Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 01.07.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.07.1933, Blaðsíða 1
YÐUMAÐURINN III. árg. Akureyri, Laugardaginn 1. Júlí 1933. 36. tbl. !Oli 11 li Því var lofað í síðasta blaði, að fara nokkru nánar inn á >Novu«- deiluna í sambandi við útkomuna á tunnusmíði bæjarins s. 1. vetur og vor. — Er því réttara að gera þetta nú, þar sem siðasti »Verkam.« er enn að reyna að verja asnastrik kommúnista í kaupgjaldsmálum hér í bæ- — Á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf atvinnubótanefnd skýrslu um út- komuna á tunnusmíðinu, svo hinn endanlegi dómur er um það fallinn hverjír hafa haft réttara fyrir sér í deilunni í vetur, bæjarstjórnin eða æsingafífl kommúnista. Sýnir út'- koman það, að Novudeilan varal- gerlega óþörf, og til einskis gagns fyrir verkamennina, því það er ekki einungis svo, að smíðið gefi verka- mönnum þessa krónu á tímann, sem þeitn var greidd út, heldur er von um dálitla viðbót handa þeim, þegar tunnurnar eru seldar. Kommúnistarnir hófu >Novu«- deiluna undir því yfirskini að verið væri að verjast almennri kauplækk- un og tryggja hag verkamannanna í verksmiðjunni. Hræðslan við al- menna kauplækkun var algerlega ástæðulaus. Búið var oft að vinna að tunnusmíði hér fyrir lægra kaup en taxti ákvað. Peíta ieiddi ekki til neinnar kauplækkunar við aðra vinnu. Um bæinn var ekki að tala. Hann var bundinn við samn- inga um þessa hluti, enda auðvelt að ganga frá þessu atriði að nýju með einfaldari samþykkt í bæjar- stjórn. Um aðra vinnu en hjá bæn- um var ekki að gera á þessum tíma. í Tunnuverksmiðjunni á Siglu- firði unnu menn fyrir 80 aura um tímann í vetur, og voru hvergi smeikir, enda kom ekki að sök. — Þessi ástæða fyrir deilunni var þvf tilbúningur og ekkert annað. Hvað »Novu«deilan bætti hag verkamannanna sést á því sem hér fer á eftir: í fyrstu átti að greiða verkamönn- um 70 aura fyrir hverja tunnu, sem verksmiðjan skilaði. Erlingur Frið- jónsson fékk þetta hækkað í bæjar- stjórn upp í 75 aura — deilulaust. Það sem tunnusmíðið gæfi fram yfir þetta, áttu svo verkamennirnir aö fá þegar tunnurnar væru seldar. — Nú hefir útkoman orðið sú, að smíðið hefir kostað 8o aura á hverja tunnu, eða sama sem og mönnunum hafi verið greiddir 80 . aurar út á hverja tunnu í staö 75 aura, sern bæjarstjórn samþykkti í fyrstu. Það eitt sem því »Novu«deilu- menniruir geta fært sér til inntekta er það, að mönnum hafi verið borgað út strax 5 aurum meira á tunnuna en bæjarstjórn ætlaði, í stað þess að fá þessa aura í haust. Petta nemur kr. 26,25 á mann, en þeir höfðu að meðaltali 418 krónur fyrir vinnuna í verksmiðjunni. Þetta er þá allur gróðinn af »Novu«-deilunni! Pað er ekki ófróðlegt í sambandi við þetta mál, að gera samanburð á vinnubrögðum þeirra, sem vinna af viti og stillingu að hag verka- lýðsins, og hinna, sem stofna til óláta ( tíma og ótíma- — Erlingur Friðjónsson fékk greiðslu til mann- AWjýBuíólk izJ: % u kosningar, er áminnt um að kjósa hjá bæjarfógeta áður en það fer. — Leiðbeiningar gefnar á skrifstofu Alþýðufiokksins, Strandgötu 9, kí. 4—7,30 e. h. hvern dag. Sfmi 214. anna hækkaða um 5 aura á tunnu með því að flytja tillögu um það í bæjarstjórn, sem kostaði engin ólæti. Samninganefnd verkamann- anna fékk þau hlunnindi fyrir þá, að þeir fengju affall til eldiviðar, sem óhætt er að reikna um krónu virði á dag, eða sama sem 10 aura hækkun á tímann á kaupi mann- anna. Petta fékst fram þegjandi og hljóðalaust — sama sem 15 aura hækkun á tímann, eða vel það. En hvað kostaði hækkunin, sem fékst með »Novu«-uppþotinu? (ca 6 aurar á klst.). Pað er ekki vegna Akureyrarbúa sem »Novu«-deilusvívirðingin verð- ur hér dregin fram í réttu Ijósi. — Bæjarbúar þekkjá hana. En það er vegna verkafólks sem býr víðs- vegar á landinu, og til þess að varpa ljósi yfir stefnu og vinnu- brögð þeirra >baráttusveita«, sem Kommúnistaflokkur íslands er að mynda hér og þar á landinu, að þaö er gert. í stað þess að taka það auð- fengna, en þó óþarfa, loforð af bæjarstjórn, að hún lækkaði ekki kaup í almennri vinnu, þótt félagið gengi inn á lægra kaup í tunnu- verksmiðjunni, er verkbanni dembt á »Novu« og bai.aað að vinHa

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.