningarnir séu þegar birtir, og réttilega á það bent, að vér megum enganvegin kaupa kjöttollslækkunina of dýru verði. Nú nýlega berast þær fregnir hingað, að norskir útgerðarmenn gangi með útdrátt úr þessum samn- ingum í vasanum og fari ekki dult með. Eru þessar fregnir fluttar af mönnum, sem segjast liafa séö þessa vasaútgáfu af samningunum með eigin augum. Og hvað er þá um þessa samn- inga ? Áður en að því er vikið, skal það tekið fram, að þar sem um opin- berar tilkynningar er ekki að ræða, verður engin ábyrgð á því tekin að engu skakki um innihald samning- anna. En þeir eiga að vera á þessa leið : - íslendingar fá lækkun á tolli af 13 þús. tunna innflutningi á ári, er nemur um um 400 þús. krónum og 'Von í 140 þúsundum í viðbót, ef alt gengur Norðmönnnm að óskum, en innflutningsmagn kjötsins á að minka jafnt árlega ofan í 6000 tunnur á ári. Hlunnindin af tolllækkuninni fara því minkandi árlega. — Fyrir þetta eiga Norðmenn að fá þessa aðstöðu við síldveiðar við ísland: Leyfi að selja síld í land á íslandi, er nemur líkri tunnutölu af hverju skipi og veiðileyfi minni skipa voru meðan Síldareinkasalan starfaði. Rétt til að skipa tunnum í land hér og geyma þær sumarlangt. Ótakmark- aða sölu síldar í bræðslu. Leyfi til að gera að síldarafla á höfnum K. NYJA BiO Miðvikudagskvöld kl. 9 »Oharineiir« Tal- og hljómmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkið íeikur: Mauriee Ghevalier. Maur ce Chevalier leikur tvö hlutverk í þessari mynd. Hann er á daginn þjónn á veihnga- húsi, en á nóttunni miljóner. — Myodin er æfintýrarik og ágæflega ieikin. inni; þar með talin bræðsla síldar í bræðsluskipum. Umhleðslu í land- helgi o. s. irv. Alt petta á aö vera tollfrtti og imdanþcgið sköttum til ríkis- og sveitafélaga á lslandi. —- Líka eiga Norðmenn að njóta fylslu sanngirni gagnvart veiðum í nánd við landhelgislínuna, og er þetta at- riði túlkað svo af Norðmönnum, að þeir verði ekki sóttir ti) sektar, þó þá »hreki« inn fyrir landhelgislín- una meðan þeir eru að »snurpa« eða »háfa« síldina upp í skipin. 5*0 hér væri ekki nema tm hálían sannleik að ræða — en, því miður, mun of mikið rétt í þessu — þá er auðsætt að samningarnir gefa Norð- mönnum einveldi í síldveiðunum hér við land, og er íslendingum óhætt að nausta skip sín vfir síldveiðatínv ann. Innflutningstollur af öllu er til síldarsöltunar þarf, útflutningstollur af síld, opinber gjöld til bæja og sveita, sem síldarsöltun íslendinga er lagalega skyld að bera, gera þeim

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.