Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.09.1941, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 09.09.1941, Qupperneq 1
ALÞYÐUMABDRINN XI. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 9. September 1941. 36. tbl. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: GULLNA HLIÐIÐ. Sjónleikur. Útgefandi: Ég var satt að segja jSarinn að halda, að skáld- íð frá Fagraskógi hefði lagt ieikritagerðina alveg á hilluna, sem kallað er, |>að sem eftir væri æf- innar. Mér þótti þetta mjög leitt, því það sem íslenska leiklist hefir meðal annars ætíð vant- að er vel skrifuð íslensk leikrit, hæfilega viðamikil fyrir leiksviðin okkar og jafnframt ieikrit, er féllu íslenskum leikhúsgestum vel í geó, að sjá og heyra. Ég varð því bæði glaður og forvitinn. þeg- ar ég varð þess var, að nýtt leikrit eftir Davíð Stefánsson mundi fullbúið til prent- unar, gefið út af hinum landskunna <og smekkvísa bókaforleggjara, Por- steini M. Jónssyni skólastjóra Leikritið Lom síðan út. Ég las og las, og las mér til hinnar mestu ánægju. Gullna hliðið er heilsteypt leik- rit og höfundinum til sóma. Það hefst með Prologus, er bendir til þess sem á eftir fer. Þarf enginn að efast um samsetn- ingu þessa Prolögus, sem þekkir, hvernig skáldið er vanur að raða hugsunum sínum í rím og stuðla á þróttmikinn og rammíslenskan hátt. Síðan koma fjórir þœttir. Leikritið er samið utan um al* kunna þjóðsögu, sem gengið hefir í ættir íslensku þjóðarinnar, frá kyni til kyns, og guð veit hvenær fyrst hefir komist á kreik. Lætur höfundurinn persónur leikritsins, á mjög svo eðlilegan hátt. lýsa hinni fornu, islensku, bjargföstu þjóðtrú, — annarsvegar trúnni á djöfulinn, púkana (allt með hornum og hnýfl- um, eins og vera ber), eld, brenni- sfein og eilífar kvalir Helvítis til handa þeim, sem illa lifðu hér á jörð, en hinsvegar hina heilögu þrenningu, postulana, vængjaða engla (allt með geislabaugum og tilheyrandi prakt), kafgras og kind- ur í silfurreifum og eilífa sælu í Himnaríki til handa þeim, er lifðu eftir ströngum bókstaf biblíunnar og annara kristnirita, héldu boðorð- in og iðkuðu bænahald og sálma- söng, — trúnni á læknandi mátt litskrúðugra jurta, sem soðnar voru saman í einn herlegan hrærigraut og trúnni á mátt særinga og ann- ara galdraiðkana. Lætúr höfund- urinn síðan leikritið enda með því, að aðalpersónan (kerlingin), í krafti sinnar blýföstu bænrækni og barna- trúar, en jafnframt síns rammís- lenska sauðþráa, þverbrýtur lögmál bæði Himnaríkis og Helvítis um eilífa kvaia- og sæluvist eftir hér- vist á syndugri jörð. Meira vil ég ekki segja um efnið, en Iæt lesendum effir að kynna sér það sjálfir. Setningaskipun (Replik) er ágæt og meðferð höfundarins á hinni íslensku tungu er, eins og vant er hjá honum, afburða þróttmikil og fögur. I leikrifinu eru ádeilur og víða þung undiralda, en það er svo fjörlega skrifað, að maður stendur upp í glansandi góðu skapi að lestri loknum. Gullna hliðið er einnig mjög leik- sviðshæft (sceniskt). Það eru að vísu í því allmargar persónur, og sumar þeirra vandleiknar, og útbún- aður þess á Ieiksviði mundi verða talsvert kostnaðarsamur. En það hafa áreiðanlega oft verið útbúin á svið hér á landi leikrit, sem urðu jafndýr eða dýrari í uppbyggingu og rekstri heldur en þetta leikrit mundi verða, og það jafnvel leikrit, sem ekki áttu frekar erindi upp á leiksviðíð heldur en Gullna hliðið, svo eigi sé meira sagt. Það er trú mín, að margir hafi þegar lesið leikrit þetta sér fil á- nægju og að margir eigi enn eftir að gera það. Og ef okkur hér ætti eftir að auðnast að útbúa það Framh. á 4 síðu,

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.