Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.12.1943, Síða 4

Alþýðumaðurinn - 14.12.1943, Síða 4
4 alÞýðumaðurinn Tillögurnar, sem 'rr\» 11 • ekki var ansað. f I llkynilin Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum; Rúgbrauð óseydd 1500 gr. kr, 1,80 Rúgbrauð seydd 1500 — - 1,90 Normalbrauð 1250 — - 1.80 Franskbrauð 500 — - 1,25 Heilhveitibrauð 500 - — 1,25 Súrbrauð 500 - - 1,00 Wienarbrauð pr. stk. — 0,35 Kringlur pr. kg, - 2,85 Tvíbökur pr. kg, — 6,80 Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd ea að ofan greínir, skulu þau verðlögð 1 hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði viö hámarksverðið, Ákvæöi tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 6, Desetnber 1943. Reykjavík, 3. Desember Verðlagsstjórinn. Framh. af 1. síðu. við Dani fyrir 20 Maí 1944, skal sáttmálinn ekki felldur úr gildi, fyr en slíkar viðræður hafa farið fram. B, Lýðveldisstotnun. Þegar samningur sambandslag- anna hefir veriö felldur úr gildi, samþykkir Alþingi frumvarp til lýð- veldisstjórnarskrár. Samtímis þessu ályktar Alþingi, að þjóðaratkvæða- greiðsla samkvæmt 4, mgr. 75, gr, stjórnarskrárinnar skuli ekki fara fram, fyr en rætt hefir verið við konung. Ef Alþingi fellir samnir.ginn úr gildi, án þess að fullnægt sé minnstu kröfu sambandslaganna,- og stofnar lýðveldi á íslandi við þær aðstæður og á þann hátt, sem misbj^ður drengskapar- og sómatil- finningu þjóðarinnar og réttarvitund þeirri, sem henni hefir verið innrætt af ágætustu leiðtogum hennar í 100 ára sjálfstæðsbaráttu, munu þau hörmulegu tíðindi gerast, að Alþing; neyði þjóðina til þess að vera sund- nrlynda um lausn þessa stórmáls. Vér munum telja það siðferðilega skyldu vora að leggja málstað vorn fvrir alþjóð íslendinga, svo að at. kvæðagreiðsla um máliö verði sem sönnust skýrsla um vilja þjóðarinnar. Oss er ekki nóg að formlega sé stofnað lýðveldi á íslandi, Vér vit- um að margvíslegar hættur geta steðjað að frelsi voru, þjóðerni og menningu, Og gegn þeim hættum verður aöeins barist til þrautar með samhuga átökum þjóðar, sem er jafn ófús að fremja rangirndi sem að þola rangindi. Vér erum ekki aö rjúfa neina þjóðareiningu um lausn sjálfstæðismálsins. Sú eining hefir þegar verið rofin með því að fara að nauðsynjalausu með málið inn á brautir, sem allmikill hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við. Vér erum að bjóða fram lið- sinni vort og fjölda annarra manna til þess að vinna að þeirri einingu, sem nauðsynJegt er að skapa una þetta mál. Nú skyldu einhver atriði í þessn máli vera þess eðlis, að þau gerðu sem bráðastar aðgerðir nauðsyn- legar, án þess aö leyfilegt væri að birta þau almenningi, og erum vér þá fúsir til þess að gera nefnd fárra manna á fund forseta sameinaðs Alþingis (og formanns stjórnarskrár- nefndar, til viðræðna við hann og þá, sem hann vildi kveðja til með sér, um þ,tu atriði, og mundum vér þá Ijá tafarlausum sambands- slitum fylgi vort, ef þeir sannfærð- ust um, að óhjákvæmileg þjóðar- nauðsyn kretði, Nýlátin er á Kristneshæli Helga Indlaug Stein- grímsdóttir, verkamanns, Glerárg, 9 hér í bænum; ung stúlka, efnileg og vel metin. Vér leyfum oss að vænta svars við málaleitun vorri við fyrsta tæki- færi, Forseta sameinaðs Alþingis. for- sætisráðherra og formönnum þing- flokkanna verður sent afrit að þessœ bréfi. Reykjavlk, 29. Nóv, 1943, Árni Pálsson. Gylfi Þ. Gíslason. Hallgrímur Jónasson. Ingimar Tónsson Jóhann Sæmundsson. Jón Ólafsson. Klemens Tryggvas. Pálmi Hanness- Ólafur Björnss. Magnús Ásgeigeirss^ Siguröur Nordal. Tómas Guðmundss, í’orst. f’orsteins*. Þorv. f’órarinsson. Angiýsið í Aljiýðnm. Ábyrgðarmaöur Erlingur Friðjónsaon. Prentsmiðja Björns Jómaonar hi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.