Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.11.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 07.11.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Vinum og vandamönnum tilkynnist hér með að okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, Sólborg Sólveig Odds- dóttur, lést að heimili sínu, Laxagötu 4, Mánudaginn 30. Okt. — Jarðarförin fer fram Miðvikud. 8. þ. m. með hús- kveðju að heimili hinnar látnu, kl. 1 e.h. Aðstandendurnir. Englar.di og Wales. Jafnaðarmenn unnu glæsilegan sigur í kosningunum, einkum í iðnborgunum í Norður-Eng- landi. Kosið var aðeins um einn þriðja hluta bæjarstjórnanna. Töpuðu allir aðrir flokkar í kosningunum, en þó íhaldið mest. Einnig eru nýafstaðn- ar aukakosningar um þingsæti í einu hverfi Lundúnaborgar. Þar var áður þjóðstjórnarþingmaður, kosinn með 14521 atkvæða meiri hluta. Nú fóru leikar svo, að frambjöðandi jafnaðar- manna var kosinn með 4000 atkvæða meiri hluta. Bætti verkalýðurinn við sig um 10,000 atkvæðum frá því sem áður var. Úr bæ og bygð. í Hestfirði vestra var í haust tek- in gulrófa upp úr garði, sem vóg kg. Er þetta sú stærsta gulrófa, sem fengist hefir upp úr garði hér á landi, svo sögur fari af. Á Laugardagsnóttina og fram á Sunnudag var ofsaveður á Siglufirði. Einkum var veðrið afskaplegt á Siglunesi. Var fauk bátur og ekk- ert, sem lauslegt var, stóðst við. Sjór gekk lengra á land en átt hefir sér stað um langan tíma. Inni í firðinum fauk þak af húsi, og fleiri skemdir áttu sér stað. Bátar sem á sjó voru, náðu ekki landi fyr en seinnipart nætur, en komust þó allir af. í Hrísey sökk trillubátur og mót- orbát rak á land. Á Húsavfk gekk brimið hátt á land. Þar sleit upp mótorbát á bátalegunni og rak í land. Sjálfsagt hefir víðar orðið skaði af þessu fárviðri, þó ófrétt sé enn. Nýlega er dáin hér í bænum ekkj- an Sólborg Oddsdóttir, nær sjötug að aldri. Sólborg var ein af þessum gömlu einkennilegu konum, marg- fróð og góður kunningi allra, spáði í spil og bolla, og þótti ætíð góður gestur, hvar sem hana bar að garði. Að mörgu leyti vel gefin, og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Munu hinir mörgu kunningjar Sólborgar ætíð minnast hennar með hlýju. Atkvæði, greidd um bannmálið, voru talin i Suður-E’ingeyjarsýslu á Laugardaginn var, og féllu þannig að já sögðu 245, en 547 nei. Er þá aðeins ófrétt úr Strandasýslu, en þar verða atkvæði talin einhvern næstu daga. Leikfélagið æfir nú »Æfintýri á gönguför« af miklu kappi, og býst við að geta haft leikinn tilbúinn um miðjan þennan mánuð. Hr. Ágúst Kvaran býr leikinn undir sýningu, Margt er þarna nýrra leikara, sem fólkinu mun verða forvitni á að sjá á leiksviði, og eldri leikarar í nýjum hlutverkum. Stjórn leikfélagsins skipa nú Hallgr. Valdemarsson form., Ingi- mar Eydal og Björn Sigmundsson. Um helgina féll aska á Austur- landi svo sporrakt varð á jörð. Öskufallinu fylgdi brennisteinsfýla. Gullverð íslenskrar krónu var í gær 52,35 aurar. í síðasta blaði var frá því skýrt, að meiri hluti bæjarstjórnar Reykja- víkur (íhaldið) hefði veitt nokkrar lögregluþjónsstöður, gegn tillögum lögreglustjóra. Fyrir helgina tilkynti lögreglustjóri bæjarstjóra, að hann teldi veitingu þessa ólöglega, en ef hún yrði samt sem áður samþykt af æðri völdum, myndi hana tafar- laust veita mönnum þessum lausn, en til þess hefir lögreglustjóri rétt, hvað sem hver segir. Hjónabönd. Ungfrú Sigurlína Gísla- dóttir verslunarmær og Jón Guð- mundsson verslunarmaður. Ungfrú Sigríður Kristinnsdóttir og Jón Vil- mundarson sjómaður. Á Laugardagsnóttina, þegar vest- an rokið skall yfir, voru hjón úr C f) -bílar besiir. .o.Ly. sfmj 260 Ólafsfirði á leið inn á Dalvík, á litlum írillubát. Þegar kom inn und- ir Sauðanes, bilaði vélin og rak bát- inn fyrir sjó og vindi norðaustur yfir fjörðinn og upp í fjörur utan við Látur. Þegar báturir.n tók niðri stökk bóndi upp úr vélarhúsinu, en um leið reið sjór yfir bátinn, sem kastaði manninum upp í stórgrýtta fjöruna. Lá hann þar eítir ósjálf- bjarga og meðvitundarlílill. Konan komst ómeidd í land, bjargaði bónda sínum undan sjónum, og gekk svo heim í Látur og sótti mannhjálp. fykir þetta alt hraustlega gert. Maðurinn heitir Ólafur Sigmundsson, sunnlendingur. Nafn konunnar veit blaðið ekki, en hún mun vera Dal- víkingur að ætt. M. s. »Hvíting« var á leið vestur á Blönduós, er Laugardagsgarðurinn skall á, Voru menn farnir að ugga um skipið. En í gær kom það heilu og höldnu til Blönduóss. Trúlofun. Ungfiú Lena Líndal, Svalbarði og Sigtryggur Pétursson bakari. Bát vantar. Á Fimtudagskvöldið var fór vélbát- urinn »Fram« frá Dalvík í fiskiróður, ásamt fleiri bátum frá Siglufirði. — Báturinn hefir ekki komið fram síðan og ekkert til hans frést, þrátt fyrir leit margra báta og skipa. Báturinn var eign Júlíusar Björnssonar á Dalvík. — Voru á honum fjórir menn. Helgi Sigfússon, formaður. Siglufirði. Hall- grímur Jónsson, vélam., Dalvík, Jón Valdimarsson, Dalvík, og Meyvanl Meyvantsson frá Máná á Dölum. Ekki vikulega. Björn Grímsson, æðsta ráð í »SöIt- unarféiag Verkalýðsins« var að greiða núna í Nóvember eitthvað af þeim vinnulaunum, sem félagið skuldaði vérkafólkinu, sem vann hjá því í sum- ar. — Vinnulauniu eru, eftir þessu, ekki greidd alveg vikulega hjá Birni, frekar en hinum atvinnurekendunum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.