Alþýðumaðurinn - 04.07.1944, Síða 4
4
Alþýðamatðtirinn
ÚTSÖLUVERÐ
á amerískum vindlingum má ekki vera hærra en hér segir:
Lucky Strike ................ 20 stk. pakkiun kr. 3,40
Old Gold .....................20 stk. pakkinn kr. 3,40
Raleigh ......................20 stk. pakkinn kr. 3,40
Camel ...................... 20 stk. pakkinn kr. 3,40
Pall Mall ................... 20 stk. pakkinn kr. 4,00
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð vera 5 prc. hærra
vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
Grunnkaup
verkamanna
hækkar.
Verkamannafélag Akureyrar-
lcaupstaðar héfir undanfarið stað-
ið í samningum við atvinnurek-
c'ndur um hækkun á kaupi verka-
jnanna. Fyrir helgina náðust
samningar fyrir milligöngu sátta-
.semjara. Hækkar kaup í almennri
dagvinnu um ca. 11V2%. I skipa-
vinnu um tæp 6%. 1 kola, salt og
sementsxdnnu lim tæp 7%. Vnna
við lempun kola í skipi og ketil-
hrcinsun hækkar ekkert. Kaup
■drengja 14—1G ára hækkar um ca.
14%. Um nánari samninga hefir
hlaðið ekki frétt, Eftirtekt vekur
hve vinna við höfnina hækkar
hlutíallslega mikið minna en al-
menn vinna, sem kölluð er. Og
hvað á það að þýða að hækka ekki
kaup við lempun kola í skipum
«og ketilhreinsun — yerstu vinnu
sem unnin er? Einnig vckur það
nokkra undrun að grjótvinnan
skuli vera tekin út úr samningun-
um. Verður það ekki skilið öðru-
vísi en svo að félagið sé fallið frá
því að krefjast hærra kaups við
grjótvinnu en alm. vinnu.
Mál þetta verður athugað nánar
þcgar hinir nýju samningar liggja
allir fyrir.
Orlof verkafölks.
Margt af verkafólki cr nú farið
í orlol' og fer á næstunni. Er sjálf-
sagt að fólk notfæri sér þessar
Téttarbætur. En þegar er komið í
1 jós að ekki verða nema hálf not
af orlofinu, meðan verldýðssam-
tökin gangast ckki fyrir ákveðn-
um ferðum til tiltekinna staða,
þar sem fólkið getur notið ánægju
og hvíldar.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h/f
Ábyrgðarmaður:
Erlingur Friðjóassoa.
Noregur unúir oki
Nasismans
heitir bók, sem Rlaðamannafélag
Islands IieTir gefið út. Höfundur
hennar er Jac. S. Worm-Miiller.
fyrvr. prófessor í sögu við Oslóar-
háskóla, en dvelur nú landflótta í
Bretlandi. Ragnar Jóhanriesson
cand. mag. hefir þýtt bókina, en
próf. Sig. Nordal ritar ýtarlegan
og fróðlegan formála fyrir henni.
Eins og nafnið bendir til, er hér
sögð í aðaldráttum saga innrásar
Þjóðværja í Noreg og baráttu
heimaþjóðarhmar gegn kúgurum
sínum. Að sjálfsögðu er hér endur-
tekið ýmislegt, sem sagt er frá í
bókinni »Árásin á Noreg«, en það
nær aðeins til þess kafla þessarar
bókar, sem fjallar um hernámið
sjálft. Hér fær inaður því áfram-
haldið af hinni hetjulegu baráttu
Norðmanna undanfarin ár og fer
ekki bjá því að margur drekkur í
sig bókina ineð fullkominni at-
hygli. Bókin er 167 blaðsíður,
vönduð að frágangi. Mál og stíll
aðgengilegt, og margir nuinu telja
hana feng góðan og vera útgef-
endunum þakldátir fyrir að hafa
lagt í útgáfuna.
Venjnleg hræsni
og blekkingar kemur fram í á-
varpi, sem trúnaðarmannaráð
»Dágsbrúnar« í Reykjavík hefír
sent meðlimum sínum. Trúnaðar-
ráðið hvetur verkamenn til að not-
færa sér réttindi þau, er orlofs-
lög'in veita, og' segir að »verklýðs-
samtökin« hafi lengi barist fyrir
orlofslögunum.
Það var Alþýðuflokkurinn sem
tók upp baráttuna fy-rir orlofslög'
unum og kom þeim í gegn á;AÞ
þingi. En kommúnistar — bæðí
á Alþingi og í verklýðsfélögunuin,
ýmist lögðu þeim ekkert lið, eða
unnu opinbert gegn því að verka-
fólkið fengi þess'a réttarbót.