Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.04.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.04.1945, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMABURINN XV. arg. Þriðjudaginn 10. Apríl 1945 15. tbl. Frá Alþýðuflokksfélag- Ílllle Fundur Alþýðuf lokksf élagsins sl. Föstudag var vel sóttur, og hinn . fjörugasti. 6 nýir félagar gengu inn Rædd var og samþykkt starfsskrá fyrir félagið, sem um leið er stefnu skrá þess í ýmsum þeim málum, sem eru á dagskrá og hljóta að tak- ast til úrlausnar í náinni framtíð. Verður starfsskráin birt í einhverju næstu blaða, ásamt stuttri greinar- gerð. Á fundinum voru útgerðarmálin tekin til umræðu, og í þeim samþ. eftirfarandi tvær tillögur: a. Fundur í Alþýðuflokksfélagi Akureyrar, haldinn 6. Apríl 1945, telur að Akureyrarbær eigi að tryggja sér meirihluta í væntanlegu útgerðarfélagi í bænum, og skorar því á bæj- arstjórn að kaupa minnst 50% hlutabréfa í félaginu." b. „Fundur Alþýðuflokksfélags Akureyrar, haldinn 6. Apríl 1945, skorar á forgöngumenn í útgerðarmálum í bænum, að bjóða út minni hluti en boðnir hafa verið í væntanlegu hluta- félagi, og telur að t. d. 100 kr. hlutir mundu verða almennt keyptir, ef þeir væru á boð- stólum." Eins og tillögurnar bei-a með sér ríkti sú skoðun á fundinum að bær- inn ætti að eiga svo mikið í vænt- anlegu útgerðarfélagi að hann gæti haft hönd í bagga með rekstri þess og tryggt það að hann væri ætíð sniðinn með hagsmuni bæjarfélags ins fyrir augum. I öðru lagi á jafn mikið tillag frá bænum og hér 'er farið fram á, að tryggja það að fé- lagið rísi á legg, á næstunni. Hefir þessi aðferð verið viðhöfð á Isa- íirði og í Haínarfiroi og gefist á- gætlega. Einnig er það komið á dag inn, eftir fyrstu umferð við hluta- fjársöfnun í bænum, að fjöldi fólks sem annars vildi leggja skerf til söfnunarinnar, telur sig ekki ráða við jafn háa hluti og enn hafa verið boðnir út. En félaginu er það líka styrkur að það geti orðið fyrir tœki fjöldans, þótt fleiri hlutir og smærri verði þá að koma til. Félag ísl. ritliöfmida hefir sent blöðunum í Reykja- vík, á Isafirði og Akureyri eftir- fai-andi greinargerð fyrir því að fé lagar þess gengu úy gamla rithöf- undafélaginu og stofnuðu þetta nýja félag. „Undanfarið hafa risið allmikl- ar deilur í Rithöfundafélagi Is- lands. Deilt hefir verið um starfs- hætti, afstöðu einstakra manna og úthlutun rithöfundastyrkja — rétt og sjónarmið. I deilum þessum hefir gengið á ýmsu og margt verið með þeim hætti, að það hefir ekki aðeins ver- ið okkur ógeðfellt, heldur svo meng að einsýni og hlutdrægni, að við höfum talið okkur skylt að rísa til andstöðu, þar eð við teljum ekki ís- lenskum rithöfundum annað sæma í félagsmálum sínum en óhlut- dræga og frjálslega starfsemi, án tillits til stjórnmálaafstöðu eða stefnu í bókmenntum. Fyrir síðasta aðalfund Rithöf- undafélags Islands bárust því all- margar (llj umsóknir um félags- réttindi. Flestar þessar umsóknir voru frá mönnum, sem hafa mjög vafasaman rétt til að gerast félag- ar og leggja alls ekki stund á þau ritstörf, sem ætlast er til að launuð séu af fjárveitingu Alþingis til skálda og rithöfunda. Hins vegar mundu þessir nýliðar hafa hlotið úrslitavald urn val á mönniím í út- hlutunarnefnd félagsins, en meðan það hefir veg og vanda af úthlutun rithöfundastyrkja, er eðlilegast, að þeir menn, sem styrkhæfir gætu tal ist, ráði sem mestu um val nefndar- innar. Þá var það augljóst mál, að flest um þeirra, sem báðust félagsrétt- inda, mundi vera ætlað að tryggja sigur þeirrar stefnu í starfsháttum félagsins, sem við teljum lítt sam- boðna íslenskum rithöfundum. Smölun nýliðanna og einhliða kosning í félagsstjórn sýndi það glögglega, að þeir, sem höfðu vald- ið mestum erfiðleikum á starfsemi félagsins, héldu enn uppteknum hætti, og töldum við nú með öllu vonlaust, að stefna og starfshættir mættu breytast þannig, að við gæt- um við unað. Okkur virtist því, að sá einn kost ur væri fyrir hendi að stofna nýtt félag, þar sem við gætum óháðir unnið að nauðsynjamálum ís- lenskra rithöfunda á þann hátt, sem okkur þykir sæmandi þeim mönn- um, sem eiga aðstöðu sína til starfa og árangurs fyrst og fremst undir því, að fullt frelsi sé ríkjandi um starfsaðferðir, viðhorf og viðfangs efni." I félaginu eru nú 18 rithöfund- ar, ljóðskáld og sagnaskáld, og meðal þeirra enginn, sem ekki hef- ir gefið út bók eða bækur fagur- fræðilegs efnis.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.