Alþýðumaðurinn - 28.03.1944, Blaðsíða 1
ALÞÝBUMABURINN
:mv. árg.
Akureyri,
Þriðjudaginn. 28. Mars l‘J44.
13.
tbl.
Friðið höfnina.
Friðun háfnarinnar fyrir skot-
um er komin á dagskrá. Þetta er
ekki nýtt, þótt aldrei hafi verið
stigið það nauðsynlega spor í
þessu máli að alfriða höfnina fyr-
ir skotum og annari herjun á
hendur þeim fáu fugluni, sem
leita hér skjóls við fætur bæjar-
ins, og ættu að vera öllu góðu
fólki aufúsu nágrannar.
Þetta mál mun fyrst hafa kom-
íð á dagskrá -árið 1920. Þá hreyfði
Ottó Tulinius því á bæjarstjórn-
arfundi, að höfnina bæri að friða
fyrir skotum, og' vildi fá það á-
kvæði tekið inn í lögreglusam-
jþykkt bæjarins. Ekki fékkst samt
nein samþykkt í bæjarstjórninni í
þessa átt, og ekkert blað bæjarins
tók í strenginn með Tuliniusi
nema »Verkam.«, sem 2. Febrúar
það ár flutti grein um málið og
hvatti til þess að höfnin væri al-
friðuð fyrir skotum, og sýndi fram
_á hver bæjarprýði og ánægja væri
:að fjölskrúðugu fuglalífi á höfn-
inni, og hvílíkur skrælingjaháttur
iýsti sér í því að herja fuglana við
f jörur bæjarins, engum til gagns,
en öllum þeim til ama og ásteit-
ungar, sem ynnu fuglunum frioar
og lífs.
Nokkru síðar mun bann við
skotum á fugla á tilteknu svæði
■við fjörur bæjarins, hafa verið
.samþykkt af bæjarstjórn, en auö-
vitað hefir því verið slælega
framfjdgt eins og' öðru því, sern
gert er til að setja menningarsvip
ð, bæinn.
Sérstaklega hefir þótt bera á
því undanfariö, að menn liafa haft
það að leik að skjóta fugla bæði
hér á Pollinum og annarsstaðar í
nágrenni bæjarins. Er þetta ekk-
ert undarlegt, því stríðsæsinga-
starf útvarpsins og sérstakra
blaða .landsins hefir hlotið að bera
árangur, sérstaklega í hópi ungra
manna. Er ekki að undra að vax-
andi drápgirni og dálæti á allri
tortímingu komi niður á þeim líf-
verum, sem koma næst mönnun-
um, og þá slíku ágætis skotmarki
sem fuglarnir em
Nú hafa ýmsir bæjarbúar efnt
til samstarfs um það að fá höfn-
ina og bæjarlandið friðað fyrir
skotum. Er þess að vænta að
málaleitun í þessa átt eigi meira
fylgi að fagna meðal forráða-
manna bæjarins en 1920, þegar
Tulinius mælti einn fyrir þessu
máli í bæjarstjórn Akureyrar.
En fuglunum við bæinn — og í
honum, stafar hætta af fleiru en
skotunum einum. Verður minnst
á það síðar hér í l)laðinu.
Dagnr í Bjarnarðal
II og III hjuti.
Um þessa tvo síðari hluta þess-
arar sögu er óþarft að vera fjöl-
orður. 1 fyrsta hlutanum, sem
getið var í Alþm. 2. Nóv. sl.
kynntist maður meginstoðum sög-
unnar og síðari hlutarnir em á-
framhaldandi lífslýsing fóllvsins í
Bjarnardal, án þess að nokkur
Helfli Hannesson,
framkvæmdastjóri Alþýðuflokks-
ins, dvaldi hér í bænum síðarí
hluta síðustu viku. Sat hann aðal-
fund Alþýðufloklvsfélagsins á
Fimmtudagskvöldið og flutti þar
langt erindi og snjallt um innra
slarf flokksins og sagði nýjustu
fréttir af stjórnmálasviðinu.
Á Laugardagskvöldið hafði AI-
þýðuflokksfélagið kaffikvöld og
flutti Helgi þar afburða snjallt
nrðu um stjórnmálaviðhorfið. Á
Sunnudaginn fór hann til Dalvík-
ur og hafði fund með Alþýðu-
flokksmönnum, og þaðan áleiðis
til Siglufjarðar, með viðkomu í
Hrísey. Eftir nokkra dvöl á Siglu-
firði fer hann svo vestur- og suð-
ur á bóginn, með viðkomu á Sauð-
árkróki, Blönduósi og víðar.
Helgi Hannesson er áhugasam-
ur flokksmaður, alinn upp mcð
flokknum, snjall ræðumaður og
glæsimenni. E,r flokknum mikill
fengur að slíkum starfsmanni.
teljandi straumhvörf eigi sér þar
stað. Verður þess, meira að segja,
sumstaðar vart að efnið sé dregið
svo á langinn að lesturinn verður
þreytandi. En andinn Tifir enn,
hiim sami, og persónumar vaxa.
við hverja raun, eins og títt er um
kjarngóða stofna þjóðfélagsins.
Maður leggur því frá sér síðustu
bókina, trúaðri en áður á manii-
dóm, — og framtíð hins norræna
kynstofns. Að slíkum bókum er
mikill fengur á þessum tímum,
þegar vegið er úr öllum áttum að
flestu því, sem ber á sér merkí
þjóðlegrar menningar og sjálfs-
trausts.