Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 18.03.1933, Side 1

Alþýðumaðurinn - 18.03.1933, Side 1
III. árg. Akureyri, Laugardaginn 18. Mars 1933. 16. tbL Uppþotið i Novu Orsakir. — Afleiðingar. Við Akureyringar höfum átt viö' óvenjulegt ástand að búa undanfarna daga. Hópur manna hefir hagað sér eins og uppreistarlið og vaðið um bæinn með ærslum og eggjunum til friðsamra borgara um að berjast við eitthvað, sem ekki er til. Vörð- ur er haldinn. dag og nótt yfir skipi, sem liggur frammi á Polli. Ekki má heyrast í vélbát á höfninni, svo ekki sé hafin fjölmenn útrás frá höfuðvígstöðvum uppreistarmann- anna, Verklýðshúsinu, eins og ein- hver voða hætta sé á ferðum. — Menn hafa verið sendir frá »sam- herjunum* syðra og eystra, og það gefið út, að liðsafnaður muni verða hafinn á Siglufirði og Húsavík, og sldp send hingað með herina, ef ekki verði látið að vilja uppreistar- mannanna í einu og öllu. Eins og von er til, spyr fólkið hverju þetta sæti, og uþpþotsmenn- irnir svara því, að þetta sé gert fyrir verkalýðinn. Hvað græðir verkalýðurinn á þessu? spyr fólkið. í*essu hafa uppþotsmennirnir ekki svarað enn, en reynslan svarar í þeirra stað. Eins og sagt hefir verið frá í blaðinu áður, þykjast óróaseggirnir byggja þetta óvenjulega framferði sitt á því, að ef væntanlegt síldar- tunnusmiði verði rekið í ákvæðis- vinnu, muni allt kaup lækka í bæn- um, og með þessu uppþoti sé verið að koma í veg fyrir það. Þetta er fals og ekkert annað, eins og allt framferði kommúnist- anna, sem standa fyrir þessu upp- þoti, sýnir. Eins og Akureyringum er kunn- ugt, hefir verið rekið tunnusmíði hér í bænum um nokkur ár. Að einu ári undanteknu, var unnið fyr- ir lægra kaup en kauptaxti Verka- mannafélagsins ákvað í almennri vinnu. Þetta orsakaði enga kaup- lækkun annarstaðar. Á Siglufirði hafa verið smíðaðar tunnur undan- farin ar. Ekki hefir verið greitt fullt taxtakaup við þá vinnu. f*etta hefir ekki orsakað neina almenna kauplækkun í bænum. Nú í vetur eru smíðaðar tunnur á Siglufirði. -- Verkamennirnir fá 80 aura á tím- ann. Engum dettur í hug að ætla það, að þetta orsaki kauplækkun. — Með því akkorði, sem gert var ráð iyrir við tunnusmíðið hér, var vissa fyrir að verkamennirnir mundu hafa meira upp en við daglega vinnu. — Pað er því ekki hagur þessara manna, sem uppþotsmennirnir eru að verja. — Pað er þá sýnt, að óttinn viö kauplækkun eða umhyggja fyrir mönnunum, sem vinna áttu við tunnusmíðið, er það ekki, sem upp- þotinu hefir valdið. Er þar með fallin sú eina ástæða, sern verklýðs- félögin byggja átök við borgarana á, því um það er ekki að ræða, að knýja fram almenna kauphækkun, sem er önnur ástæða verklýðsfélag- anna. - Nei, framferði uppþotsmannanna hefir komið því upp, hver aðal- ástæðan er. Hún er: að reyna með ólátum og uppvöðsluliætti, að skaffa »sam- fylkingunni« svoköllnð yfirráð yfir vinnunni í bœnum. Pað skal nú athugað, hver ástæða var til þessa. FUNDUR verður haldinn í Verklýðsfélagi Akureyrar Sunnudaginn 19. Mars 1933, kl. 3,30 e. h. í bæjarstjórnar- salnum. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Stöðvun Novu. 3. Árshátíð félagsins. 4. Önnur mál. Fastlega skorað á félagsfólk að mæta stundvíslega. Stjórnin. Ef einhver skyldi halda að at- \ innurekendur í bænum gengju sér- staklega fram hjá meðlimum Verka- mannafélags Akurey rar, þegar um vinnu er að ræða, skal það tekið fram, að slíkt hefir hvergi átt sér stað. Að hið nýja verklyðsfélag sé keppandi V.m.fél. um vinnu er upp- spunnin lýgi kommúnistanná. Ef atvinnurekendur vilja heldur hafa menn úr Verklýðsfélagi Akureyrar f vinnu, en aðra menn, getur það ekki stafað af öðru en því, að þeir seu þektir sem öetri verkmenn en aðrir, en slík samkeppni á sér al- Staðar stað milli varkamannanna, innan verklýðsfélaganna, sem utan. Að nokkuð hafi verið farið að bóla á útilokunarstefnu í vinnumál- um, er ekki tíl að dreyfa. Prátt fyrir margítrekaða neitun Verka- mannafélagsins um að vilja koma nærri tunnusmíðinu, áttu menn úr því félagi að vinna við það — full- ur helmingur verkamannanna. — Við afgréiðslu skipanna hafa sömu menn unnið og vant er. Og í bæj- arvinnunni er »samfylkingin« af eðli-

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.