Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 13.04.1937, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 13.04.1937, Síða 2
2 ALPÝÐUMAÐURINN Bafvlrkjun Aknreyrar. Kommúnistar berjast með hnúum og hnef- um fyrir því,að skaða akureyrskan verkalýð um 100 þús. kr. i vinnu við rafvirkjunina. Pað kemur ekki ósjaldan fyrir, að kommúnistarnir hér í bæ koma fram með sinn rétta hug gagnvart verkalýð bæjarins, þó hitt sé venjan að reyna að dylja hann fyrir verkafólkinu með smjaðri og fleðu- látum. Pað eru sannarlega sögu- legir viðburðir, þegar menn, sem öllum stundum væla framan f verka- lýðinn um það, að þeir beri sér- staka umhyggju fyrir honum, skul' ganga langt fram fyrir svartasta íhald bæjarins í þvf að skaða vinn- andi stéttir bæjarins. En slíkt hefir nú komið mjög greinilega í Ijós í aðstöðu kommúnista hér til væntan- legrar rafvirkjunar fyrir bæinn, þar sem þeir berjast manna ötullegast fyrir því, að gengið sé fram hjá Goðafossi þegar til virkjunar kem- ur fyrir bæinn, og Laxá hjá Stöðum sé tekin, en viikjun við Laxá kost- ar, eftir áætlun, 100 þús> kr. meira í útlendu efni en virkjun við Goða- foss, en gefur 100 þús. kr. minni vinnulaun. Skaði verka- fólksins við virkjun Laxár er því 100 þús. kr. eða sem svarar árs- tekjum fyrir 50 fjölskyldur á Akur- eyri. Hér er þó ekki með talið að öll uppskipunarvinna á efni ti* rafveitunnar lendir í annari sýslu, því öllu efni myndi verða skipað upp á Húsavík, ef virkjað yrði við Laxá. Akureyrarbær yrði að greiða þangað hafnar- og bryggjugjöld og sennilega yrðu það einnig Hús- víkingar, sem sætu fyrir flutningi á efni til virkjunarinnar. Á rafvirkjun Akureyrar hefir verið iitið, sem atvinnubótamál fyrir Ak- ureyri. Atvinnuþörf verkafólks á Akureyri er geisilega mikil vegna þess samdráttar, sem orðið hefir f atvinnulífi bæjarins á sfðustu ár- um, og jafnvel fhaldið í bæjarstjórn hefir talað um rafvirkjunina, sem iausn í bili á þvf mikla vandamáli, og ekki hefir skort hávaða komm- únistanna í sömu átt, þó nú gangi þeir í fylkingarbrjósti íhaldsins í því að hafa af akureyrskum verka- lýð yfir 100 þús. kr. í vinnulaun- um. — í sambandi við stærri rafvirkjun fyrir Akureyrarbæ, hefir ætíð verið litið á Goðafoss f Skjálfandafljóti sem lang líklegasta fallvatnið til virkjunar, ef kostnaðarins vegna þætti viðráðanlegt fyrir bæinn að beisla hann. Mjög merkur útlendur verkfræðingur hefir látið þau um- mæli falla um Goðafoss, að hann væri með álitlegustu fossum á Norðurlöndum til virkjunar. Laust fyrir snjóa í haust kom upp sá kvittur, að Laxá við Staði myndi vera álitleg til virkjunar, og var þangað sendur verkfræðingur úr Reykjavík, sem komst að þeirri niðurstöðu, eftir stutta rannsókn, að virkjun við Laxá myndi kosta svipað og við Goðafoss, á 2000 hestöflum, en þeir stóru gallar eru á virkjun Laxár, að háspennu- leiðslan frá henni er ]/s lengri en frá Goðafossi, og eins og áður er sagt, þarf 100 þús. kr. meira í út- lendu efni til virkjunar þar en við Goðafoss, og vinnan er aftur á móti 100 þús. kr. minni en við Goðafoss, og því tapar akureyrsk- ur verkalýður við þá kynlegu ráð- stöfun, sem nú hefir verið tekin af bæjarstjórn Akureyrar að ganga framhjá Goðafossi og virkja Laxá. Það virðist einnig vera rrokkuð hæpin ráðstöfnn, að leggja út í jafn stórt og dýrt fyrirtæki og fyrirhuguð rafvirkjun Akureyrarbæj- ar er með jafn lítilli rannsókn og fram hefir farið á vafnsorku Laxár og vatnsrennsli. Það er vitað að mývetnskir bændur hafa slýflað upptök Laxár við Mývatn að vor- inu um lengri tfma. Eins skýra kunnugir menn frá því, að í hríðar- veðrum komi það ekki ósjaldan fyrir að Laxá stýflist við Mývatn af fannkyngi sem í hana rekur. Pá er og kunnugt um Laxá að í hana sest víða grunnstöngull svo mikill að mikið dregur úr vatnsorku hennar. — Sé hugsunar- og athug- unarlaust litið yfir þessa galla ár- innar, má vera að við fljóta yfir- sýn sé Laxá álitlegri í augum verk- fræðinga, sem ókunnir eru stað- háttum, heldur en Goðafoss, sem mikið meiri rannsókn helir farið fram á, svo gallar hans eru kunn- ari, en slíkum ályktunum verðum við Akureyringar að taka með hæfilegri gagnrýni. Frá því hefir verið sagt hér að framan, að til virkjunar Laxár þarf 100 þús. kr. meira í útlendu efni en til virkjunar Goðafoss. — Par kemur því fram 100 þús. kr. meirr eyðsla á útlendum gjaldeyri, sem miklu skiftir fyrir landið að spar- aður sé eftir mætti í þeim gjald- eyrisvandræðum, sem nú kreppa að þjóðinni, en í slíkt er ekki horýt af íhaldi bœjarins og kommúnist- um, þegar ávðxturinn af því er minnkandi atvinna fyrir verkalýft bœjarins. Pá hefir einnig verið minnst á hina löngu háspennu- leiðslu frá Laxá, sem verður um 54 kílómetrar. Sú háspennuleiðsla sem við Akureyringar höfum nú, er ekki nema um 3 kílómetrar, en þó er það mjög títt í hríðarveðrum að vétrinum að ekki verður við hana ráðið vegna samsláttar á strengjunum, og er þá bærinn raf- magnslaus. — Hvernig myndi þá fara með 54 kílómetra leiðslu frá Laxá? Skyldi ekki verða erfitt eftir- litið með þeirri leiðslu yfir tvær heiðar, Vaðlaheiði og Fljótsheiði, í stórhríðunum á vetrum? U ophorni {yrir einhleypa konu UGl llul yl til leigu í Gránu- félagsgötu 29. Aögangur aö eldhúsi, ef óskað er. NÆTURVÖRÐUR er f Akureyraar Apóteki þeesa viku. (Frá n. k. mánvd- er meturvörður í Stjörnu Apóteki).

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.