Alþýðumaðurinn - 13.04.1937, Qupperneq 3
ALPYÐUMAÐURINN
3
Kosningaflothylki Ihaldsins
Ihaldið ætlar að gera rafveitumálið að kosninga-
máli. Unnið er að því, að drepa málið í bili, til
þess að hægt sé að taka það upp sem kosninga-
mál Ihaldsins á ettir. —
Kommúnistar eru í kapp-
hlaupi um málið, en eru
þegar búnir að tapa því.
Undanfarið hafa verið þrenging-
ardagar hjá íhaldinu hér í bænum.
Pað á von á þingrofi og kosning-
um, en ekki færri en þrír »kandi-
dalar* beijast um sætið. í annan
stað vantar íhaldlð allt til kosn-
ingaútgerðarinnar- Hefir engin fram-
bærileg mál — ekkert annað en
vera á móti núverandi stjórnar-
flokkum.
Almenningi í bænum er kunnugt
af reynslunni hve ramstatt íhaldið
hefir verið í rafveitumálinu undan-
farið. Pað vakti því ekki litla at-
hygli nú fyrir svo sem hálfum
mánuði síðan, þegar það allt í
einu tók fjörsprett í málinu, svo
harðan að við sjálft Iá að það
hlypi kommúnistana af sér. og
hafa þeir þó spreytt sig vel undan-
farið- Hlaupið var í að samþykkja
að virkja Laxá, og ísberg — bráð-
um sáluga — þingmanni bæjarins
falið að bera fram frumvarp til
laga um þetta á Alþingi, og bar
hann frumparpið fram degi áður
en bæjarstjórn samþykkti Laxár-
virkjunina!!!
Ýmsum kom þessi kippur íhalds-
ins kynlega fyrir sjónir, en eftir
borgarafundinn á Sunnudaginn
liggja spilin opin fyrir bæjarbúum.
Reyndar ætluðu kommúnistar að
slá sér upp á fundinum, en voru
algerlega slegnir af laginu af íhald-
inu, og verða nú að láta sér lynda
að hæla því fyrir fylgið við málið.
Kandidatsefni fasista innan Sjálf-
stæðisflokksins, dró, á borgara-
fundinum, upp úr vasa sínum sfm-
skeyti frá Sjálfstæðisfl. á Alþingi,
þar sem sagt var að flokkurinn
.stæði sem einn maður með þvf,
að Akureyri fengi ríkisábyrgð fyrir
láni til rafveitubyggingar við Laxá.
Petta hafði álíka áhrif á kommún-
ista og þegar Sæmundur sló salt-
aranum í hausinn á kölska forðum.
Gengu þeir hljóðir burt af fundin-
um, nema þeir af þeim, sem eru
ýmist íhaldsmenn eða kommúnist-
ar, eftir því hvert straumurinn
beinist í það og það skiftið,
En eftir borgarafundinn er öllum
Ijóst hvemig áætlun íhaldsins er í
rafveitumálinu:
Það vill mállð feist í bili. —
Pess vegna er hlaupið í að ákveða
að taka Laxá. Pann staðinn, sem
minnst er rannsakaður og mesta
ágalla hefir. Þetta á að verða þess
valdandi að ríkisábyrgð fáist síður
fyrir láni til virkjunarinnar. Frum-
varpið í þinginu er fram komið til
að sýnast, en til þess ætlast að
það dagi uppi af því þingrof fari
fram á næstunni. Borgarafundurinn
er svo fyrsti útbre»ðslufundurinn,
sem á að sýna það og sanna, að
verði íhaldið ofan á f næstu kosn-
ingum, fáist rfkisábyrgðin fyrir raf-
veituláninu. Málið á að verða mál
íhaldsins í nœstu kosninsum.
Refskákin er svo sem bærilega
uppsett. — Og fyrsti Ieikurinn var
leikinn á borgarafundinum, þegar
íhaldstófan drap kommúnistalamb-
ið. —
En ef bæjarbúar halda að íhald-
ið sé e',ki það sama og áður var,
þrátt fyrir þenna skollaleik f raf-
veitumálinu, skjátlast þeim meir en
venjulega.
Peim, sem ekkert hafa til að
fleyta sér á í kosningunum, er
nauðugur sá kostur að smíða sér
flothylki úr ólíklegasta efni. Og
vel trúir Alþýðumaðurinn því, að
skrambans leki geti komið að
þessari fleytu, áður en næstu
kosningar eru um garð gengnar.
NYJA- BIO | Þriðjudaginn I Útvarp ið mik :l. 9. skvöld- la 1936
Miðvikudagskv TOP 'öld kl. 9: HAT
Nýlt í sanglífi bæjarins.
Þýski slaghörpusnillingurinn, Ro-
bert Abraham, hefir í vetur æft
blandaðan kór, sem lét í fyrsta sinn
til sfn heyra opinberlega í sfðustu
viku. Voru áheyrendur, en þeir
voru margir, stórhrifnir af söng
kórsins og frábærri stjórn söngstjór-
ans á honum. Vænta menn mikils
af þessum nýja gróðri í sönglífi
bæjarins og óska að hann megi
dafna sem best og mest.
Úr bæ og bygð.
ísafoldar fundur annað kvöld kl.
8,30. Kosning fulltrúa til þingstúku
og á umdæmisstúkuþing. Um kl. 10
verður settur þingstúkufundur. Skor-
að á allt ísafoldar og Þingstúku-fólk
að mæta.
í síðustu viku lést á Vífilstöðum
Jónas Stefánsson, Jónassonar útgerð-
armanns, unglingspiltur efnilegur og
vel Játinn. Líkið verður flutt hingað
til greftrunar.
Allt byggingarefni hefir stigið á
eriendum markaði um 20%^ nú ný-
skeð. í’etta hefir þau áhrif t. d. á
byggingarefni til rafveitunnar að
þaö hækkar að mun frá geröri
áætlun.
Umdæmisstúkuþing er ákveðið hér
í bænum um komandi helgi.