Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.01.1940, Side 3

Alþýðumaðurinn - 30.01.1940, Side 3
ALPÝÐUMAÐURINN 3 að hata og fyrirlíta Alþýðuflokk- inri, aðal bardagaflokk alþýðunnar. Framsóknarflokkinn hafa þeir líka talið óalandi fyrir vonda stjórn hans á landinu. Sjálfstæðisflokkur- im, flokkur auðvalds og atvinnu- rekendavaldsins, auðvitað höfuð- fjandi verkalýðsins. Aðeins fasist- arnir hafa notið náðarinnar. Um þá hefir verið talað sem fjarlæga síærð, sem verkalýðurinn ætti að »verja Rússland* fyrir. Islensku fasistarnir, þeir hafa svo sem ekki verið tal ir svo slæmir. Og nú síðast, síðan Stalin og Hitler féllust í faðma, hefir verið um þá talað sem samherja. Er ekki margt fjar- lægara en það, að lýðuiinn, sem glæpaverk Stalins á Finnum hefir hrint frá kommúnistum, leiti yfir til sinna nánustu, þegar þeir koma til hans í sjaldhafnarklæðum »frjáls- lyndis«, sem »óháðir« sem »björg- unarmenn*, með gull í höndum og »græna skóga* framundan. Pað hefir margur sáð í óunnari akur. lltllluluil skömmtunarseðla fyrir febrúartnánuð fer fram á skrifsfofu nefnd- arinnar (áður skrifstofa Raf veitunnar) dagana 29., 30. og 31. þ. m. alla dagana frá kl. 10-12 f.h. og 1,30-7 e.h. j Seðlarnir verða aðeins afhent- ir gegn árituðum stofnum. s Pað, sem hér hefir verið sagt ætti, hvað sem er um þau staðbundnu fyrirbæri, sem rakin hafa verió, að opna augu alþýðu þessa lands fyrir því, að henni ber að hafa kommúnismann og fasismann í einu og sama númeri, sem óaðskiljan- legar stærðir og þjóðinni jafn hættulegar, eins og alþýðan, og samtök hennar, á Norðurlöndum hefir gert. Og það fólk, sem glæpst hefir til fylgis við kommún- ista, en sér nú í gegnum blekking- arvef þeirra, ætti að varast að ginnast af fagurgala hinna grímu- klæddu fasista. Að lenda yfir til þeirra á eftir, er sannarlega að stíga úr öskunni í eldinn. * Fiskafli er góöur á Siglufirði um þessar mundir, og ekki langsóttur. Trillubátar fá frá 1000—2000 pund í róðri, en stærri bátar 2000—5000 pund. — ísafoldarfundur annað kvöld á venjulegum stað og tíma. Kosning embættismanna, Rætt um spurning- ar frá áfengismálanefnd Laugamóts- ins. — Eftir tvo mánuði Tveir mánuðir eru nú liðnir síðan Rússar réðust á Finna og tilkynntu umheiminum aö þeir yrðu búnir að brjóta viðnámsþrótt finnsku þjóðar- innar á bak aftur eftir 14 daga. Hernaöarsérfræðingar hafa rannsak- að hvernig þessi mál standa nú, Peir segja: 1. Rússar hafa ekki náð að draga úr kjarki finnsku þjóðarinnar. 2. Peim hefir ekki tekist aö vinna Mannerheimvíggirðingunum sjá- anlegan skaða. 3. Peim hefir ekki tekist að skifta Finnlandi í tvo hluta hernaðar- lega, eins og þeir ætluðu sér i fyrstu. 4. Viðhorf Rússa til að vinna á Finnum hefir síður en svo batn- að, þrátt fyrir ótrúlega mikið raanntjón og missir hergagna, 5. Aðstaða Finna til varnar hefir víða batnað síðan í stríðsbyrjun. Svona telja þeir þessi mál standa eftir tvo fyrstu mánuði þessa ljóta harmleiks. Hvað framtíðin ber í skauti sér er hulið þoku óviss- unnar. Með vorinu er talið að aðstaða Finna til varnar versni aö surau lejrti, en batni líka á ýmsan hátt. En um eitt eru allir sammála, og það er að til að tryggja vörn Finna að fullu, þurfi þeim að berast hern- aðarleg hjálp í stórum stíl nú meö- vorinu. Leiðrétting. Af vangá haíði nafn ritarans fall- iö úr í tilkynningunni í síðasta blaði um tilnefningn í aðalstjórn Verklýðs- félags Akureyrar, sem kosið verður um á aðalfundi. Tilnefningin er þann- ig — rétt: Aðalstjórn: Erlingur Friöjónsson, form. Haraldur Porvaldss. gjaldk. Arni Porgrímsson, ritari Helga Jónsdóttir og Jóhann- es Jóhannesson, meðstjórn- endur.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.