Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.12.1943, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 14.12.1943, Síða 1
ALÞYBUMAÐURINN XIII árg. Akureyri, Þriðjudagino 14. Des. 1943. 48 ibl. Tillögurnar, sem ekki var ansað. í »íðasta blaöi var sagt frá til- lögum, sem fram höfðu komið frá 14 mönnum úr hópi hinna 270, sem svo mjög hafa komið við sögu skilnaðarmálsins nú síðast. Tillögur þessar, til samkomulags, voru send- ar Stjórnarskrárnefnd, forsætisráð- herra, forseta sameinaðs þings og formönnum þingflokkanna 29. Nóv. sl. þegar það vitnaðist að yfiriys- ingar hinna þriggja þingflokkanna væri von 1, Desember. Flokkarnir virtu þessa menn ekki svars, og hafa þar með slegið föstu að þjóð - in gangi klofln síðasta áfangann í skilnaðarmálinu. Eftir beiðni tillögu- manna er bréf þetta birt hér í heilu lagi; »Vér undirritaðir snúum oss til háttvirtrar stjórnarskrárnefndar í því skyni að benda á leið til lausn- ar sambandsmálsins, sem öll þjóðin ætti að geta sameir.ast um, — ör- uggrar lausnar, þar sem hvorki sé gengið á gerða samninga né notuð neyð sambandsþjóðar vorar, en stefnt með festu að fullu sjálfstæöi íslands, Þótt vér förum ekki með neitt formlegt umboð, er oss full- kunnugt, að vér berum fram skoð- anir fjölda kjósenda, sem hugsað hafa þetta mál rækilega og alvar- lega. Afstöðu þessara manna má lýsa svo f sem stytstu máli, að þeir eru samþykkii ráðstöfunum Alþingis frá 10. Ma£ 1940 og síðari lið þingsá- lyktunar um sjálfstæðismáliö og þingsályktun um stjórnskipulag ís- lands, báðum frá 17. Maí 1941, enda hefir engum mótmælum^ veriö hreyít gegn þeim ályktunum, 3?eir vilja: 1. að ísland verði lýöveldi, 2. að stofnun lýðveldis verði hagaö svo, að í engu sé vikiö frá gerðum samningum né drengilegri málsmeðferð, 3. að ekkert spor verði stígið í áttina til fyrri skipunar frá þeirri, sem verlð hefir síðan Danmörk var hernumin, 4. að öll þjóðin verði einhuga um að fylgja stofnun lýðveld- isins til úrslita, með hverjum þeim ráðstöfunum, sem yrðu nauðsynlegar, ef Danir skyldu bregðast á annan- hátt en vænst er við formlegum sam- bandsslitum. ' Vér teljum aö vísu eftir sem áð- ur æskilegast, að samningur sam- bandslaganna verði ekki felldur úr gildi, fyr en að aístöðnum viðræð- um við Dani. En því atriði viljum vér ekki halda til streitu, ef sam- komulag gæti náðst, með þvf að með tilvísun í ályktanir Alþingis frá 1928 og 1937, sem ætla má að sýni þjóðarviljann fyrir styrjöldinn* má ganga aö því vfsu, að umræð- ur hefðu ekki leitt til framlenging- ar neins hluta samningsins, þótt Iram hefðu farið, — og í ályktun- um Alþingis frá 17, Maí 1941 má telja fólgna kröfu um endurskoðua, en sá skilningur hefir verið við- urkenndur af þáverandi forsastia- ráðherra Dana og honum ekki ver- íð mótmælt af þáverandi ríkisstjóra íslendinga. Um leið og vér teljum ■jálfsagt aö nota tímann til þess að undirbúa stofnun lýðveldisins sem vandlegast, viljum vér láta hana fara fram með þeim hætti, sem ðr- uggastur og sæmilegastur er fyrír þjóöina, svo að hvorki sé hætta á áminningum annara ríkja nú né eftirköstum síðar vegna meöferðar málsins, Samkvæmt framangreindu leggj- um vér fram eftirfarandi tillögur: A. Niðuríelling sam- bandssáitmálans. Eftir 19. Maí 1944 samþykkir Alþingi að lýsa yfir því, að samn- ingur samb ndslaganna sé úr gildi fallinn, þar sem liðin séu 3 ár frá. að dönsku stjórninni var tilkynnt krafa um endurskoðun hans, án þess að nýr samningur hafi verið geiður. Síðan verði ályktun þessi íögð undir þjóðaratkvæði. Atkvæða- greiðslan á Alþingi og þjóðarat- kvæðiö hlíti fyrirmælum 18. gr.. sambanslaganna. Jafnframt sa m-r þykkir Alþyngi ályktun um, aS þrátt fyrir niðurfellingu sáttmálans haldist jafnrétti danskra ríkisborg- ara óbreytt svo sem verið hefir' eftir sambandslögunum, uns aðilum: er mögulegt að semja um þaö mál1.—- Ef hægt verður að hefia viðræðuc^ Framh. á 4. síðo..

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.