Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.03.1940, Side 4

Alþýðumaðurinn - 26.03.1940, Side 4
4 ALÞYÐUMAÐURINN Slægjniðnd bæjarins — hólmarnir — verða seldir á leigu í bæjarstjórnar- salnum Fimmtudaginn 11. Apríl n. k., kl. 2 síðdegis. Leigutími 2 ár. — Þeir, sem skulda fyrir slægjulönd geta ekki vænst þess að fá slægjur á leigu. Bæjarstiórinn á Akureyri, 26. Marz 1940 Steinn Steinsen. Tr---------------------------S alPvðumaðurinn. Oefinn út af Alþýðuflokks- tnönBuin. Kemur út á hverjum Þriðjudegi Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINOUR FRIÐJÓNSSON. Símar: 214 og 306. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar. S______________________________r1 Strfð og áfengi. Framhald af fyrstu síðu. í Belgíu hafa klúbbar, ser.i helst lifa á samdrykkju, verið bannaðir, en auk þess verið hert margvísl. á áfengislögum. í Englandi hafa bæði kirkjumar og bindindisfélögin heimtað, að á- fengisbúðum verði lokað fyrr en nú á sér stað og hafið sókn fyrir fullkomnu þjóðarbindindi sem stríðs- ráðstöfun. Þá hafa samtök enskra bindindisþingmanna lagt fast að stjórninni að gera strax samskonar ráðstafanir. eða fyllri, eins og í síð- asta stríði, viðvíkjandi öllum áfeng- isviðskiftum, Á íslandi hafa 22 þús. kjósendur óskað effir að áfengisútsölunum yrði lokað sern stríðsráðstötun. Þing og stjórn hafa daufheyrst við því, og engar ráðstafanir gert enn, síðan stríðið hófst, í þá átt að takmarka áfengisnautn. (Að mestu tekið upp úr frétta- blaði Stórstúku íslands). M. S- S.l. Laugardag lést hér á sjúkra- húsinu frú Guðlaug Jónasdóttir frá Núpafelli, ekkja jPórðar Daníelsson- ar, lengi bónda þar. Kona vel virt og vinsæl. Slys í Reykjadal. Það sviplega slys varð í sl. viku, að Laugabóii í Reykjadal, að 17 ára piltur. Haukur að nafni, sonur hjónanria þar, féil ofan í 2ja metra djúpan skurð og beið bana af. Slys- ið vildi þannig til, að snjóhengja féll ofan í skurðinn með Hauk og bróður hans, Eýstein. Kom hinn síðartaldi standandi niður og sak- aði ekki, en Haukur kom niður á höfuðið, og var örendur, er hann náðist úr snjónum. Haukur var efnispiltur á marga lund. Hirðisbréf til presta og prófasta á íslandi; ritað og sent út af biskupinum á íslandi, herra Sigurgeiri Sigurðssyni, hefir blaðinu borist nú nýlega. Hirðisbréf- ið er út gefið samkvæmt fornri venju, þegar biskupaskifti verða. í þetta sinn er brétið 40 blaðsíður i tölu- vert stóru broti og hefir að flytja Ieiðbeiningar um alit staif presta og prófasta, innan kirkju og utan. Er bréfið alþýðlega og rösklega ritað, hispurslaust og frjálslegt. Esja kom hingað að morgni Föstu- dagsins langa og fór héðan á Páska- dagskvöld. Með henni kom skíöa- fólk frá Reykjavík, ísafirði og Siglu- firði, til þess að taka þátt í lands- mótinu hér. — Mru Reykvíkingarnir og ísfirðingarnir með skipinu aftur, og tóku því ekki þátt í keppninni á annan Páskadag, Stjórnmálaviðburðir eru þeir helstir á þessum tímum, að franska stjórnin hefir verið umsköp- uð og sérstök »stríösstjórn« mynduð innan hinnar nýju stjórnar. — f*á liggur það í loftinu, að bresku stjórninni verði breytt á næstunni f líkt horf. — Það hefir undanfarið verið deilt á stjórnir þessara ríkja fyrir það, að þær væru of svifaseim ar og á þessi nýja skipulagning að bæta úr þeim ágalla. IJáskakonsert. Samkór Róberts Abraham í Nýja- Bíó á Páskadagskvöld var ágætlega sóttur og tekið með ágætum aí á- heyrendum. — Varð kórinn að endurtaka mörg lögin, Einsöngv- arar voru ungfrú Sigríður Guð- mundsdóttir, Gunnar Magnússon og Guðmundur Gunnarsson (bassasóló). Er þetta í fyrsta sinn, sem Guðm. kemur tram sem einsöngvari og skil- aði hann hlutverkunum með mikilli prýöi. Við hljóðfærið var frú Jórunn Geirsson. lvonsertinn verður endur- tekinn á Fimmtudagskvöldið. Munið eftir minningarspjöldum Oamalmenna- hælissjóðs Akureyrar. — Fást hjá Þorst. Thorlacius og Guðbirn Björnssyni. I

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.