Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 13.03.1933, Page 1

Alþýðumaðurinn - 13.03.1933, Page 1
ALÞÝSUM AÐO RINN I. árg. || Akureyri, Mánudaginn 13. Mars 1933. 14. tb Ofsolyræði kommOnista gegn verkalýönum. Stjórn Verkamannafélags Akureyrar ætlar að hafa upp undir 20 þúsund króna atvinnu af verka- mönnum í Akureyrarbæ. Novu á að setja í bann fyrir það, að hún tekur það minna flutn- ingsgjald á tunnuefnið en önnur skip buðu, að hægt verður að greiða verkamönnum 10 aurum meira út á tunnu en áætlað var í fyrsíu. Eins og nokkrum sinnum hefir verið bent á hér í blaðinu, hné öll iðja stjórnar Verkamannafélags Ak- ureyrar s. I- ár að því, að lækka kaup verkamanna og spilla áliti verklýðssamtakanna á alla lund. — Þessi iðja hennar náði hástigi í sambandi við turnusmíðamálið á þessum vetri, enda orðin með end- emum. Bapjarstjórnin bauð félag- inu vinnuna þegar í upphafi og var ekki um minna að ræða en um 20 þúsund króna atvinnu yfir harðasía tíma ársins — stöðuga atvinnu fyrir 40 manns urn tveggja mán- aða tíma. í staðinn fyrir að haga sér eftir 2. gr. félagslaganna, sem leggur stjórninni þær skyldur á herðar, að leitast við »að útvega félagsmönn- um vinnu, þegar þeir þarfnast«, æsti hún félagið tii að hafna vinnunni hvað eftir annað, og svifta félags- menn þar með betri atvinnu en þeir gátu vænst að fá á nokkurn annan hátt, á þeim tíma árs. Pegar stjórninni var bent á að hætta væri á að bæjarstjórn hætti við tunnu- smíðið, þegar ekki fengust samn ingar við félagið, svaraði hún því til, að það gerði ekkert. Þá væri bara að »heimta« atvinnuleysisstyrk, eða atvinnubótavinnu, sem ekki væri hægt að veita, *því þá sœist live bœjarstjórnin vœri ófœr til að verða við kröfum verkalýðsins«. — Hefði V.m.fél. strax tekið upp samn- inga við bæjarstjórnina, hefði hún þar með trygt félaginu verkið, og án efa getað fengið kjörin bætt svo, að enginn árekstur hefði þurft að verða. En hún var nú ekki á þeim hosunum. Hefði hún gert skyldu sína, hefðu félagsmenn haft um 20 þús. krónum meira úr að spila í vetur. Þá hefði verið um 40 atvinnuleysingjum færra á göt- unum til að leita eftir hverju smá- atviki, sem hægt var að fá að vinna. Þá gátu ekki rógberar og ósann- indamenn kommúnista, sem taka laun hjá Rússum fyrir iðju sína, komist eins nærri eyrum verka- mannanna, eins og þegar ekkert er annað að gera, en að hlusta eftir hvísli þeirra. Þá hefði eymdinni verið haldið úti frá heimilum verka- mannanna, þessu ástandi, sem kommúnistarnir byggja allar sínar vonir og framtíð á. Þetta sá stjórn Verkam.fél. allt saman, og æsti því þekkingarsnauð- asta og forsjárminsta hluta félags- ins upp til að hafna tunnusmíðinu, og svifta félagið vetraratvinnu. í staðinn fyrir þetta fór stjórnin — í gegn um kommúnista — betliferð til bæjarstjórnar fyrir jólin, og báðu um einhverja slettu handa mönn- unum, sem hún var búin að véla frá góðri atvinnu — auðsjáanlega í þeim eina tilgangi, að reyna að drepa niður metnaðarkend verka- mannanna og gera þá að ræflum f augum þeirra sjálfra og annara. Þetta er fyrsti þáttur þessa máls. Annar þátturinn stendur yfir núna. Tunnuefnið er að koma. Stjórn Verkam.fél. finnur á sér að hún verður krafin reikningsskaþar fyrir glæpsamlegt athæfi gegn félaginu. Hún ærist og hygst að bjarga mál- inu með enn meiri æsingum en áður. »Verkamanninum« er hleypt af stokkunum fullum af lygum og blekkingum, níði um vissa menn og æsingaupphrópunum. Smalar kommúnista æða um bæinn og ljúga þessu að Páli, öðru að Pétri. Nú á að trústa^, >mola«, »mala* og >fótumtroða< alt og alla. Það á að reka Novu burt með tunnu- efnið, því ef það kemur í land og verðiir unnið, lækkar alt kaup. — Verkamannafélagið á að vera búið að vera, ef ekki fæst »sigur« íþessu máli. Sigur sem sé innifalinn í því að ekki verði unnið úr tunnuefn- inu. — Allt þetta brölt fellur um sjálft sig. Tunnuefnið kemur og úr því verður unnið. Nova verður ekki stöðvuð, því við hana verður greitt fullt taxtakaup. Geri ærslaseggir kornmúnista tilraun til að stöðva vinnu, sem hvergi brýtur í bág við taxta verklýðsfélaganna, verður á‘- byrgð komið fram á hendur þeim, og eignir Verkamannafélagsins tekn-

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.