Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 19.06.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 19. Júní 1945 Stuttar erlendar fréttir Ritari erlendra frétta blaðsins hefir ekki haft aðstæður til að láta neitt frá sér heyra í dag. Hér verður því drepið á nokkur atriði, sem vekja helst athygli umheimsins síðustu daga. Norska útlagastjórnin sagði af sér strax eftir heimkomu sína. Ný stjórn — sambræðslu- stjórn allra flokka — hefir ver- ið í smíðum undanfarið. Al- mennar kosningar fara fram í haust. Verkamannaflokkurinn leggur til að keypt séu frá Sví- þjóð smáhýsi úr tré, sem fljót- legt sé að setja upp, til þess að bæta úr bráðustu þörfum lands- manna, einkum í þeim héruð- um, sem verst hafa orðið úti á hernámsárunum. Stjórnarskifti fara fram á Ítalíu þessa dagana. Vinstri flokkarnir ráða þar mestu. Lopold Belgíukonungur hefir tilkynnt, að hann muni hverfa heim aftur, en hann var fangi Þjóðverja og fluttur til Þýska- lands, þegar Bandamenn gerðu innrásina í Normandi. Vinstri flokkarnir hafa skorað á konung að segja af sér konungdómi og þegar tilkynningin um heim- komu hans kom, sagði belgiska stjórnin af sér. Kvaðst ekki vilja bera ábyrgð á því, sem ske kynni yið heimkomu konungs. Er mikil ólga í landinu, og er óttast að uppreist brjótist út. Viðræður um Póllandsmálin fara nú fram í Moskva milli full- trúa Pólverja og Rússa. Munu þær hníga að því að finna leiðir til lausnar þessum viðkvæmu málum áður en þeir hittast Churchill, Truman og Stalin, en fundur þeirra mun verða á næst- unni í Berlín. Miklar viðsjár eru alltaf í Sýrlandi. Um helgina réðist hóp- ur ungra Sýrlendinga á tvo yfir- menn úr franska hernum og gekk af þeim dauðum. Kosningabaráttan í Bretlandi er nú að ná hámarki. Allir for- menn flokkanna hafa kynnt fyrir kjósendum stefnu flokkanna í aðalatriðum. Alls á að kjósa 640 þingmenn. Alþýðuflokkur- inn hefir 600 menn í kjöri, í- haldsflokkurinn 580, og Frjáls- lyndi fl. 330. Alþýðufl. og íhaldsfl. eigast einir við í 300 kjördæmum. TILK YNNING frá Viðskiptaráði og Nýbyggingaráði. Samkvæmt verzlunarsamningi, er gerður hefir verið við Svíþjóð, er gert ráð fyrir að eftirtaldar vörur fáist útfluttar þaðan til íslands, innan ákveðinna takmarka, á þessu ári: Pappír, pappi, hrájárn og stál, fittings, handverkfæri og áhöld, hnífar og skæri, rakvélar og rakblöð, kúlu og keflalegur, bátamótorar, varahlutir í sænska bátamótora, vélaverkfæri, timbur, j arðyrkj uvélar, skilvindur og strokkar, saumavélar, prjónavélar með varahlutum, kæli- og ísskápar, þvotta- og strauvélar, lýsisskilvindur, rafmagnsaflstöðvar, rafmagnsmótorar með tilheyrandi rafbúnaði, rafmagnsheimilistæki (hitunartæki, straujárn, ryksugur, brauðristar), reiðhjól, reiðhjóla- hlutar, skip (þar með taldir dieseltogarar), fiskibátar með útbúnaði, mælitæki, byssur og haglskot. Umsóknum um gjaldeyris- óg innflutningsleyfi fyrir ofangreind- um vörum óskast skilað á skrifstofu ViSskiptaráSs fyrir 15. þ. m., nema umsóknum um skip, báta og önnur framleiðslutæki, þeim skal skilað til skrifstofu NýbyggingaráSs fyrir sama tíma. Reykjavík, 7. júní 1945. Viðskiptaráð. Nýbyggingaráð Aðvðrun Að gefnu tilefni eru allir stjórnendur farartækja, í hænum og á vegum úti, stranglega áminntir um aðl fylgja settum reglum um húnað og akstur farartækj-| anna. Bifreiðar skulu hafa tvö skrásetningarnúmer áp áberandi stöðum, hrein og læsileg. / framsœti, eða í| bifreiðinni í heild, mega aldrei vera fleiri, en tilskiliðu er. Hljóðmerki, sem umferðin gefur ekki tilefni til,l eru stranglega hönnuð og fylgja skal í einu og öllui fyrirmælum lögreglusamþykktar um ökutæki og akst- ur. Reiðhjól skulu hafa hjöllu, svo og ljósatæki, er skyggja tekur og tveir mega aldrei vera á reiðhjóli,| sem gert er fyrir einn. Einstefnuakstri í miðbænum skal stranglega fylgt og gangstéttar eru hannaðar fyrir| hjólreiðar. Sektarákvœðum verður stranglega fylgt gegn hverjum þeim, sem brotlegur reynist. Akureyri, 18. Júní 1845. fiæjarídgeti Ráðskonustaðan við Heilsuhælið í Kristnesi er laus til umsóknar frá 1. Okt. n. k. að telja. Laun samkvæmt launalögum, byrjunarlaun kr. 16500,00, fullnaðarlaun kr. 23100,00, hvort tveggja reiknað með vísitölu þessa mánaðar. Upplýsingar gefur skrifstofa hælisins og skrifstofa Ríkisspítalanna, Reykjavík. Umsóknir sendist til skrifstofu hælisins eða skrif- stofu Ríkisspítalanna fyrir 15. Ágúst n. k. NÝKOMIÐ: Kvenkápur, mislitar Kvenkápur, einlitar Kvenkjólar Kvenpeysur Kvenholir Kvenbuxur Kvensokkar Kvenleistar Krullupinnar Hælahlífar KaupféL Verkamanna Vefnaðarvörudeild. GOnmíkápur Karlmannabuxur Prjónavesti Manchettskyrtur Kjólskyrtur Karlmannanærföt Bindi Axlabönd Sokkabönd með teygju Ennabönd með teygju Sportsokkar nýkomið Kaupfél. Verkamanna Vefnaðarvörudeild Fataefhi Ensk og amerísk fata- efni eru komin. Þeir, sem skifta við saumastofu vora, og vantar föt, ættu að nota tækifærið og at- huga þessi nýkomnu fataefni. Kaupfél. Verkamanna Vefnaðarvörudeild. Drengjaföt Sportföt, drengja Barnabolir Barnabuxur Vagnteppi Kvenklútar Karlmannaklútar Leikfimisbolir Kjólatau Khakí Flónel Léreft, hlátt Poplín Skyrtutau, skoskt Gluggatjaldaefni Tvisttau Málhönd nýkomið Kaupfél. Verkamanna Vefnaðarvörudeild.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.