Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUMAÐURINN B. S. A. — Sími 9. þingið og síaðist það út um leið, að þetta mál og norsku samningarnir væru þau mál á þinginu, sem stjórn- inni væri sátast um. Myndi hún gera felling hvers málsins sem væri að frá- fararatriði. Meiri hluti Framsóknar- flokksins gat ekki fellt sig við frum- varp stjórnarinnar og bar fram í e. d. breytingartillögur, sem í raun og veru var gagngerð breyting á frumvarpinu. Er hér tekinn upp kafli úr grein í bl, »Skutull» 27. f. tn. sem skýrir gang málsins í e. d., og sýnir að árásir kommúnistafl. á Jón Baldvinsson, vegna afskifta hans af málinu, eru hinar sví- virðilegustu, eins og við var að búast úr þeirri átt. »í frumvarpi stjórnarinnar um n'kis- lögreglu er svo ákveðið, að skipa skuli 10 fasta starfsmenn í-Reykjavík og bæta síðan við eítir því sem þurfa þykir. Skyldi þessi liðsveit vera undir stjórn dómsmálaráðherra, og hann geta sent hana hvert á land sem vildi. Það var sem sé samkvæmt stjórnar- frumvarpinu íhaldsstjórn í lófa lagið að halda uppi heilum her á kostnað ríkisins og nota þann her eins og hetini sýndist og hvar sem henni sýndist. — Rað kom í Ijós, að allmargir hinna frjálslyndari Framsóknarmanna töidu skaðlegt að samþykkja frumvarp, er gæfi óhlutvöndum burgeisaráðherrum slíkt vald. — Og Framsóknarflokks- þingiö sá, að þarna gat hreint og beint verið stefnt til einræðis. Aftur á móti töldu ýmsir af þingmönnum Framsóknar, að frumvarpið væri mjög gott. — Varð s.'O að samkomulagi í flokknum að flytja bieytingartillögur við frumvarpið. Hljóðar 1. br.tiiiaga Framsóknar þannig : Ríkisstjórninni er heimilt að fyrir- skipa bæjum, þar sem eru 1000 íbúar eða fleiri, að hafa alit að tveimur starfandi lögregluþjónum á hverja 1000 íbúa í bænum, 2. br.till. hljóðar um skiftingu kostnaðarins mil i bæja og ríkís, og gerir ráð fyrir meiri kostnaði af hendi bæjanna en tillaga stjórnarinnar, og sú þriðja er um það, að lögreglan skyldi lúta stjórn lögreglustjóra en ekki dómsmálaráðherra. Pá er breyt- ingartillaga við 3. gr. frv., er gerir hana minna skaðvæna. Nú sá Jón Baldvinsson það, sem hver maður hlýtur að sjá, sem annars vill sjá það, að með þessum breyt- ingum er frumvaipið meinlausara en í sinni upprunalegu mynd. í fyrsta lagi er Iögreglan samkvæmt breyting- unum bæjarlögregla, og burgeisaráð- herra getur ekki flutt hana hvertá land, sem hann vill. — Hann getur ekki heldur aukið hana eins og honum sýnist — og loks eiga bæirnir að bera mestan kostnaðinn og munu jafn- vel þar sem íhaldiö ræður lögum og lotum, hugsa um sina eigin pyngju og firrast sem mest aukinn lögreglu- kostnað. Nú er það svo, að í efri deild Al- þingis eiga sæti Jón Baidvinsson, 7 Framsóknarmenn og 6 íhaldsmenn. Jón vissi, að íhaldið"vildi breytingar- tillögurnar feigar og mundi greiða at- kvæði á móti þeim. Hann sá því, að ef hann greddi líka atkvæði gegn þeim, þá féliu þær tneð jöínum at- kvæðum. Pá lá fyrir stjórnatfrumvarpið óbreytt. Og var öllutn kunnugt um það, að tveir af Framsóknarmönnum í deildiuni, Jón í Stóradal og Guð- mundur í Asi, ætluðu að gteiða at- kvæði með frumvaipiiiu óbreyttu, ef breytingartillögur Framsóknar yrðu felldar. Hefði þá frumvarpið verið samþykkt með 8 atkv. gegn 6. Og þannig ætlaðist íhaldið til að mála- lokin yrðu. En Jón sýndi það nú sem endranær, aö hann er flestum stjórnmálamönnum hyggnari. Hann greiddi atkvarði með þremur fyrstu breytingartillögunum, en á móti hinum og frumvarpinu í heild.« íhaldsmenn og kommúnistar urðu ærðir yfir því að Jón skyldi drepa frumvarp stjórnarinnar, og hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir hann síðan. Sýnir þetta, ásamt svo mörgu fleiru, samvinnuna, skyldleikann og bræðra- lagið milli íhaldsins og kommúnista. Jafnaðarmenn í n. d. fengu síðan þá iagfæringu á frumvarpi Framsóknar, að ekki rná nota ríkislögregluna í vinnudeilum, og Framsóknarmenn í n. d. settu það inn í frumv. að sam- þykki bæjastjórna þarf til þess að atika þenna ríkisher, en áður var það í valdi hermálaráðherrans. Pótt jafnaðarmðnnum og frjálslynd- ari hluta Framsóknar tækist að laga ríkislðgreglufrumvarpið nokkuð, er það illu heilli komiö í gegnum þingið, og eiga kommúnistar sök á því. Pá er eftir að framkvæma lögin, og á þeim vettvangi á alþýða manna að vera vel á verði. Gefst kjósendum landsins gott tækifæri nú við kosning- arnar 16. n. m., að sýna í verki, að þeir vilji ekkert með þenna auðvaids- og íhaldsdraug hafa, og fella frá kosn- ingu alla þá, sem framfylgja vilja rík- islögreglulögunum í anda íhaldsins, eða þekíir eru að þeim ærslum, að jafnvel alþýða manna telur rétt, að beita lögreglu og ríkisher gegn þeim. Pað er vitað, að Alþýðuflokksmenn og frjálslyndari hluti framsóknarilokks- ins vilja ríkislögregluna feiga í reynd. íhaldsmenn og kommúnistar ganga aftur á móti undir henni, eins og þeir orka, fhaldsmenn til að nota hana sem vopn í deilum við verkalýðinn, og kommúnistar með fiflsæði sínu og byltingaskrafi. Pað ætti því að vera m^ta létt fyrir almenning að velja. Hver, sem greiöir íhaldsmanni, hvort sem hann er úr Sjálfstæðis- eða Fram- sóknarfl., og kommúnista atkvæði, styður ríkislögregluna og viðheldur henni. Hver, sem greiðir Alþýðu- flokksmanni og frjálslyndum Fram- sóknarmanni atkvæði, stefnir að nið- urlagningu hennar eða óskaðlegri fram- kvæmd ríkislögreglulaganna. Þótt ríkislögreglan sé selt á stofn í illum tilgangi og hægt sé að beita henni almenningi til bölvunar, og öllu frelsi og mannréttindum til niðurdreps, þá er iíka hægt að beita henni á gagnlegan hátt, ef þeir menn fara með völd í landinu, sem unna lýð- frelsi og góðu samlyndi manna á milli. Petta verða kjósendur að hafa hugfast, og velja forráðamenn þjóðar- innar efíir því. Á Sunnudaginn iögðu börn og kennarar í barnaskólanum hér af stað 1 för um Skagafjörð. Stendur þetta ferðalag yfir í nokkra daga.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.