Alþýðumaðurinn - 15.05.1934, Qupperneq 2
2
alÞýðumaðurinn
þar sagt að ef »Sjálfstæðið« nær
meiri hluta nú við kosningarnar,
verði það að »taka sér til fyrir-
myndar* nasistana í Pýskalandi
og samherja þeirra í ftalíu og Aust-
urríki — »þær þjóðir, sem rekið
hafa rauðu hættuna af höndum sér«
— ef það á »að hugsa sér« að
halda völdum »stundinni lengur*.
Eftir þessu á
Að afnema skoðanafrelsi á ís-
landí.
Að afnema kosningafrelsi á ís-
landi.
Að beita í því skyni aðferðum
nasista og fasista: manndrápum
pyndingum, fangelsunum, bóka-
brennum, atvinnusviftingum og íull-
kominni skoðanakúgun í ræðu og
rili. Pennan boðskap flytur ritstj.
nýja kirkjublaðsins í nafni flokksins,
og mun greinin vera erindi, sem
hann flutti á Landsfundinum fræga,
og íhaldsblöðin segja að hafi vakið
sérstaka hriíningu meðal fundar-
manna.
1. Maí höfðu þrír flokkar kiöfu-
göngur í Reykjavík, Alþýðuflokkur-
inn, Kommúnistaflokkurinn og nas-
istar. Daginn eftir hófu »Morgun-
blaðið« og »Vísir« upp lofsöng
mikinn um nasistana. Sögðu að
þeirra skrúðganga hefði verið Iang-
glæsilegust og fjölmennust, þótt
allir Reykvíkingar vissu að hún var
sjö sinnum mannfærri en kröfuganga
Alþýðufl. og tæpur hálfdrættingur á
við Kommúnistana. Því varlíka veitt
eftirtekt, að burgeisarnir eltu nas-
istahópinn eins og hugfangin börn
og fögnuðu þeim á allan hátt- Það
var þeirra flokkur, þeirra kröfu-
ganga, sem þarna var á ferðinni.
En nasistahreyíingin er »entl«
f erlendum reifum. Pað þykir —
allra ástæðna vegna — heppilegra
að hún sé það fram yfir kosning-
arnar.
Eftir þær á hún að klæðast ís-
lensku »reifununum«, ef kjósendur
gefa »Sjálfstæð:nu« meiri hluta 24.
Júní. Og þá verður hún »eðlileg«
— »skiljanleg« — og holl íslensku
þjóðlífi — að dómi landsfundarins
fræga.
En íslenskir kjósendur munu
bara aldrei gefa »Sjálfstæðinu« tæki-
færi til að klæða þýska kálíinn í
íslensku sauðargæruna.
Peir munu kveða niður kommún-
ismann og fasismann, hvern við
annars hlið, og lofa »Sjálfstæðinu«
að gráta á gröfum þessara þörfu
þjóna þess næstu fjögur árin.
Frá vígstöövununi.
Á Laugardaginn var sagt frá
viðureign kommúnista og varnar-
liðsins við Lagarfoss. Á Laugar-
dagsnótíina fór Lagarfoss til Húsa-
víkur, en þar stöðvuðu kommún-
istar uppskipun og fór skipið með
vöruinar til Seyðisfjarðar, en þær
voru aðallega olía til báta verka-
manna á Húsavík og útlendur á-
buiður á túnin þeirra. Er þeim jafn
bagalegt að fá hvorugt og legst á
þessar vörur ærinn aukakostnaður.
Verkamenn og sjómenn verða því
fyrir miklu tapi af völdum kommún-
ista, en aðrir bíða engan skaða.
Dettifoss kom hingað á Laugar-
dagsmorguninn. Kommúnistar settu
stiax vörð á bryggjuna, og höfðu
smalað að sér mönnum utan úr
Glerárþorpi og víðar að og voru
upp undir 100 með konum og
börnum. Var ekkert unnið við
skipið þar til um þrjú-ieytið, að
það flutti sig inn að innri hafnar-
btyggjunni og var afgreitt þar
undir lögregluvermd. Þorðu komm-
únistar ekki að leggja til árásar og
létu sér nægja að eggja hver ann-
an til að rölta um Torfunefsbryggj-
una auða það sem eftir var dags-
ins og nóttina eftir. Verður ekki
annars vart en ba:jarbúar séu vel
ánægðir yfir að hægt var að forð-
ast stimpingar með þessu móti, og
mörgum var það óblönduð ánægja
að sjá kommana snúast kringum
sjálfa sig á Torfunefsbryggjunni
eftir að svona góðlátlega hafði
verið á þá snúið. En ómetanlegan
sigur segjast þeir hafa unnið í
þessu máli.
Til Siglufjarðar kom Dettifoss um
kl. 10,30 f.h. á Sunnudaginn. Átti
höfuðorustan að standa í þessu
aðalvígi kommanna. Þegar skipið1
lagðist að bryggjunni voru þar
fyrir nokkuð á annað hundrað’
manns, sem heitið höfðu liðveislu
við afgreiðsluna. Voru þarna menn
af öllum stéttum og flokkum —
líka menn, sem kommúnistar hafa
talið sér að þessu, — Bryggjan
var girt af og brunadælurnar hafð-
ar tilbúnar. Þegar skipið var ný-
komið, komu komrnúnistar (um 60
manns) og réðust til framgöngu.
Var þeim hrundið til baka, en nokkr-
ar konur, undir stjórn form. »Ósk-
ar« klifu upp á kolabing við bryggj-
una og hófu þaðan kolakast á
bryggjuverðina og skeyndust nokkr-
ir menn undan því. Þótti nokkrum
unglíngum, sem á bryggjunni voru
illt að liggja undir kolahríðinni og
svöruðu með grjótkasti, en var
skipað að hætta því, og brunadæl-
urnar settar í gang og sprautað á
óaldaliðið, Snéri það frá eftir 15—
20 mínútur, hundvott og smáskein-
ótt undan kylfum lögreglunnar. Var
svo Dettifoss afgreiddur í friði eftir
það. Ýmsir voru skeinóttir eftir
slaginn. Tveir menn voru fluttir
burt og annar þeirra verður að
liggja nokkra daga. Einn maður,
Aðalbjörn Péfursson, var settur í
járn dálitla stund, en siept aftur.
Nú hafa kommúnistar tilkynnt bann
á »Esju« og má því búast við á-
framhaldandi balli, en auðvitað verð-
ur hlutur þeirra því verri, sem þeir
halda þessum ólátum lengur áfrarm
Hver er ástæðan til allra þessara
óláta kommúnista? spyrja menn.
Ekki er það deila um kaup, þvf
kaup er alstaðar greitt samkvæmt
samningum, eða kröfum verklýðs-
félaganna. Nei. Undirrót alls þessa
er karp milli tveggja feðga vestur
á Hvammstanga, sem báðir eru
kommúnistar, um það hvort verk-
íýðsfélag þar á staðnum, sem krefst
forgangsréttar að vinnu, á að taka
sér sömu skyldur á herðar og verk-
lýðsfélögin á nærliggjandi höfnum
— og í raun og veru alstaðar gera,
að skaffa nógan mannafla til upp-
skipunar hvenær sem á þarf að
halda. Faðirinn krefst þessa sjálf-
sagða hlutar, en sonurinn, sem auð-
vitað er ágœtnr kommúnisti, krefst