Alþýðumaðurinn - 11.08.1936, Blaðsíða 2
2
ALPYÐUM 4.ÐURINN
þegar þaö nú þykist ætla að fara
að vinna fyrir alþýðuna, ef ske
kynni að einhverjir, sem annars
mundu láta blekkjast af undirferli
og flærð þessa þúsund ára gamla
drápsafls þjóðarinnar, áttuðu sig
og létu það ekki blekkja sig. Par
næst er ekki úr vegi að athuga
hvað felst í þeim gerbreytingum,
pða »gagngerðu breytingum*, sem
íhaldið nú vill fá á sjúkratrygging-
unum. Enginn þarf að halda að
þær séu alþýðunni í hag. — Slík
æfintýri gerast ekki með þjóð vorri
fyfir tilstilli íhaldsins. Mitt vakir
aðeins fyrir því að æsa fólk upp
gegn tryggingunum, en þykjast
hvergi koma við málið. »Gagn-
gerðar breytingar* verða ekki gerð-
ár á tryggingunum nema á tvenn-
an hátt. Með þvi að lækka iðgjöld-
in ofan í sama og ekki neitt og
tryggingarnar að sama skapi.
— Með öðrum oiðum, gera
sjúkratryggíngarnar gagnslausar
fyrir almenning.
Og það er ætlun Ihaldsins.
í öðru lagi geta hinar »gagn-
gerðu breytingar* verið fólgnar í
því að lækka iðgjöldin á fólkinu,
halda tryggingunum óbreyttum,
eða máske hœkka þœr!!! En trúi
því hver sem trúa vil! að slíkt
vaki fyrir íhaldinu, þó máske undir-
skriftasmalarnir hvísli einhverju
slíku í eyru fólksins,
Nei gagngerðu breytingarnar eru
ekkert annað en eyðilegging sjúkra-
trygginganna. íhaldið veit að undir-
skriftir, sem þessar, framkvæmdar í
pukri og almenningi að óvörum
og að óupplýstu máli, verða hvergi
teknar til greina. íhaldið þarf al-
drei að koma fram með sínar
»gagngerðu breytingar*, því það
verður aldiei um þær beðið. —
Þess vegna er óhætt fyrir skálk-
inn að leika alþýðuvininn.
En rneð því að komast að fólk-
inu gegn um undirskriftasmölunina,
er hægí að fá það til að láta vera
að greiða iðgjöldin til sjúkratrygg-
inganna, og þá er tilgangi íhaldsins
náð, því það er fljótasta og virk-
asta leiðin til að eyðileggja sjúkra-
trygRÍngarnar.
Pað er takmarkið, sem fhaldið
stefnir að. Það getur ekki unnt
alþýðunni þess að vera tryggð
gegn sjúkdómsbölinu. Pað er allt
of gott handa henni, eins og allt
annað, sem styður hag hennar og
bætir. —
Auðvitað á enginn alþýðumaður
éða kona að skrifa undir hjá íhald-
inu. Með því gerist fólkið sinn
eiginn böðull og ginningarfífl verstu
óvina alþýðunnar. Hitt ber alþýð-
unni að festa sér f huga, að
treysta félagsleg og pólitísk sam-
tök sín, svo hún verði sem fyrst
fær um að skipa þessum málum,
sem öðrum eftir eigin vild og
eigin ákvörðunum. Það er undir
henni sjálfri komið hvenær hún
skapar sér þessa aðstöðu, og
þekki alþýða fslands sinn vitjunar-
tíma á þess ekki að þurfa lengi að
bíða, að hún geti sjálf endurbœtt
sínar sjúkratryggingar, og það er
henni hollast.
í næsta blaði verður brugðið
upp myndum af þvf, hvað það í
raun og veru er, sem íhaldið fer
fram á með hinni sakleysislegu
»frestum sjúkratrygginganna, og
þá verður máski líka hagrætt eitt-
hvað sauðargærunum á þeim íhalds-
úlfum, sem að þessari herför á
hendur alþýðunni, sfanda.
(Niðuil.)
Eftirmáli.
Síldarútflutningsnefnd
leggur inn á hættu-
lega braut, sem hún
verður að snúa af aftur.
í tveimur undanförnum blöðum
hefi eg nokkuö minnst á það ófremd-
arástand, sem eg tel síldarverkunar-
málin vera f. í sambandi við það
drap eg á þann óþolandi undirltegju-
hátt að gera útlendinga að síldar-
matsmönnum hér, menn, sem hægt
er hvenær sem er, að sanna
upp á að fara alt aðrar leiðir í mati
á síldinni, en óbrjáluð skynsemi ætl-
ast til. Þá hafði eg þó ekki hug-
mynd um að ástandið í þessum efn-
um væri eins bágborið og það í
ráun og véru er, en síðustu dágar
háfa lcitt það í ljöá, að Síldarútvegs-
nélnd hetir ekki einusinni vald til aö-
ákveða þyngd síldarinnar í tunnunni,
og fyrirskipanir hennár þar um ééfa
að engu haföar af umboðsmönn-
um kaupenda. Jþeir hafa vald til aö
fyrirskipa hvað sem þeim sýnist f
þessum efnum og tala um Síldar-
útflutningsnefnd eins og núll, séin
ekki þarf að minnast á í sambandí-
við þessi mál.
í*að þarf ekki aö færa mörg rök
fyrir því, aö hér er lagt inn á þá
braút, sem liggur beint til ófarnað*
ar. Það er vitað að þessir háttvirtu
erlendu skoðaðar síldarinnar haga
sér með fádæmum og fylgja engum
vissum reglum í mati síldarinnarr
Skal þessu til sönnunar sagt nokkuö-
ger frá för þeirra hingað til Akur-
eyrar með Dettifossi nú síöast.
Paö er nú út af íyrir sig, að þess
ir skoðunarmenn láta aldrei sjá sig"
fyr en um leið og sfldin á að skip-
ast um borð. Síldareigendur hafa
því ekkert ráðrúm til aö framkvæma
á skaplegan hátt, það sem þeir
kunna að fyrirskipa í það og þaö
skiftið. Ekki sýndist það þó til of
mikils mælst, að trúnaðarmaður síld-
arútflutningsnefndar væri nokkru
fyr á ferð, og athugaði síldina og
leiðbeindi um undirbúning hennar.
En sá gullfugl sés>t heldur ekki fyr
en í fylgd með þeim erlendu herr-
um, —
Svo var og nú. Daginn áður
kom skeyti frá skrifstofustjóra síld-
arútfl.nefndar, þar sem fyrirskipuö
var pökkun matjessíldar með vissri
þyngd f tunnu, en þegar til kom
gerðu kaupendurnir allt aðrar kröf-
ur urn pökkunina, svo það sem búiö
var að gera, var unnið fyrir gíg.—
f’etta var fyrsti áreksturinn.
Pá hófst skoðunin á síldinni og
stóð hún allan daginn, en skipið átti
að fara kl. 12 um kvöldið. Það
verður ekkert um það sagt, þó
kaupendur neiti að taka viss síldar-
partí, ef það sannast að þau partf,.
sem þeir taka, séu nokkru betri. —
En án þess að slldareigendum sé
að nokkru leyti gert rangt til verð-
ur því slegið föstu hér, að síldin*